Sælir Félagar.
Þetta las ég í Fréttablaðinu í dag.

Fréttblaðið 4/4'05
Frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum rætt í ríkisstjórn:

Símafyrirtækjum gert að hlera.

Síminn býr yfir búnaði til að hlera og taka upp símtöl.
Samkvæmt frumvarpi um breytingar á fjarskiptalögum skulu öll fjarskiptafyrirtæki á Íslandi koma sér upp slíkum búnaði. Var frumvarpið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar
á föstudaginn.

Fjarskiptafyrirtæki skulu samkvæmt frumvarpinu tryggja að yfirvöld geti hlerað símtöl og aflað annarra löglegra gagna í fjarskiptanetum sínum eða fjarskiptaþjónustu.

Þá eigi fyrirtækin í þágu rannsókna opinberra mála og almannaöryggis að varðveita gögn um fjarskiptaumferð notenda í eitt ár.
Í þeim upplýsingum verði hægt að sjá hvert notandinn hringir, hver hringir í hann, hvenær og hversu lengi hann talaði.


Þetta fannst mér fáranlegast
Þetta eigi einnig við um nettengingar sem verði auðkenndar hverjum kaupanda
þjónustunnar með IP-tölu. Þá eigi að vera hægt að sjá hver tengist netinu og hvenær, magn gagnaflutnings hvort sem er til eða frá viðkomandi notanda og hvort hann hafi frumkvæði að tengingu eða ekki.


Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að framangreind breyting er gerð að ósk ríkislögreglustjóra.
Mál komi oft til rannsóknar löngu eftir að refsiverð hegðun hafi átt sér stað og því sé nauðsynlegt að tryggja að sönnunargögn séu til staðar við upphaf rannsóknar. Þá
kemur fram að lögreglan rannsaki ekki mál nema fyrir liggi rökstuddur grunur um refsiverðan verknað.
Óheimilt verður að nota eða afhenda umræddar upplýsingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi.


Ber ekki að mótmæla þessu. Þarna er verið að veita lögreglu og ákæruvaldi fulla heimild til að rannsaka okkur ?? Hef líka heyrt að þessi nýju lög munu koma inn á það að nú á að skrá frelsiskort. (Símafrelsi),

Verður gaman að sjá umræður um þetta.