Mér fyndist nú bara langbest ef fólk sækti ekki svona rosalega mikið í áfengi… ég spyr bara, hvað er svona gaman við að vera fullur?? (ég hef prófað) Gleðin er besta víman, ég segi það enn og aftur=) En svo er annað, það væru mikil mistök að hafa allt á sama árinu. Maður fær bílpróf 17, verður sjálfráða 18, fer í ríkið 20 og eitthvað fleira… það er mjög sniðugt að dreifa þessu svona, annars myndi bara allt springa þegar krakkarnir verða 18. (ég er sjálf nýorðin átján)