Star Wars: Attack of the Clones Nexus forsýning Myndin fjallar um það Obi-Wan Kenobi(Ewan McGregor) og Anakin Skywalker(Hayden Christensen), þar sem þeir eiga að vera lífverðir Padmé Amidölu(Natalie Portman) og eiga að finna út hver er að reyna að myrða hana. Palpatine(Ian McDiarmid) mælir með því að búinn verður til her vegna ástandsins sem er að ríkja vegna þess að þúsundir pláneta hafa sagt sig úr sambandi við lýðveldinu. Merkileg atkvæðagreiðsla er í gangi og er atkvæði Amidölu mikilvægt. Hefst síðan æsispennandi söguþráður sem heldur manni við efnið allan tímann.

Þeir sem ekki hafa séð The Phantom Menace, þá er mælt með því að þeir sjái hana áður.

Einn merkasti atburður ársins, forsýning á Star Wars 2: Attack of the Clones, var í sal 1 í Smárabíó í gær klukkan 20:00. Greinarhöfundur mætti þangað um 19:40 því að hann hafði aldrei áður farið í Smárabíó. Þegar komið var á staðinn var maður merktur aftan á handarbakið og hleypt inn. Allir voru að tala saman(líklegast um Star Wars, wonder why?) og sumir meira að segja komu með leikmuni og byrjuðu að leika sér ;)

Á slaginu 20:00 var byrjað að hleypa inn í salinn og meira að segja byrjaði röðin að myndast nokkrum mínútum áður. Maður skilur samt ekki af hverju þeir voru að því þar sem sætin voru númeruð, en jæja, þetta er jú Star Wars. Þegar inn kom, blasir við manni sjón sem maður hefur ekki séð í langan tíma, troðfullur bíósalur, um 500 Star Wars aðdáendur. Greinarhöfundur var mjög framarlega í B-röð en sjónin á tjaldið var fín. Maður var í engum vandræðum með að sjá á tjaldið. Eftir nokkrar mínútur talar gaur frá Nexus og bauð alla velkomna og minnti fólk á að yfirfara farsímana sína og sjá til þess að það væri slökkt á þeim. Strax á eftir voru sýnd nokkur sýnishorn úr komandi myndum. Síðan byrjar gamanið…

30th Century Fox merkið kom á skjáinn…allir bíða spenntir…LucasFilms Ltd merkið…allir verða spenntari…“A long time ago in a galaxy far, far away”…Allir klappa smá…Star Wars merkið birtist…risa klapp hljómar um allan salinn og allir hrósa myndinni.

Myndin kom mér mjög á óvart, ég gerði auðvitað ráð fyrir að þetta væri góð mynd þar sem þetta er jú Star Wars mynd, en hún varð meira að segja betri en ég bjóst við. Leikararnir stóðu sig frábærlega og tölvuteiknararnir ættu að fá sérstakt hrós fyrir verk sitt. Hljóðin voru mjög vönduð og hristist meira að segja gólfið við háu hljóðin og tónlistin var meistaraverk. George Lucas(Leikstjóri og höfundur upphaflegu bókarinnar) ætti að teljast guð fyrir að skrifa svona frábæra sögu og líka fyrir að reyna að nýta sér nýjustu tækni til þess að gera myndina betri.

Frá sögu Star Wars seríunnar séð, þá er þessi mynd mjög merkileg. Fyrir þá sem hafa séð A New Hope, The Empire Strikes Back og Return of the Jedi, vita að þessi mynd svarar mörgum spurningum sem maður spyr sjálfan sig við áhorf þeirra, því að vísað er í atburðina sem gerðust í þessum myndum. Þeir sem hafa séð allar myndirnar vita hvað ég er að tala um.

Persónan sem kom mest á óvart í myndinni er Yoda(Rödd: Frank Oz), og eru allir sem hafa séð myndina örugglega sammála því. Hingað til hafa allir haldið að hann sé bara Jedi öldungur á eftirlaunum sem segir “I sense much fear in you” og svoleiðis en í myndinni kemur hann mjög svo á óvart. Hann er líka frábærlega vel teiknaður og hreyfingarnar eru mjög raunverulegar, það sama gildir um allar aðrar persónur. Stærsta “comeback”-ið á hann “master Yoda” svo sannarlega skilið.

Jar Jar Binks snýr aftur í þessari mynd en hann var mjög hataður eftir The Phantom Menace. Kemur hann lítið fram í myndinni en hefur þó áhrif á framvindu sögunnar.

Þegar maður sá myndina, þá leið manni eins og þegar maður sá seinni myndirnar í fyrsta skiptið, mikill Star Wars fílingur í gangi í salnum og meira að segja var klappað þegar mikilvæg atriði voru í myndinni og engin leiðindi komu upp. Hann George Lucas tróð auðvitað inn í nokkrum kaldhæðnislínum og eingöngu hægt að skilja þá brandara ef maður hefur séð seinni myndirnar, en þessar línur eru ekkert mikið fyrir öðru efni myndarinnar.

Ég persónulega mæli með því að allir Íslendingar hópist á þessa mynd og skemmti sér vel.