Star Wars - Attack of the Clones Það er vart að maður finni í dag einstaklinga í dag sem hafa ekki séð Star Wars þó svo að það komi stundum fyrir og í flestum tilvikum eru einstaklingarnir stoltir af því að hafa ekki séð eina einustu Star Wars mynd. Þegar Star Wars myndirnar komu urðu þær á svip stundu cult þar sem fólk bókstaflega dýrkaði þessar myndir. Hver man ekki eftir því sem krakki að halda á einhvers konar stöng ímyndandi sér geislasverð og berjast við vini sína. Ég gekk nú það langt að ég heimtaði vasaljós sem væri mjótt í laginu, silfurlitað og út úr því kæmi grænt ljós sem lýsti beina línu (hugsa sér?). Ég var náttúrulega himinlifandi að vera því sem næst kominn með geislasverð. Ég gat náttúrulega ekki barist við neinn með þessu geislasverði því þetta var nú bara vasaljós en ég tók upp á að gera ýmsar listir og þar á meðal að kasta sverðinu upp í hringi og grípa það og því næst kveikja á því (svalt ekki satt?). Nú það kom fyrir eitt skiptið að ég náði ekki að grípa sverðið og viti menn það kviknaði ekki á því. Það var frekar leiðinlegt og var ég lengi að jafna mig eftir það. Nú er ég búinn að rifja upp eina Star Wars söguna mína og vonandi byrja ýmsar sögur að rifjast upp fyrir ykkur.

Jæja, nóg um gamlar Star Wars sögur, vindum okkur í myndina! Ég sá, eins og vonandi flest allir, fyrst Star Wars: A New Hope og var maður með gapandi munninn allan tímann því þetta ævintýri var ekki í líkingu við neitt sem hafði komið áður á hvíta tjaldið og ég elskaði þetta ævintýri. Nú ég sá stuttu síðar The Empire Strikes Back og var hún mun dekkri þar sem Luke missti hendina, Vader sagði Luke sannleikann um (þarf ég einu sinni að nefna það?) og Han Solo frystur. Þetta leit ekki vel út fyrir hetjurnar okkar og varð ég að sjá næstu mynd í von um allt myndi lagast (ég hafði að sjálfsögðu gaman af Empire Strikes Back en A New Hope var ennþá uppáhaldið). Örskömmu síðar sá ég The Return of the Jedi og í henni voru fullt af littlum böngsum, Vader og Luke börðust svakalega með geislasverðum í endann og maður fékk risastóran geim-bardaga á milli þeirra góðu og vondi og ekki nóg með það heldur dó aðal vondikallinn, þessi mynd varð strax uppáhald hjá mér.
Mörgum mörgum árum síðar þegar maður var orðinn eldri og þroskaðri (vonandi) þá kom nýja Star Wars myndin: The Phantom Menace.

Það voru ýmis atriði sem ég hafði á hreinu áður en ég sá þessa mynd. Eitt var það að það var verið að kynna söguna í heild sinni og tvö að jah ég gerð mér nú ekki grein fyrir númer tvö fyrr en ég hafði lokið við að sjá myndina og kem ég að því eftir smá stund. Þegar ég fór á myndina tók éf fljótlega eftir óánægjuröddum, jafnvel áður en myndin var búin. Þegar ég var loksins spurður um hvernig mér hefði litist á myndina svaraði ég: “Mér fannst hún bara helvíti góð,,. Seinna atriðið er hinsvegar það, að Lucas gerði handrit að mynd þar sem hlutirnir eru að verða dekkri og dekkri með tímanum, allt þar til við sjáum A New Hope þar sem hið illa stjórnar. Í Phantom Menace var heiminum stjórnað af góðu fólki en hið ílla lætur örlítið sjá sig. Þessi staðreynd er óumflýjanleg, og því vaknar sú spurning hvort Lucasði ekki getað gert betra handrit? Svar mitt er jú. Í myndinni var dáldið mikið af samtölum og of lítil spenna í gangi og byggist handritið þannig upp að allar leiðir liggja að enda myndarinnar, sem er samt vel þess virði að bíða eftir. Að mínu mati var Phantom Menace samt sem áður fjandi góð byrjun á þessu ævintýri og var Jar Jar svo sem þolanlegur en ég er samt fegin að hann hafi nánast ekkert borið fyrir sjónir í mynd tvö.

Nú eftir að ég sá Phantom Menace, og eftir að ég keypti hana á DVD, þá hef ég beðið í óþreyjufullur eftir Attack Of The Clones. Síðastliðinn fimmtudag mætti ég Smárabíó til þess að sjá Nexus-forsýninguna. Ég var spenntur, en ekki að deyja úr spenningi, því allan apríl mánuðinn hafði ég beðið eftir Spider-Man og Attack Of The Clones. Þegar ég hafði séð Spider-Man þá losnaði um smá spennu hjá mér og ég var ekki eins spenntur. Nú, eins og ég sagði, þá mætti ég og var frekar svangur - en þá mundi ég allt í einu að maður átti víst að fá pizzu á staðnum. Ég sá einhvern hóp myndast við lúxus-kaffisöluna og ákvaðað að líta betur á málið. Þegar þangað var komið var verið að úthluta einhverjum snittum (er það rétta orðið?) eða mjög mjög litlum samlokum. Ég var frekar soltinn og frekar vonsvikinn yfir að hafa ekki fengið pizzu eins og talað hafði verið um, þannig að ég greip einhverjar fjórar snittur og lét mig hverfa. Eftir það fór ég ásamt vini mínum og við fengum okkur fría kókið og fría poppið sem fylgdi með í tilboðinu. Nú ég kom mér fyrir, fyrir utan salinn og var mér litið á klukkuna. Gerði mér allt í einu grein fyrir að ég hélt á litlu poppi og litlu kóki og að það væru heilar tuttugu mínútur í myndina. Ég og vinur minn ákváðum þá bara að spila einhvern Formúlu-1 leik sem var þarna í Playstation vélinni og gjörsigraði ég hann að sjálfsögðu. Þegar fimm mínútur voru í myndina ákváðum við að bíða fyrir utan salinn og tók ég þá eftir tveim strákum sem voru að slást með plast-geislasverðum. Ég brosti og við þetta rifjaðist upp fyrir mér hvernig ég hafði sveiflað vasaljósinu um þegar ég var yngri. Mér til undrunar tók ég eftir því hversu alvarlegir þeir voru á svip og frekar ákafir, og ef ég man rétt þá sagið einn “Ég hitti þig víst,,. Að lokum komst maður þó loksins inn í salinn og settist niður, og allt í góðu - og eins og fragman sagði, þá kom Star Wars fílingurinn í mann þegar logoið birtist á tjaldinu (ég var bara dauðs lifandi feginn að lasershowið var ekki). Ég ætla nú ekki að rekja söguþráðinn eins ýtarlega og það sem á undan hefur farið, þar sem ég vil ekki gera þetta að neinum spoiler.

Byrjun myndarinnar er frekar vandræðaleg, ég veit ekki hvort ég eigi að kenna Lucas um léleg samtöl eða leikurunum (muniði eftir gaurnum sem er lífvörður drottningarinnar?) og samtölin hjá Luke og Anakin eru frekar þurr, en hvað um það. Það líður ekki að löngu þar til við fáum að sjá fyrsta hasaratriðið (ég þori nú ekki einu sinni að nefna um hvað það snýst) og er það magnað, ég meina virkilega magnað. Ég geng svo langt að segja að ég hafi titraði örlítið og það var æðislegt, einstaklega frábært atriði sem ég mun eflaust horfa oftar, á þegar ég eignast DVD diskinn, heldur en Pod Raceið. Fljótlega eftir það atriði þróast myndin út í (ef þú vilt ekkert vita ekki lesa hérna)– tengsl Anakins og Padme og rannsóknarför Obi Wans – (þú getur byrjarð að lesa aftur)

Eftir dágóðann tíma af tengslum og samtölum fáum við næsta hasaratriði. Ég hafði beðið með mikilli eftirvæntinu eftir þessu atriði en það var (jæja þú kannski sleppir að lesa þetta) bardaginn mili Obi Wans og Jango Fett. (oooog þú getur byrjað aftur að lesa) Ég átti von á bardaga á stærri skala, en samt sem áður var hann virkilega flottur. (Þarna ég skal bara gefa þér merki hvenær þú getur lesið, það verður svona !!!! ok?) Ég held ég sé ekki að spoila þegar ég segi að Jango Fett lifir þennan bardaga af og sleppur en Obi Wan eltir hann. Við sjáum þá eltingarleik í geimnum og þá reyndar þann eina (frekar fúlt) og er hann alveg ágætlega flottur en það er eitt sem stendur upp úr í þessu atriði. Sprengjurnar sem Jango varpar úr flauginni til þess að sprengja upp Obi Wan eru by far svölustu sprengjur sem ég hef séð í kvikmynd, Hljóðið, eyðingarkrafturinn, litirnir, áferðin og já var ég búinn að nefna hljóðið?, Án efa eitt svalasta moment í Star Wars sögunni þegar þessar sprengjur springa (auðvitað að mínu mati). !!!!! (GETUR BYRJAÐ AÐ LESA!)

Eftir þetta atriði þá kemur aftur rólegur partur, líkt og eftir “magnaða atriðið,, og er það alveg fínt því við kynnumst ýmsum mikilvægum hlutum sem varða framvindu sögunnar. Nú loks þegar hasarinn byrjar aftur þá tekur hann bókstaflega engann enda. (bara smá mild spoiler) Anakin og Padme lenda í nokkrum lífshættulegum hremmingum sem fær hjartað til að slá en það er bara upphitunin, því þegar nær dregur endanum fáum við einn svalasta bardaga í sögu Star Wars (já þú veist hvað ég á við). Við sjáum marga Jedia berjast við fullt af óvinum og er það bókstaflega magnað….

Nú eftir þann bardaga þá fáum við annan bardaga og þann á stærri skala, mun stærri skala og eins og Moraity lýsti því á aintitcoolnews.com - þetta er Black Hawk Down með vélmennum, Jedium, flugvélum og skriðdrekum!. Þið verðið að sjá þetta sjálf til að skilja þetta almennilega en ég get lofað ykkur að enginn, og þá meina ég enginn, mun segja að endaatriðið hafi verið frat.

Nú þegar við höfum fengið þennan ólýsanlega bardaga og við höldum að þetta verði ekki betra þá sjáum við geislasverðs bardaga milli tveggja ofurjarla. Ég vil ekkert fara út í smáatriðin því þetta er eitthvað sem kemur manni virkilega á óvart. Eeeen ég get þó sagt eitt að bardaginn á milli Darth Maul og Jinn/ Kenobi er eins og geislasverðsbardaginn milli strákanna fyrir utan salinn í samanburði við þann í endann á Attack of the Clones [mean no disrespect :) ]. Uu já alveg rétt (þú getur byrjað að lesa aftur hehe) gleymdi mér aðeins.

En alla vega þá er ég búinn að hlusta á samansafn Star Wars laga, sem spanna sextíu mínútur, við gerð þessarar greinar og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að nenna að fara yfir stafsetningavillurnar. En alla vega, ef ég á að gefa þessari mynd stjörnur þá fær hún fullt hús, þ.e.a.s **** af **** mögulegum, og er þetta án efa ein besta ef ekki sú besta Star Wars mynd sem ég hef séð.

Ah já eitt að lokum. Ég vil þakka Pincode fyrir að yfirfara greinina, ég vil einnig þakka þeim sem nenntu að lesa alla þessa grein kærlega fyrir það og þeir sem nenntu ekki að lesa hana jah… þið eruð alveg ágæt líka :)