Kannski er þessum auglýsingum ekki beint til fullorðins fólks sem getur vel tekið ábyrgð á sínum gjörðum heldur til ungra og ómótaðra einstaklinga sem sjúga í sig upplýsingar eins og svampur, sama hvort upplýsingarnar koma frá foreldrum, vinum, fjölmiðlum eða skólum. Svo bara kemur í ljós hvort hefur betur, þrýstingur frá vinum og uppreisnargirni sem veldur því að margir byrja að reykja, og svo fræðsla frá fjölmiðlum og skólum og vonandi í sem flestum tilvikum, foreldrum, hvort manneskjan...