ég er búin að vera að lesa nokkrar af þessum greinum sem eru hérna inn á rómantík, og hef komist að þeirri skondnu niðurstöðu að nær allir karlkyns hérna (ég er ekki að alhæfa, þetta virkar bara svona á mig) eru ofboðslega bitrir út í einhverjar stelpur sem “fóru svo illa með” þá… ef þið virðist alltaf lenda í þannig samböndum að stelpan fer illa með ykkur, og er algjör “tík og píka” (og fleiri hugmyndasnauð skítyrði yfir kvenfólk) þá hljótiði að geta horft aðeins í eigin barm og komist að því að þið hafið annaðhvort verið að gera eitthvað rangt í sambandinu eða stelpan bara vill ekkert með ykkur hafa lengur, sem er líka afleiðing þess að þið hafið gert eikkað rangt eða misheppnað. Ég er ekkert að reyna að láta rigna yfir ykkur skít hérna, það eru margir vel upp aldir, sjarmerandi, góðir og heillandi íslenskir karlmenn til en í ljósi þess sem ég hef lesið hér virðast margir eiga við vandamál að stríða .. og telja orsökina vera að “allar stelpur eru tíkur”. Ég skal með ánægju viðurkenna að margar stelpur gleyma því stundum að strákar hafa líka tilfinningar en það er vegna þess að svona höfum við verið aldar upp. Alveg frá blautu barnsbeini er það innprentað í stelpur að strákar séu svo harðir af sér og duglegir og við eigum bara að vera góðar við dúkkurnar okkar. Pabbi grætur aldrei því hann er stór og sterkur en mamma er góð og viðkvæm. Svona heldur þetta svo áfram þangað til á hápunkti hormónaflæðisins kemst maður í óþægilegustu aðstæður í heimi þegar maður dömpar strák og fær táraflóðið yfir sig, algjörlega óundirbúinn öllum þessum tilfinningum reynir maður að vera fráhrindandi (tík) svo strákurinn jafni sig og haldi að hann sé ekki að missa af neinu.
it's all for you guys
“tíkin”