FOTR ritgerð Ég skrifaði þessa ritgerð nú á dögunum og ætlaði mér að senda hana áður en ég skilaði henni til kennara míns en því miður gekk það ekki svo ég sendi hana bara núna.
Endilega segið mér hvað ykkur finnst og hvað ég má bæta.


Hringadróttinssaga
Bindi 1. Föruneyti hringsins

Inngangur
Ég valdi mér bókina Hringadróttinssögu, sem er eins og flestir vita skrifuð af J.R.R Tolkien, einum mesta málfræðingi Breta.Það er Fjölvi sem gefur bókina út og var hún fyrst útgefin árið 1993. Því miður eru engar myndir í bókinni. Þetta stórvirki sem er 416 bls. er skipt í tvær bækur, sem heita því frumlega nafni fyrsta og önnur bók. Bókin eins og ég kýs að kalla hana, í stað bindis eins og hörðustu Hringadróttinssögu aðdáendur myndu margir hverjir krefjast, fjallar um fyrsta hluta stórleiðangurs þar sem þeir ólíklegustu af öllum: Hobbitar gegna miklu hlutverki, ásamt Álfum, Mönnum, Dvergum og fleirum furðulegum skepnum í endalausri baráttu gegn því illa í heiminum.

Meginmál


Bókin fjallar mikið Hobbita. Hobbitar eru forn þjóð, sem heldur sig frekar fyrir sig, Hobbitar elska fátt meira en friðsæld, næði og síðast en ekki síst vel plægðan akur. Hobbitar eru ekki stórir og af þeim völdum eru þeir hjá þeim sem ekki þekkja vel til þeirra kallaðir stuttlungar. Þeir hafa næma sjón og heyrn, og geta auðveldlega farið þannig um að fáir heyri til þeirra. Í Miðheimi, þar sem bókin gerist, eru Hobbitar álitnir sögupersónur hjá mörgum, þar sem aðeins einn Hobbiti hefur orðið frægur ef svo má kalla, en sá Hobbiti var Bilbó Baggi, frá Baggabotni í Héraði, hann fór í hættuför með engum öðrum en Dvergnum Þórarni Eikinskjalda og Vitkanum Gandalfi, auk 11 annara merkra Dverga. Fóru þeir til að drepa dreka einn sem hélt til inni í námum fjallsins Eina, og hélt hann þar vörð um fornan fjarsjóð dverganna. En það er ekki um það sem að Hringadróttinssaga fjallar. Það er hægt að lesa allt um þetta í hinni merku bók Hobbitanum sem eiginlega mætti kalla innganginn að Hringadróttinssögu, því að í henni er Máttarbaugurinn, fundinn af Bilbó. Máttarbaugurinn er hringur skapaður af Sauroni, grimmum og valdagráðugum höfðingja. Hefur Hringurinn þann eiginleika að sá sem ber hann verður umsvifalaust ósýnilegur. Sauron skóp hann til að ná heimsyfirvöldum, en eftir stórorustu, eina þar sem Álfar, Menn og Dvergar sameinuðust gegn grimmdarveldi Saurons glataðist Hringurinn, og Sauron missti allt veldi sitt. Þar sem Hringurinn var mjög öflugur og þráði ekkert heitar en að snúa aftur til húsbónda síns, “fór” hann til réttu manneskjunnar, og beið, og biðin varð löng, og líf dýrsins sem hafði Hringinn lengdist, því að það var einn af eiginleikum Hringsins. Hringurinn beið þangað til að það heyrðist að ógnarveldi Saurons væri að vaxa aftur, þá fór hann á stjá og ætlaði að snúa aftur til húsbónda síns. En eitt var það sem jafnvel Hringurinn gat ekki séð fyrir, það var lítill Hobbiti að nafni Bilbó Baggi.
Eins og áður kom fram fann hann Hringinn og fór með hann í Baggabotn, þar sem árin liðu, og ekkert eltist Bilbó. Þannig var það síðan að á 111 ára afmæli sínu ákvað hann að fara burt og setjast að hjá vinum sínum Álfunum í Rofadal. Hann arfleiddi fósturson sinn Fróða að öllu, meðal annars Hringinn dýrmæta, en um hann snýst þessi bók aðallega. Fróði vissi ekki neitt um eiginleika Hringsins en hann vissi þó að hann var Bilbó mjög kær. Vinur Fróða og Bilbós var Vitkinn Gandalfur, en hann var mjög vitur og gamall, hann taldi sig vita hvers eðlis Hringurinn var og vissi að honum yrði að eyða. En það var að sjálfsögðu hægara sagt en gert. Sauron gerði brjálaða leit af honum, og vissi nokkurn veginn hver hafði hann. Því ráðlagði Gandalfur Fróða að selja Baggabotn og fara til Rofadals, þar sem að Álfmennið(afi hans var maður) Elrond, réð ríkjum. Elrond var bæði gamall og vitur, mun eldri en Gandalfur. Elrond vissi jafnvel og Gandalf að Hringnum yrði að eyða, en eins og ég sagði áðan var það hægara sagt en gert því að það var aðeins einn eldur nógu heitur til að eyða Hringnum, en það var eldgígurinn, sem hann var skapaður í, í iðrum Dómsdyngju, dýpst inni í Mordor, heimkynnum Saurons, þar sem Orkar Saurons voru á hverju strái. Leiðin til Rofadals var síður en svo auðveld fyrir fjóra litla Hobbita, en Fróði að sálfsögðu fór, sem eigandi Hringsins en með honum fylgdu bestu vinir hans, þeir Sómi Gamban, Förungur Tóki og Káradúkur Brúnbukkur. Þeir tveir síðarnefndu gengnu þó iðullega undir nöfnunum Pípinn og Kátur.
Eins og áður sagði hafði Myrkradróttinn Sauron komist á snoðir um að Fróði hefði Hringinn og sendi hann út níu þjóna sína, Hringavomana, eða Nazgúlana. Þeir voru einu sinni konungar Manna en Sauron hafði breytt þeim í Hringavomana og nú hlýddu þeir honum í einu og öllu. Þeir voru hrein illska, seinni lýsingar Hobbitanna af þeim var sú að það færi um þá hrollur við nálgægð þeirra, og þá sérstæklega í myrkri. Því að vopn Vomanna var hræðslan, og óttinn. Þeir eltu Hobbitana alla leið til Rofadals en margir góðir hjálpuðu Hobbitunum. Til að reyna að sleppa við Svörtu Riddarana eins og þeir voru líka kallaðir, ákváðu þeir að fara inn í hinn hættulega og varhugaverða Fornaskóg sem lág í útjaðri Héraðs. Það fóru illar sögur af skóginum, því að þar áttu sjálf tréin að vera lifandi, og illgjörn. En það var ekki hjá því komist að fara þangað.
Í Hringadróttinssögu var sú ferð stór kafli, eða allt að fimmtíu blaðsíður, en þar sem að það sem gerist þar kemur ekkert nálægt Hringnum í raun þá ætla ég að sleppa þessum kafla og einblína frekar á Hringinn. Ég hef aftur sögu í Brý, smáþorpi utan við Hérað.
Þannig var það nefnilega að Gandalfur vinur Hobbitanna sagði Hobbitunum litlu að koma til Brý þar sem hann myndi bíða. En er Hobbitarnir komu þangað var þar enginn Gandalfur, en þar var hinsvegar Aragorn sonur Araþorns, Fjallarekkur. Hann var að eigin sögn góðvinur Gandalfs, en Hobbitarnir voru ekki á því að trúa því svo glatt. Þeir sögðu honum hvert þeir væru að fara og hann ákvað að leiða þá þangað, þar þar sem að hann var í raun vinur Gandalfs, og mikill vinur Álfanna í Rofadal. Síðan eftir nokkra daga reið, leggjast þeir til hvíldar á stað einum er Vindbrjótur nefnist. Þar kveikja þeir eld, því þá grunar að Nazgúlarnir gætu verið ennþá á eftir þeim. Svo reyndist vera og komu nokkrir Nazgúlar og réðust að þeim. Þeim tókst vel að verjast en einn þeirra tókst þó að leggja sverð sitt í öxl Fróða. Sverð Nazgúla voru eitruð og við lagið brotnaði örlítill oddur af sverðinu og sat hann fastur í öxl Fróða. En sverð Nazgúla voru einmitt þannig gerðað hver sem fékk í sig brot af sverði þeirra myndi á endanum breytast í Nazgúl sjálfur, þannig að ef Fróði myndi ekki komast fljótt í hendur lækna, yrði öll von úti fyrir það góða í heiminum. En það reddaðist að sjálfsögðu. Eftir smá bras kom Glorfindli, Álfur frá Rofadal þeim til hjálpar, Elrond hafði vitað af komu þeirra og undrast er ferðin gekk svo hægt eins og hún gerði. Því sendi hann út leitarlið, til suðurs, austurs og vesturs. Glorfindli eftirlét Fróða hest sinn, en þá var Fróði orðinn svo veikburða að hann rétt gat haldið sér á baki, en hesturinn vissi auðvitað hvert skildi halda, og þeysti hann af stað. En að sjálfsögðu þurftu árans Nazgúlarnir að mæta á þeirri stundu og var það því kapphlaup upp á líf og dauða að komast inn í ríki Elronds, en þurfti hann þá að komast yfir á eina. Hann komst yfir ána og voru galdrar þar að verki sem gerðu það að verkum að vatnið í ánni fékk allt í einu kast og steypti sér yfir þá Voma sem voru komnir út í vatnið. Þá var Fróði búinn að vera, vegna eitursins og það leið yfir hann.
Seinna vaknaði hann í Rofadal, og stóð þar enginn annar en Gandalfur þar yfir honum. Fróði var glaður að sjá hann, og fömuðust þeir, enda mjög góðir vinir. Skömmu eftir að Fróði var kominn á stjá sagði Gandaflur honum að það yrði að eyða Hringnum með því að fara djúpt inn í ríki óvinarins og henda honum þar ofan í eldgíg Dómsdyngju, einnig sagði hann Fróða að Elrond myndi brátt kveða hverjir færu með Hringinn.
Elrond, ákvað í samráði við Gandalf og fleiri að valinn yrði lítill flokkur til að fara með Hringinn, en þeir voru: Hobbitarnir Fróði Baggi, Hringberi, Sómi Gamban, Fróða, Förungur Tóki, (Pípinn), Káradúkur Brúnbukkur, (Kátur) Maðurinn Aragorn sonur Araþorns, af fornri konungsætt Manna er nefnist Dúndanir, núna eru þeir kallaðir Rekkar, og reika um fjöllin og óbyggðirnar, Maðurinn Boromír, sonur konungs Gondor, stór og stæðilegur Maður af göfugri ætt, Álfurinn Legolas, af ætt Skógarálfa sem búa í hinum dimma skógi Myrkviði, Dvergurinn Gimli, sonur Glóins, sem fór með Bilbó í drekaförina miklu og síðast en ekki síst Vitkinn Gandalfur, sem eins og áður var sagt var gamall og vitur, en Vitkar voru líka miklir galdramenn og var Gandalfur þar einn sá fremsti í flokki.
Þá er allt Föruneyti Hringsins talið upp og lögðu þessir fræknu kappar upp í þá miklu hættuför að fara með Máttarbauginn eina að Dómsdyngju og henda honum þar ofan í gígin. Lögðu þeir af stað með mikilli leynd, en ekkert áhugavert gerðist fyrr en þeir komu að námum Moría eftir áranguslausa tilraun til að fara yfir fjalli Karadrass, en þar grunaði þá að galdrar ættu í hlut. Því að það voru ekki bara góðir Vitkar í heiminum, sá eini sem var voldugri en Gandalfur, Sarúman hinn hvíti hafði nefnilega snúist til illu hliðarinnar og var þjónn Saurons. Hann hafði einnig tekið Gandalf til fanga er hann kom að Ísarngerði, þar sem Gandalfur hafði komið til að spyrja ráða, hvað skyldi gera við Hringinn, það var ástæða þess að Gandalfur mætti ekki til Brý. En það skiptir ekki máli. Er Föruneytið kom inn í Moría beið þeirra mikil hætta þar sem þar hélst við mikill fjöldi Orka. Króaðist Föruneytið inní í herbergi einu og sóttu þar að þeim mikill fjöldi Orka, og var með þeim svo sem eins og eitt lítið tröll, með lítið þá meina ég að sjálfsögðu stórt. Eftir æsispennandi bardaga, rak einn Orkinn Fróða í bringuna með gasalegu spjóti og við það leið yfir Fróða. Eftir bardagann hélt allt Föruneytið að Fróði væri dáinn, en Fróði stóð upp eins og ekkert hafi í skorist. Hann var nefnilega í brynju úr einu dýrmætasta, harðasta og léttasta efni Miðheims, Míþril. En það var enginn tími til að slóra því að við bardagann hafði raskast ró risavaxins dýrs, sem nefnist Balroggur, og er forynja frá því á fornöldum, Dvergarnir höfðu vakið hana endur fyrir löngu, er þeir voru að grafa Moría námurnar. Þeir urðu að komast að brúnni í Kâzad dûm, þar nálægt lá útgangurinn úr Moría. En Balroggurinn elti, og fór hratt. Þegar Föruneytið kom að brúnni þá fór Gandalfur seinastur yfir og stoppaði á miðri brúnni. Hann gerði tilraun til að tefja dýrið, og það tókst, en ,með hræðilegum afleiðingum. Gandalfur þurfti að nota galdra sína til að brjóta helminginn af brúnni niður, og þar með datt Balroggurinn niður í endalaust hyldýpi Moría. En honum tókst þó að sveifla svipunni sinni, sem var vopn hans, þegar hann var fallinn. Þá var Gandalfur einbeitingarlaus og tóks Balroggnum að draga Gandalf niður í myrkur Kâzad Dûm.
Syrgði Föruneytið þennan missi mikið og vissi eiginlega ekki neinn, nákvæmlega hvað ætti að gera næst. Tók því Aragorn stjórn Föruneytsins í sínar hendur. Ferðuðust þeir nú til skógarins Lothloríen, þar sem Álfadrottningin Galadríel réð ríkjum. Átti þessi skógur að vera varasamur mjög, en annað gat föruneytið ekki hætt á, Orkarnir voru á hælum þeirra. Áttu þeir langa viðdvöl hjá Álfunum í Lóríen, en þar fannst þeim dagarnir líða mjög hægt, og héldu þeir að þeir hefðu bara verið tvö þrjá daga þar. Galadríel drottning var fegurst allra manneskna í Miðheimi, og væntanlega líka af öllum þeim er handan við hafið voru. Hún hafði líka þann eiginleika að hún gat skoðað hugi allra þeirra er hún vildi. Er Föruneytið bjóst til brottfarar úthlutaði drottningin góðum gjöfum til allra úr föruneytinu, og einnig lét hún þá fá báta og kökur er nefndust lembas. Voru þær bragðgóðar og næringarmiklar. Loks komst síðan föruneytið af stað og ætlaði það að sigla með Miklafljóti, einhverja leið, eða þangað til þeir kæmust að Emin- Múlunum. Er þeir komu síðan að lendingarstaðnum var komið að stærstu ákvörðun Föruneytisins, skyldu þeir halda áfram, inn í Mordor og gera örvæntingarfulla tilraun til að eyða Hringnum, myndi Föruneytið splundrast og hver halda sína leið eða myndu þeir fara til Mínas Tírið, Hvítuborgar og verjast þar Óvininum, þar sem hann sótti að frá Mordor. Allir ákváðu þeir þó að halda saman, en hinir tveir valkostirnir urðu erfiðari, og þar sem að Fróði var Hringberi var það hans ákvörðun. Hann fór í göngutúr smá stund til að ákveða sig, en Boromír eltir hann svo lítið beri á. Er Boromir nær honum reynir hann að ná Hringnum af Fróða og verður Fróði hræddur við það, hann setur á sig Hringinn og hleypur burt, eftir að hafa hlaupið smá stund þá ákvað hann að fara einn til Mordor. En Sómi nær að hafa hann ofan af því og fer með honum. Engir úr föruneytinu, nema Sómi grunaði þetta og því tók enginn eftir því að Fróði hefði farið einn
Með þessu lýkur 1 bindi Hringadróttinssögu, Föruneyti Hringsins. Næsta bindi heitir Tveggja Turna tal og fjallar um árásina á Orþanka, turn Sarúmans og Mínas Morgúl loka hindrunina inn í Mordor, þar sem enn meiri hættur liggja.


Um höfundinn

Höfundurinn John Ronald Ruel Tolkien, byrjaði að dútla við að semja tungumál fornra vera, svo sem Álfa og Dverga. Hann samdi einnig beygingar í málunum og gerði jafnvel ráð fyrir breytingu í málfari. Eftir það fór umfang smáævintýra sem hann hafði samið fyrir börn sín að vaxa. Úr þessum sögum varð til Hobbitinn,, en ég notaði “staðreyndir” úr því verki agnarögn í þessari ritgerð minni. Hringadróttinssaga var nú samt reyndar bara ígripa saga, ef svo mætti kalla Tolkien greip í þetta og tók hann allt í allt 13 ár að skrifa Hringadróttinssögu, til gamans má geta að nú nýverið fékk Hringadróttinssaga verðlaunin Bókmenntaverk Aldarinnar í Bretlandi

Eftirmál


Að mínu mati finnst mér óþarfi að skrifa lokaorð eða eftirmál við svona verk. Þessi bók var náttúrulega ótrúleg snilld og mér finnst frábært hvernig einum manni tókst að gera svona rosalegt verk, maður sér Miðheim alveg ljóslifandi fyrir sér við þessa lesningu.
Bók sem ég verð að mæla með fyrir alla þá sem lesa bækur, og nú nýlega var þetta meistaraverk kvikmyndað og er í sýningu í kvikmyndahúsum út um allt land mynd sem allir skulu sjá. Eitt orð lýsir þessari bók og það er : Meistaraverk.

Þeir sem nenntu að lesa þetta allt til hamingju og ég minni aftur á að segja mér hvernig ykur fannst.


Kveðja Takami-Kos
Ég er ekki til í alvörunni.