Þýðingar á LOtR og Hobbit. Í greinninni hérna fyrir neðan: “The Hobbit og af hverju JRR (Tolkien)”, var mikið amast yfir þýðingum á verkum Tolkiens á íslensku, sérstaklega sérnöfnum. Talað var um að nöfnin ætttu helst að vera áfram á engilsaxneskunni.

Þetta fór eitthvað fyrir brjóstið á mér, því að nöfn í sögum Tolkiens eiga mörg uppruna sinn í íslensku. Nöfn flestra, ef ekki allra dverganna og Gandalfs eru fenginn beint úr Snorra Eddu. Jú, þar er einmitt talað um “Gandalfr” í upptalningu á dvergum, sem myndi á seinni tíma tungu útleggjast sem Gandalfur. Önnur nöfn eru á íslensku, en stafsetningunni hefur veruð breytt til að ná réttum framburði á enskunni, s.b.r þessi dæmi:
Théoden = Þjóðan, sem merkir konungur.
Ëomer = Jómar, ef mig minnir rétt er jór það sama og reiðhestur.
Beorn = Björn.
Denethor = DynÞór, hugsanlega Danaþór, Danþór, en hver vill hugsa um Gondor sem Danmörku?

Í fyrrnefndri grein var líka afar mikið um gagnrýni á ýmsar erfiðar þýðingar. Það væri gaman að sjá, hvort að fólk hafi einvherjar betrumbætur í huga (og gætu þá sett það fram á Huga…)?

Þessvegna datt mér í huga að gera smá lista, og taka með umdeild orð í greininni:

Goblins = þýð. Drýsildjöflar, Drýslar, durtálfar, svartálfar o.f.l.
Wizard = þýð. Vitki, vitringur. Till. Galdramaður?
Baggins = þýð. Baggason :( , Baggi (sammála Manie, Baggins er ættarnafn)
Steward = þýð. Ræðismaður, Ráðsmaður.

Fleiri hugmyndir?


Í sambandi við þýðinguna á “wizard” þá las ég mér til (dictionary.com) um að upphaflega var það wisard, komið af wise, semsagt vitringur. Wisard kom upprunalega úr hebresku og merkir: sá sem veit. Þýðingin var semsagt ekki alveg út í hött. Annars gefur www.ismal.hi.is/ob/ athyglisverðar niðurstöður, Wizard þýðist sem álfur eða gandálfur á íslensku?!?