Það er ótrúlegt hvað er hægt að halda gallafatnaði og aðallega galalbuxum í tísku með sífelldum smábreytingum. Fyrst var þetta bara fatnaður fyrir námumenn og kúreka og ekkert almennilegt fólk lét sjá sig í þessu fyrr en uppúr 1950 þegar mótorhjólatöffarar fóru að vera í þeim. Bandaríski flotinn hefur að vísu klætt sýna menn í rosalega útvíðar gallabuxur í mörg ár, en mér skilst að þær væru svona víðar til að þeir kæmust auðveldlega úr þeim á sundi.

Alveg síðan gallabuxurnar slógu í gegn á hippatímanum hefur verið að ýta þeim að fólki með smá breytingum og mismunandi vexti eftir löndum. Þröngu Levis “buttonfly” voru ekki eins vinsælar í USA eins og annarsstaðat af því þeir eru upp til hópa svo feitir að það var komið með sérstakt “relaxed fit”. Þetta kemur út sem svona frekar niðurmjóar buxur sem eru algengar meðal Ameriskra túrista eða fólks af Vellinum.

Svo komu snjóþvegnar, notaðar og rifnar gallabuxur, og svo aftur buxur sem voru alveg eins og sérstaklega nýjar. Síðustu árin er eins og þessi þróun sé enn hraðari. Ég kom heim í fyrra eftir næstum ár í USA og sá stelpu í því sem mér fannst vera skítugar en sá svo margar aðrar í svona brúnumleitum gallabuxum, en þetta hafði ég ekki sé í Amríku. En nú eru þessar orðnar hallærislegar og nú flottara að vera í buxum sem eru eins og stelpan hafi verið dregin lengi á rassinum á malbiki og fengið mikið slit. En kannski er það orðið “passé” líka og núna sé nýjasta þessar með reglulega snjóþvegna/bleikta randamynstri eða þessar slitnu sem búið er að gera illa við ? Nei síðasta hlítur að vera þessar sem búið er að rífa rassvasana af ! Er ekki verið að hafa okkur af fíflum ?

Ég segi bara geyma draslið nógu lengi og það kemur í tísku aftur !