Ég varð fyrir óskemmtilegri vitneskju um daginn. Það er kannski best að ég byrji á byrjuninni…

Eitt sinn átti ég kærasta og við vorum að byrja í menntaskóla og allt var mjög spennandi. Við kynntumst helling af nýju fólki og eignuðumst nýja vini. Við áttum gott samband þar til að ýmsir aðilar fóru að sýna kærastanum mínum áhuga og eftir að hafa rifist út af því þá varð sambandið okkar aldrei alveg eins, við rifumst oftar út af engu en samt tolldum við saman í 2 ár. Ég varð mjög oft ósátt við það og ráðfærði mig við vinkonu mína sem ég hafði eignast í skólanum.
Kjarninn beinist að vinkonu minni, ég áleit hana sem bestu vinkonu og treysti henni mjög vel varðandi alla hluti. Hún var til staðar fyrir mig eins og vinir eiga að gera og ég hélt að við værum alveg mjög góðar vinkonur. Þegar ég kom með vandamál mín á borðið varðandi sambandið þá sagði hún oft það að kærastinn mætti sleppa að gera slík heimskupör sem særðu mig og þess háttar. Ég er ekki að segja að ég hafi verið fullkomnari en hann, en þetta var tímabilið sem maður var virkilega að þroskast andlega og skoðanir okkar yfir hvað mátti og hvað mátti ekki leiddi okkur út á það að við þroskuðumst frá hvort öðru og endanlega hættum við saman.
Vinkonan mín hafði kynnst kærastanum mjög vel þar sem við vorum oft saman. Aldrei hafði það hvarlað að mér að hún tæki einhvern tíman afstöðu með honum og í okkar síðasta rifrildi þá tók hún afstöðu með honum og ég varð mjög sár því að mér fannst hún ekki standa við bakið á mér þar sem við vorum búin að rífast sérstaklega mikið síðustu daga fyrir sambandsslitið og hún hafði tekið þá afstöðu með mér öll þau skipti.
Ég varð mjög vond og sár og endaði með að vera í fúl út í þau bæði. Ég og strákurinn hættum saman og ég sá að lokum eftir því að hafa verið leiðinleg við hana og fyrigaf henni og hélt að hún hefði kannski fyrirgefið mér líka. Hún var nú líka besta vinkonan mín og vinir eiga að getað fyrirgefið hvor öðrum.

Hún hætti eiginlega eftir atvikið að hafa samband við mig, fann sér aðra vini og talaði örsjaldan við mig, en hún hélt aftur á móti samband við minn fyrrverandi.
Síðar eftir svona 6 mánuði frétti ég það að þau væru bara að kyssast á hinum og þessum böllum. Mér fannst það svolítið skrítið að hún skildi endilega vera að eltast við hann þar sem við vorum fyrrverandi par og að hún var vinkonan mín. Eftir þetta frétti ég fleira að þau væru hugsanlega að byrja saman en þau þyrðu ekki að gera það mín vegna. Ég hélt bara að það væri nú ekki eðlilegt að manns fyrrverandi vinkona myndi virkilega reyna við fyrrverandi kærastan minn. Hún kaus að hætta að vera vinkonan mín til þess að eltast við fyrrverandi kærastann minn!!!

Síðast þegar ég talaði við hana og reyndi að fá hlutina á hreinu fannst mér vera mikil andúð í minn garð. Og hún hafði engan áhuga að tala við mig aftur. Ég talaði þá við fyrrverandi kærastann minn og bað hann að segja mér hreinskilnigslega hvernig henni liði í minn garð og ég sagði við hann að ég vissi að þau hefðu verið að koma sér saman. Hann sagði það að hann hefði ekki viljað byrja með henni þar sem að við öll þrjú ættum okkur fortíð og það væri cruel að byrja með fyrrverandi vinkonu minni. En hún hafi verið ósátt út af þeirri niðurstöðu og þar af leiðandi varð hún vond út í mig fyrir að hafa verið kærasta hans og að við vorum vinkonur.

Mér finnst mjög leiðinlegt að hlutirnir fóru svona og ég vildi óska þess að þetta hefði aldrei gerst. Það er mögulegt og ekki mögulegt að við getum orðið vinkonur aftur, er bara ekki viss hvort að ég vilji treysta henni fyrir leyndarmálum mínum ef hún ætlar að notfæra sér þau fyrir sinn eiginn hag. En hún vill bara annaðhvort mig eða minn fyrrverandi og ég veit ekki hvað ég á að gera, hvort að ég eigi að fá hana sem vinkonu aftur eða bara hætta að tala við hana og finna mér raunverulega vini.
Varðandi óskráðu regluna þá meina ég með því hvort að það væri ekki óskráð regla milli vina að reyna ekki við fyrrverandi eða núverandi kærasta/u vinar þíns eða vinkonu?!

Ein djúp hugsin…

Cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)