Ýmislegar Harry Potter fréttir Ok it´s news time.

Harry Potter og eldbikarinn valin besta barnabók ársins (4/25/2002)

Borgarbókasafn gekkst fyrir vali barna á aldrinum 6-12 ára á bestu barnabók ársins.
Það kemur ekki á óvart að Harry Potter og eldbikarinn sem er fjórða bókin í
bókaflokknum um galdradregninn Harry Potter skuli valin í flokki þýddra barnabóka.

J.K.Rowling höfundur Harry Potter er ríkari en Madonna

Bækurnar um Harry Potter hafa fært höfundi sínum, Joanne K. Rowling mikinn auð,
og ekki er að heyra eða sjá að lífsgæfan hafi snúið við henni baki. Samkvæmt nýjasta
lista The Sunday Times frá 1 apríl eru eignir hennar taldar nema 30 milljörðum
íslenskra króna. Nú er í 147 sæti yfir ríkustu Englendingana og hefur hún rokið upp
um 379 sæti og skotið hinni “limafögru” Madonnu aftur fyrir sig.

Hvað er vitað um Harry Potter 5?

***Spoiler***

Á íslensku Harry Potter síðunni, sem Anna Heiða Pálsdóttir heldur úti af miklum
glæsibrag, er að finna margvíslegar upplýsingar um fimmtu bókina um Harry Potter.
Þar kemur fram að bókin verði styttri en fjórða bókin en sögusviðið á margan hátt
nýstárlegt. Anna Heiða skrifar meðal annars:

“Rowling sagði í viðtali að við munum kynnast stöðum sem aðeins hafa verið nefndir í
fyrri bókum. Það getur verið að við kynnumst bænum sem Lily og James bjuggu í,
Godric's Hollow. Lupin prófessor ásamt öðrum persónum kemur aftur til sögunnar.
Rowling segir að við hittum margar horfnar persónur á ný. Rowling segir að við
sjáum hvort Percy haldi með fjölskyldu sinni.”

“Við kynnumst frekar bakgrunni Lily Potter. Við fáum að vita ástæðuna fyrir dauða
Lily og James (stóðu þau ekki í vegi fyrir heimsyfirráðum Voldemorts?). Hermione
verður umsjónarmaður. Rowling segir að ein af persónunum, „ein af aðdáendum
Harrys“ muni deyja. Rowling segir: „Í fimmtu bókinni förum við á nýjan stað sem
við höfum aldrei áður séð, í töfraveröld.” Hún segir líka: „Það sem mér finnst
mikilvægt er að Dumbledore segir að maður verði að velja á milli þess sem er rétt og
þess sem er auðvelt. Á því byggjast næstu þrjár bækurnar. Í öllum þeirra þarf að velja
eitthvað, því það sem er auðvelt er ekki alltaf rétt.“”

“Rowling sagði við annað tækifæri: „Þið fáið að sjá frú Arabellu Figg í fimmtu
bókinni og komast að öllu um hana.” Sú „Arabella Figg“ sem Dumbledore vísar til í
bókarlok fjórðu bókar er sú sama Arabella Figg sem passaði Harry fyrir Dursley
hjónin í fyrstu bókinni. Svo sagði hún: „Fimmta bókin er ógnvekjandi. Harry kemst
að ýmsu sem hann hefur ekki rekist á hingað til.” Og: „Dursley fjölskyldan er í
fimmtu bókinni og henni fylgja hlutir sem fólk átti alls ekki von á.“ Einnig: „Í fimmtu
bókinni verður Harry að komast að því nákvæmlega hvað dauðinn táknar.”“

***Spoiler búinn***

Hvenær kemur Harry Potter 5 bókin eiginlega?

Fimmta bókin um söguhetjuna Harry Potter fær nafnið Harry Potter og fönixreglan
og ef allt gengur að óskum kemur hún út á ensku í október 2002. Ekki er ljóst hve
langur tími mun líða áður en bókin kemur út á öðrum tungumálum en þýðingu
verksins á íslensku verður hraðað eins og unnt er. Að minni ætlun mun hún koma ca.
júní/júlý á næsta ári.

Biskup Ísland hrósar Harry Potter í nýárspredikun

”Bækurnar um Harry Potter hafa farið sigurför um heiminn. Þær eru ævintýri eins og
best geta verið,“ sagði biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, meðal annars í
nýárspredikun sinni. Tilefni þessara ummæla voru málflutningur þeirra sem vilja
banna bækurnar og brenna.

Í predikun sinni minntist biskupinn á (fyrstu) myndirna sem byggðar eru á sögunni
um Harry Potter og viskusteinninn og Hringadróttinssögu og ræddi síðan sérstaklega
um bækur J.K. Rowling:

”Harry Potter er munaðarlaus drengur sem ætlað er að verða galdrameistari og settur
til náms í galdraskóla. Bækurnar lýsa reynslu hans í þeim ævintýraheimi. Sumir hafa
varað við þessum bókum og viljað banna þær og brenna, telja þær leiða hina ungu
afvega og bein þeim á brautir kukls. Kukl ber vissulega að varast, sem og alla dýrkun
valdsins. En það er ekki nóg að sejga “hætt´essu!” Það er ekki nóg að vara við hinu
illa. Það þarf að laða að hinu góða.

„Bækurnar og / eða myndin um Harry gefa foreldrum dýrmætt tækifæri til að tala við
börn sín um hið “illa” í lífinu, veruleika hans og sigur hins “góða”. Og að minna
þau á að Harry Potter sigrar ekki fyrir mátt töfranna heldur vegna þess að hann er
hugrakkur og gæddur dómgreind, mannúð og samhygð. Sagan leggur áherslu á
mikilvægi vináttunnar, heiðarleika og tryggðar, góðvildar og hugprýði til að takast á
við ranglætið og hinn illa. Dyggðir og skaphöfn sem við þurfum að temja okkur
sjálfum og börnum okkar."

Og í lokin:

Rowling með ritstíflu!

Sem þýðir eitt: kannski seinkar næstu bók “aðeins” eða “mikið”.