Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Afi minn hafi komið til mín í draumi

í Dulspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
já eins og þú sagðir þá getur verið að afi þinn vilji segja þer að verja meiri tíma með þessu fólki því að lífið sé ekki eilíft, og það er mjög fljótt að líða. svartur er oft litur einmanaleikans og tómeleikans. en hann þarf þó ekki að þýða neitt slæmt því oftar en ekki tákna hlutir andstæðu sína í draumum.

Re: Mig langar að prófa að sjá draug !

í Dulspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
ég verð eiginlega að segja að draugar eru ekki til… og mér finnst sárt að fólk sé að tala um drauga… það er bara til fólk sem einu sinni var lifandi hér á jörðinni en lifir nú í öðrum tilverustigum, víddum og þetta fólk hefur tilfinningar!.. en ég vil samt bæta því við að það er ekki skemmtilegt að sjá þetta fólk eða þurfta taka við skilaboðum frá því.. ég myndi allveg vilja gefa þer skyggnigáfu mína ef það væri hægt.. :( en því miður er það bara ekki svona einfalt

Re: Dauðinn

í Dulspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
ég verð eiginlega að vera ósammála ykkur báðum því að ég VEIT að það er líf eftir dauðann.. þið haldið mig kanske geðveika.. og satt best að segja held ég það stundum sjálf! en þannig er mál með vexti að ég hef verið skyggn frá fæðingu.. og allt þetta fólk sem ég se veit að það er til og það veit að það hefur verið til hér á jörðinni hjá okkur.. t.d. hefur amma mín oft komið til mín með ýmis skilaboð og nú síðast þegar amma mín dó.. en þá sagði hún mer að ég yrði að vera sterk því föður amma...

Re: Í sambandi við að byrja að mála sig

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
ég segi bara að ef einhver stelpa er að mála sig fyrir einhvern gaur þá ætti hún hreinlega að sleppa því… nema hún sé að fara á djammið.. þá er það kanske allt í lagi.. en það fer frekar illa með húðina að vera þakin einhverju málningardrasli allann daginn og þá sérstaklega þegar manneskjan er ung… og stelpur.. eitt leyndó.. sem karlkynsvinir mínir hafa sagt mér… (þeir eru frekar margir.. á eiginlega bara karlkynsvini) strákum finnst stelpur fallegastar þegar þær eru náttúrulegar þ.e....

Re: Kisu lykt ????

í Kettir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
það er reyndar rétt.. það er strákalykt af fressum og öfugt… þ.e. það er sterkari lykt af fressunum.. veit samt ekki hvort hvæsið frá læðuni stafi af því eða hvað.. vonandi sættir hún sig við hann með tímanum… og vonandi verða þau bara bestu vinir :)

Re: Skessa mín

í Kettir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
bróðir minn á kött sem hann fer alltaf með í sturtu og kettinum líkar það bara rosalega vel :)

Re: eðal jarðarberjaís

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
mér líst ágætlega á þetta… en ætli sé í lagi að nota jurtarjóma?

Re: Gel gerir gæfu muninn.

í Rómantík fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ég verð nú bara að segja að mér finnst “nördarnir” betri hinir eru allt of góðir með sig… var með einum súkkulaðigæja í 3 ár en hann gerði ekki annað en að halda framhjá.. hef verið með þeim fleirum letu allir eins og vinkonur mínar hafa sömu sögu að segja og ég í þessum málum en svo hef eg líka verið með strákum sem hafa verið soddan nördar og þeir verið æðislegir en bara alltaf eitthvað komið upp á milli.. ekki þeim að kenna… núna er ég með einum æðislegum.. hann er pínu nörd og ég veit að...

Re: Kjötætur - Hinn gleymdi hlekkur

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
sko ég skil þig allveg að þetta sé erfitt… en það er allveg jafn erfitt að mega ekki borða kjöt og mjólkurafurðir! því það er nánast allt sem er gert á skyndibitastöðum og matsölum gert úr þessum hráefnum… eg er með það alvarlegt óþol að ef eg legg mér þessi hráefni til muns fæ ég krampa og æli.. verð stundum veik í c.a. viku á eftir :(

Re: Kjötætur - Hinn gleymdi hlekkur

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
sko ég skil þig allveg að þetta sé erfitt… en það er allveg jafn erfitt að mega ekki borða kjöt og mjólkurafurðir! því það er nánast allt sem er gert á skyndibitastöðum og matsölum gert úr þessum hráefnum… eg er með það alvarlegt óþol að ef eg legg mér þessi hráefni til muns fæ ég krampa og æli.. verð stundum veik í c.a. viku á eftir :(

Re: Einelti

í Skóli fyrir 21 árum, 3 mánuðum
heyr heyr! kasti sá fyrsta steininum sem syndlaus er… ok.. eg er EKKI! að segja að það sé rétt að leggja í einelti.. því það er alfarið rangt og fólk er lengi að ná ser eftir það.. eg er t.d. að verða búin að vera í framhaldsskóla í 4 ár.. og er ekki ennþá búin að ná mér er enþá soldið feimin og innvið mig.. en ég var lögð í einelti í 10 ár eða alla grunnskólagöngu mína!´ en þótt myass hafi gert þetta þegar hún var lítil sér hún greinilega eftir því og vill bæta fyrir það sem hún hefur gert!...

Re: Fiskibollur

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
það er líka rosalega gott að sjóða fiskibollur og hrísgrjón saman ásamt karrýsósu.. það verður bara að passa að gera hana ekki of sterka…

Re: Kjötætur - Hinn gleymdi hlekkur

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég skal segja þer að þú hefur algjörlega rangt fyrir þer það er ekkert auðveldara að vera grænmetisæta en kjötæta… meira segja erfiðara… en ég var mjög mikil kjötæta.. dýrkaði hreinlega kjöt… en núna má ég ekki leggja mer kjöts til muns (annað en hvítt fuglakjöt s.s. kjúkling og kalkún) annars verð ég fárveik… ég get ekki keypt mer samlokur því það er ýmist kjöt í þeim eða mjólkurafurðir (má heldur ekki neita mjólkurafurða) svo ég verð bara að vera ósammála þér :Þ

Re: Vanentínus...!

í Rómantík fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ég á mjög lítin pening en á þó nóg hráefni í bakstur og þess vegna ætla ég að baka hjartalaga köku handa kærastanum mínum.. síðan er ég að spá í að bjóða honum út í pizzu or something þ.e. hann velur sér eitthvað fyrir 1000kr.. og svo ætlar hann að bjóða mer fyrir 1000kr… en það væri gaman að geta gefið honum eitthvað meira… getur einhver komið með hugmyndir? ég held að valentínusardagurinn sé þarnæsta föstudag er það ekki rétt?

Re: Siglufjarðar-prentsmiðjan

í Myndasögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
hvaðan eruði eiginlega…. að tala um siglufjarðarprentsmiðju af öllum heimsins prentsmiðjum :)

Re: Allir að segja hver er þeirra uppáhalds myndasaga!

í Myndasögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Grettir engin spurning

Re: sparnaður

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
takk kærlega fyrir þetta voru mjög fínar hugmyndir snowcat

Re: Hjálp... mig vantar nauðsynlega hjálp

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
við getum því miður ekki verslað í bónus… og það getur bara annað okkar fengið námsjöfnunarstyrk því að hitt er með lögheimili svo stutt í burtu… takk fyrir að benda okkur á bókina :)

Re: KYNLÍF og stjörnuspárnar. Ekki batnar það?!

í Dulspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
ég hef stundum verið að spá spá í því í hvaða stjörnumerki ég sé… það er ég ætti að vera krabbi og en fæddist tvíburi… og því hlýtur að gæta áhrifa frá þessum tveimur stjörnumerkjum eða hva?

Re: Hjálp... mig vantar nauðsynlega hjálp

í Matargerð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Nei við getum því ekki lifað á foreldrum okkar… :( og þetta er ekki 30.000 á mann heldur bæði. við erum fátækir námsmenn sem reyna drýgja tekur sínar með íhlaupa vinnu s.s. heimilisþrifum, og liðveislu…

Re: Enn um Dobermann/Rottweiler

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
systir mín á einn dopermann og það er bara einn af bestu hundum í heimi.. er bara eins og venjulegur hvolpur hann hefur aldrei bitið… urrar bara smávegis þegar ókunnugir koma í heimsókn… en ekkert þegar hann er utandyra og þarf því ekki múl en hann er þó oftast settur á hann… mér finnst þetta bara vera fordómar vegna þekkingarleysi það er ekki hægt að staðfesta eitt né neitt um eina tegund…

Re: sorg um jólin

í Hátíðir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ég vil bara þakka ykkur góð ráð sem ég mun eftir mestu getu reyna fara eftir… en fyrst þegar eg sendi inn greinina hélt ég að hún yrði send á kork og að enginn myndi sjá hana.. eða nenna svara henni… vil bara segja að þessi svör er mikill stuðningur fyrir mig… takk :)

Re: Um Leiðbeinendur.

í Dulspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ég ver nú eiginlega bara að segja NEI TAKK.. þetta með alkana gengur bara alls ekki upp… t.d. eru næstum allir í minni fjölsk. alkar en ekki ég.. það þýðir að þetta séættgengt í minni fjölsk. ætlar þú að fara segja mer það að ég sé með elsta andann.. útaf því að ég er ekki alkóhólisti og er skyggn? þessar kenningar þínar finnst mer bara allveg út í hött… sorry ég ætlaði ekki að særa þig ne neitt… bara segja mitt álit… takk fyri

Re: Lítil hjartnæm saga

í Hátíðir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
segi það sama.. hafði örugglega byrjað að grenja ef eg hefði ekki verð í skólanum

Re: Jólasveinn

í Hátíðir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Julenissen eru jóladvergar… þetta er komið úr dönskum þjóðsögum en í þeim er talað um dverga en ekki jólasveina eins og við þekkjum þá. eða frændsistkyn mín hafa sagt mer þetta allavegana…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok