Það eru 16% í könnuninni sem er núna sem segja að það fari eftir því “hvernig karakter stelpan er”, í sambandi við það hvenær eðlilegast sé fyrir stelpu að byrja að mála sig.
Má ég þá spyja þessi 16 %.. Hvaða máli kemur karakter stelpna því við, hvenær er eðlilegt að þær byrji að mála sig?

*Ef stelpan er mikil gelgja í sér er þá eðlilegra að hún byrji
að mála sig fyrr heldur en stelpa sem er mjög góð. Mér finnst
það í fínasta lagi þó að stelpur byrji að mála sig snemma þó
svo að ég hafi ekki gert það sjálf.
*Eða finnst þér málið að ef stelpur eru mjög góðar og lausar við
unglingaveiki, sé þá allt í lagi fyrir þær að byrja að mála sig
snemma af því að allir viti að þær séu ekki að byrja að mála
sig af því að þær eru eitthverjar gelgjur að reyna að
fullorðnast heldur af því að þeim finnst það einfaldlega gaman.

En eins og ég sagði þá finnst mér í fínasta lagi þó að stelpa byrji ekki snemma að mála sig, þó svo að ég hafi ekki byrjað á því snemma. En ég vildi bara fá að vita hvað karakter stelpna svona hlutum við?

Og svo eru sumir sem segja “aldrei”. Mér finnst það nú frekar hallærislegt að segja að engar stelpur eigi að byrja að mála sig nokkurn tíma. Þar sem að það er allt í lagi (að mínu mati) að mála sig og gera sig fína og huggulega, ef það er það sem maður vill. Að segja að kvenfólk eigi aldrei að mála sig finnst mér aðeins of djúpt í árina tekið, því að það er ekkert verra að mála sig heldur en gera það ekki. Því að það er bara gaman að breyta aðeins til.
Annars finnst mér það of mikið ef að hið rétta útlit stelpna hverfur bakvið málninguna, en allt í lagi að setja á sig smá og smá. Til dæmist á augun og svoleiðis.

En hvað finnst ykkur, endilega segjið ykkar álit:)