Ér einelti óviðráðanlegt fyrirbæri? Stefán Karl hefur verið að vinna nú að undanförnu mikið í eineltismálum, Vanda Sig. hefur einnig unnið soldið í eineltismálum og margir ónefndir fleiri, ég meina samt halda þessir krakkar áfram að leggja í einelti og oft gera vinkonurnar og vinirnir meira í því. Ég veit um nokkur dæmi, þar sem að mér fannst ég eiga sök á eineltinu.

Fyrsta eineltið: Ég var í 6ára-bekk og það var strákur sem að stamaði ég gargað og öskraði á hann: Stam,stam,stam þú kannt ekki að tala, liggaligga-lá, okey þarna var ég 6.ára og sé ég enn eftir þessu og á ég kannski aldrei eftir að fyrirgefa mér þetta mál.

Annað eineltið: Ég var í 8.ára bekk og strákarnir lögðu stelpu í bekknum mínum í mjög mikið eineldi fyrir að vera feit, þar sem að ég var best í fótbolta þá notuðu strákarnir mig í að dúndra bolta í hana og ger´ði ég það, og sé enn eftir því! :(

Þriðja einelti: Þegar ég var nýbyrjuð í frjálsum þá var stelpa sem var ekkert góð í frjálsum, ég niðurbraut hana þannig að hún hætti og ég var 10 ára þarna! Sé hryllilega eftir því en stelpan er byrjuð aftur og er ég enn að vinna í því að borga henni þessa skuld til baka! :(

Fjórða eineltið: Í 12 ára-bekk þá var ég svona AÐAL-gelgjan, strákarnir lögðu sömu stelpuna í einelti og í 8.ára-bekk og báðu mig um að hjálpa sér að berja hana en ég neitaði því en reyndar þá stóð ég bara og flissaði í hljóði af þessu! :'(
Svo núna hafið þið vonandi áttað ykkur á hversu vond ég er!

Í 8unda bekk þá var ég lögð í hálfgert einelti út af því að ég var rauðhærð, en reyndar var það bara ´létt grín en allavega þá túlkuðu kennararnir það sem einelti :(

Núna er eineltisstund minni lokið en hvet ykkur bara til þess að leggja aldsrei neinn í einelti ;)
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá