Hef að undanförnu lesið slatta hér á Huga um þessa hunda og vaknaði áhuginn fyrir því vegna þess að ég tók að mér fullorðna Dobermann-tík.
Hún hefur ekki haft fastann húsbónda í langan tíma og var ég dálítið smeykur fyrir þessu, en sló samt til.
Og viti menn, hún tekur mér sem húsbónda strax og hef ég séð það að þegar “eigandi” hennar kemur, þá á hún erfitt með að hlýða honum. (setjast, leggjast, o.s.frv.)
En eftir lestur margra greina hér á Huga (og annars staðar) um þessa hunda,
sé ég að það eru flestir sem ekki eru með fordóma gagnvart hundunum, heldur eigendunum.
Það tel ég vera stóra framför hjá okkur.
En það er allavega einn sem “hatar” þessa hunda og í sumum tilfellum eigendur þessara hunda, en það er Jón í eftirlitinu.
En, það getum við lifað með.
Þetta eru hundar sem eru “framleiddir” með það að markmiði að vakta og til árásar og verður það ALDREI “alið” af þeim.
En það má beisla það.
Og til að vera alveg örugg með að þessir hundar ráðist ekki á og bíti aðra hunda (fólk) þá er ósköp einfalt að nota múl á þá.
Þ.e.a.s. þegar farið er með þá út í göngu, hvort sem er á Geirsnef eða annars staðar, þá, “nota múl”.
Það gerir hundinum akkurat ekkert að hafa hann.
Og sparar okkur eigendurnar af þessum hundum allt þetta taut um að þetta séu svo vondir hundar.
Ég vil leggja það til við Dobermann7Rottweiler eigendur að nota múl, segjum fram að vori og ég er viss um að allt þetta neikvæða tal (eða allt að því ) er hætt.
Þetta er hlutur sem við verðum, sem eigendur, að sjá um og passa vel uppá.
Að öðrum kosti fær Jón í eftirlitinu sínu framgengt og þessir hundar verða bannaðir.
Vona að þessu verði vel tekið.