Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Einstök. (11 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég lít stundum á stjörnurnar og ímynda mér að vera meðal þeirra skína jafn skært og hver einasta þeirra en samt líða eins og ég sé einstakari en allt í þessum heimi af því að það er einhver sem starir upp á stjörnurnar og getur ekki tekið augun af mér.

frosttárin (1 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum
Augu okkar mætast í snjókomunni, þú spyrð mig hvort mér sé kalt, mér hlýnar og fæ gæsahúð niður í tær, snjófjaðrirnar svífa um, óreiða, hringiða tilfinninga. Ef maður horfir nógu lengi á fjaðrirnar falla sér maður reglu í óreglunni, óreiðan verður að skipulagðri ferð, frosttárin falla niður til jarðar. -Kristjana

öðruvísi ljóð. (3 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ótitlað Hvað ber framtíðin í skauti sér ef náttúran er skósveinn hennar? Dregur ský fyrir sólu Svitinn drýpur af enni mínu, nýafstöðnu verki er lokið og fuglinn flýgur fyrir sólu, tekur birtuna frá okkur. En það birtir upp um síðir. Þá verður allt gott aftur. Þögnin. Þú heggur í tré og veist ei hve langt það teygir sig Þú heggur á blóm og það blómstrar ei meir Þú rífur þögnina eftir áraraðir og finnur loks frið. -Kristjana

Hve mörg orð? (7 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Tileinkað aperture Hve mörg orð í þessum heimi geta lýst hve mikil ást mín á þér er? Engin. Það þyrfti fjöll og firndindi, ár og vötn, tilfinningaflóð og regnskúri til að lýsa broti af ást minni á þér. -Kristjana.

Fráfall. (5 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þó falli frá vinur, ferðinni verður ei hægt. Þróttlaus kaldur þytur, héðan af verður þagað, ekkert sagt. Síðasta sumar var fagurt, Haustið var svart. Veturinn var kaldur og vorið hart. Að ánetjast einhverjum gefur innihald, þrótt. Svo hverfur allt sjónum og dauðinn sækir að, skjótt. En lífið heldur áfram, ljósið mun ávallt lýsa, Við lokahljóm við stígum fram í veröld hels og ísa. Kristjana Erla 1990-

Tvö ný :) (6 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Snjókoma Við gengum saman í snjónum litlar flögrandi fjaðrir allt um kring. Kuldabitin hendi mín teygði sig í þína og við héldumst í hendur. Við vitum það bæði að lífið skilur eftir sig spor. Lítil sem stór fótspor í hjörtum okkar. ótitlað Því allt gott endar en við teygjum sjálf á sannleikanum svo við þurfum ekki að sleppa því góða eins og margoft áður. Eins og þegar ástin kviknaði ylurinn í hjarta mínu sem áður var svo kalt og glatað. -kristjana

Skipsbrot (27 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Mig langar til þess að gráta. Og hvað veldur því að mig langi til að gráta, tár leki úr augum mínum? Ég sjálf. Hvernig ég er orðin, ég er ekki sú sem ég var. Ég vil ekki gráta, en ég get ekki stöðvað heiftina sem býr innan með mér, ég ræð ekki við tilfinningarnar. Ég get ekki mikið meira. Mig langar til að deyja, fara til himnaríkis þar sem allt það góða er, flýja vandamálin, flýja sársaukann. Ég fæddist í þennan heim án tilgangs, án vitundar um það sem koma skyldi. Líf mitt er skipsbrot þar...

Þá og því aðeins. (13 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum
3 ný ljóð hjá mér. Hinsta sinn Ótímabær angist eins og ég fyrir próf. Skýsvartur veruleikinn læðist eftir ganginum og stöðvast við gluggan. Hann hellist yfir mig, einsog regn í fötu samviskunnar. Og ég lít út á leikvöllinn, fer með bæn Satans og dreg andan í hinsta sinn. Samviska mín hefur sagt sitt síðasta. Ég myrti hana í nótt. ——– Breim Í rómaðri þoku ástin? Hún er klisja. Ég elska þig? Orðin eru væl. Breimandi fress gengur eftir götunni í von um að finna læðu sem fullnægir þörfum hans....

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn - hengingarnar í Írak (100 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum
Rökfærsluritgerð sem ég ég gerði fyrr í mánuðinum. Nú nýlega hafa verið teknir af lífi 3 menn, Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams og fyrrum yfirmaður írösku leynilögreglusveitarinnar árið 1982 og Hamed al-Bandar, fyrrum yfirdómari Íraks, fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir áttu allir aðild að dauða 148 Sjíta norður af þorpinu al-Dujail árið 1982. Dómur féll svo 5. nóvember 2006 og var hann á þá lund að þeir voru allir dæmdir til dauða....

ég er nafli alheimsins. (12 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum
Ég er nafli alheimsins allt snýst í kringum mig það gerir það. Ég gerði stjörnurnar þær eru augu mín svo ég sjái. Ég er orð ástarinnar ástin er andardráttur minn ég anda henni að mér. Ég er allt sem þú ert ekki svo þú fyllist minnimáttarkennd og þú gerir það. Ég er hjarta þitt svo það geti kramist og það gerir það. Ég er dauði svo ég geti tekið líf þitt en ég geri það ei. Ég er grindverk Ég er guð en það er guðlast ég er ekki guð. Ég er nafli alheimsins meðan ég hreinsa kuskið er ég ekki...

girnd. (9 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
Og í myrkrinu læðist hún Sérvitur og lúmsk. Þróttlaus sem fjöður hljóðlát sem flygill máttlaus sem vindurinn þrútin sem snjór. Og í lífinu lék hún í eigin leikriti. Blekkingar og svik sem einkenndu hennar ævi. Andlit hennar hulið grímu sem hún sjálf hefur búið til. Og í skugganum er hún heldur sér saman þögul sem nóttin skýr sem stjörnublik. Kaffærð í lífsins visku sem dregur úr henni allan kraft. Endurtekningar Vítahringur Máttfara sál. Hugur sem hætti að girnast. -Kristjana

Hræðilegur samskiptagalli í íslenska heilbrigðiskerfinu. (50 álit)

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Hræðilegur samskiptagalli í íslenska heilbrigðiskerfinu. Mér hreinlega blöskrar við því að komið sé fram við mig, 16 ára stelpu sem fullorðna í heilbrigðiskerfinu. Ég er ekki orðin 18 ára og þarafleiðandi er ég barn. Í nóvember veiktist ég, og fór eiginlega samstundis til heimilislæknisins míns. Hún sagði mér að ég þyrfti að fara á sýklalyfjakúr, og ég fékk einn skammt af amoxicillin hylkjum. Það liðu 6 dagar og ég var að verða búin með skammtinn en hann virkaði ekki. Mamma hafði sagt við...

ég er ekki ein. (2 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
Skorin, og þreyttu augun mín blaut, Blæðandi, Tár mín falla. En hjarta mitt, tók aukaslag, og fyllti hljóm tómsins -algjörlega. Takturinn, tær og hreinn, hljómurinn, dýrð ein ásjónu. Lífið hefur sinn tilgang og við höfum okkar eigin. Og í ljósi þess að myrkrið hefur verið dregið burt af ljósinu. og vegur minn er nú lýstur upp. Ég er ekki ein. -Kristjana

Vinamissir? (19 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég fékk hroll um mig alla, Hjarta mitt sveið, Ég missti úr takti, Illa mér leið. Ég er að missa þig núna, Raunastundum á, En hvað get ég gert, Þú vilt mig ekki sjá. Hvað get ég gert annað? En að loka á þig. Fyrst þú vilt hvorki sjá né yrða á mig. Og þó ég eigi ekki Að fella fyrir þig tár, Þá get ég ekki annað, Því nú engan vin ég á. -Kristjana misskilningur

Útbrunnið ljós. (6 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
Frá fyrstu ævikvöldum, Næturs frost á dalinn rann. Lífi þínu með Kvölum Endaðir leik, ljós þitt brann. Yfir þessu tár mín flæða, Flóðið ei þerrast fyrst um sinn. Hjarta mitt litla tekur að blæða, Brostnar vonir, sál mín blind. Ljós þitt hafði brunnið út, Leikur hans að lífi mínu. Gleymi ég oft sorg og sút, Seint þó orðum þínum. Ætíð skal ég minnast þín, Sífellt sem minn kærasta vin. Ávallt þerrar þú tárin mín, Þótt annars slökkvi stjörnuskin. -Kristjana.

Gleðileg jól! (2 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég, krizza4 fyrir hönd stjórnanda ljóðaáhugamálsins vil óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum! Takk fyrir samveruna á síðastliðnu ári og endilega verið hörkudugleg á næsta ári líka! :D Gleðilega hátíð, Kristjana

Ástaróður (5 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hjarta mitt. Hjarta þitt. Hjörtu okkar. Slá takt í takt. Þúsund orð lýsa ei Hve mikið hjarta mitt ann þér. Þúsund orð lýsa ei Hve sárt væri að missa þig. Hjarta mitt. Hjarta þitt. Hjörtu okkar. Slá takt í takt. Ég þrái þig svo heitt Að bráðni kaldur ís Ég þrái þig svo heitt Að hjarta mitt það frýs Hjarta mitt. Hjarta þitt. Hjörtu okkar. Slá takt í takt. Ég vildi að til væri aðeins eitt orð Sem útskýrði fyrir þér Hve heitt þig ég þrái, Hve heitt ég ann þér. Hjarta mitt. Hjarta þitt. Hjörtu...

Þögn (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Mistökin sem þú hefur gert. Látið þig missa marks. Falla inn í sjálfan þig Falla ofan á hart. Þau eru að jafnaði, Ekki smá né stór, Frekar særandi og blæðandi Sálin svo reytt og tætt. Fyrir okkur slíka, Eins og okkur ber, Að reyna að temja tímann, Tefja hann eins og hægt er. Fyrir okkur skiptir ástin engu máli Mistökin segja sitt Hvorki elskuð né hötuð Nema af sjálfum okkur haft. Sálarmein, blikasvört. Augun tóm, spegilslétt. Hendurnar þvalar, kaldar sem frost. Röddin sem hljómaði, Þögnuð er...

Hugleiðingar... (117 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Já, mér datt þetta bara í hug, ég ætti að vera að læra undir stærðfræðipróf en ákvað að hreinsa hugann aðeins. Hefur þú ekki rekist á línuna: Kannski þarf maður að hitta ranga fólkið áður en maður hittir það rétta. En ef sá/sú rétti/a er til staðar og maður er bara nógu andskoti blindur að maður sér hann/hana fyrir einhverju sem er svo bara gilliboð. ég hef verið að velta fyrir mér hugtakinu ást undanfarið, ást er svo miklu meira heldur en bara orðin, maður segir ekki ég elska þig við...

Svona er lífið? (14 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Haustið, Þyturinn, Vindurinn, Hnúturinn í maganum. Þegar ég tek í hendina á þér Og leiði þig eftir laufa þöktum stígnum. Svona á lífið að vera, á hverjum degi. Veturinn, Snjórinn, Kuldinn, Frostbitnir fingurnir, Þegar ég tek í hendina á þér Og færi mig nær þér til að hlýja mér. Svona á lífið að vera, á hverjum degi. Vorið, Ilmurinn, Ylurinn, Berfætt í grasinu, Þegar ég tek í hendina á þér Og segi þér sorgarfréttir. Svona endar lífið, á hverjum degi. Sumarið, Hitinn, Sorgin, Síðasti kossinn,...

fastur. (9 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hann stóð þar, hann stóð einn. Sá eini sem hélt ró sinni yfir því sem vofaði yfir. Hann hélt um höndina á litlu stúlkunni sem grét við hávaðann sem myndaðist. Eins og skipstjóri sem sekkur með skipi sínu, með virðingu. Hann stóð þarna á miðjum vígvellinum, staðfastur á að komast frá þessu helvíti sem fyrst. Fingur stúlkunnar þrýstu fast saman, svo þeir náðu að halda utanum 3 fingur mannsins. Svo litlir lófar á móti svo stórum. Umhyggja, honum var annt um stúlkuna, ég veit ekki af hverju, en...

Til minningar um. (4 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nýtt tækifæri, nýtt umhverfi. Góðu dagarnir á enda. Ekki það að allir dagar séu slæmir, heldur að ekki allir dagar séu góðir heldur. Þegar hjarta mitt opnaðist aftur, eins og nýútsprungið blóm. Þegar ég opnaði mig fyrir þér, og þú tókst það sem þú vildir en þú skilaðir því alltaf til baka. Bestu vinir? Erum það. Sumir myndu segja „Varst þú ekki besta vinkona hans?“ Og þá svaraði ég hálfkökk tilbaka: „Ég er.“ Ég mun halda höfði mínu með reisn, til minningar um þig, hélst höfði þínu með reisn...

Tíminn staðnar (48 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Gamall maður situr á kirkjubekk. Hann er við útför sinnar heittelskaðar. Eiginkona hans er látin. Tár rennur niður hrukkótt andlit hans, þetta var sönn ást. Tíminn hefur haft vana sinn á því að særa mann og annan, hann hefur fengið flest sár til að gróa og hann líður líka óendanlega hratt. Tími mannsins með konunni sinni var langur en stuttur hjá öldruðum manni. Farvegurinn var ýmist brattur eða þeim gekk greið leið í hag. Ýmsar hömlur komu uppá miðri leið, ekkert sem ekki tókst að ráða fram...

Nauðgaðu (97 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Fæturnir kikna undan óbærilegum þrýstingi, sál mín kremst, tíminn stansar. Spilað aftur, aftur og aftur, hringsnýst í huga mínum, röddin öskrar. Þrunginn andardráttur, hvæs mannsins, blés aftan á hnakka minn, og ég grét. Hver stund, sem ég lifi, ég lifi með þessum orðum; Mér var nauðgað. Nauðgari, sálarmyrðari, hræsni, skítur, mannsins mein, brotin bein, melódískur taktur. —– Nauðgar þú? Á hverjum degi, níðst þú á minni máttar? Þá nauðgar þú. —– Taktfast öskur í eyrum mínum hljóma enn....

Hrun (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Heyrðiru hljóðið? Heimurinn hrundi, þagnaði þjóðin, þvögunni þrundi. Fagnaði fljóðið, frábærum fundi. Minningu morðið, maðurinn mundi. Staðnaði syndaflóðið, sendiboðinn stundi. Blákaldur beðinn brotnum blundi. -krizza
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok