Ég er nafli alheimsins
allt snýst í kringum mig
það gerir það.

Ég gerði stjörnurnar
þær eru augu mín
svo ég sjái.

Ég er orð ástarinnar
ástin er andardráttur minn
ég anda henni að mér.

Ég er allt sem þú ert ekki
svo þú fyllist minnimáttarkennd
og þú gerir það.

Ég er hjarta þitt
svo það geti kramist
og það gerir það.

Ég er dauði
svo ég geti tekið líf þitt
en ég geri það ei.

Ég er grindverk

Ég er guð
en það er guðlast
ég er ekki guð.

Ég er nafli alheimsins
meðan ég hreinsa kuskið
er ég ekki neitt.Kristjana