Rökfærsluritgerð sem ég ég gerði fyrr í mánuðinum.

Nú nýlega hafa verið teknir af lífi 3 menn, Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams og fyrrum yfirmaður írösku leynilögreglusveitarinnar árið 1982 og Hamed al-Bandar, fyrrum yfirdómari Íraks, fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir áttu allir aðild að dauða 148 Sjíta norður af þorpinu al-Dujail árið 1982. Dómur féll svo 5. nóvember 2006 og var hann á þá lund að þeir voru allir dæmdir til dauða. Réttarhöldin yfir Saddam og samverkamönnum hans stóðu yfir í yfir tvö ár. Fyrir dögun 30. desember var Saddam svo hengdur á bæði óréttlátan og skammarlegan hátt sem vakti víða bæði góða og slæma athygli. Barzan og Hamed voru hengdir fyrir dögun 15. janúar síðastliðinn. Skiptar skoðanir eru um hvort dómar þessir hafi verið réttlátir. Voru þessi réttarhöld sanngjörn?

Að morgni 20. mars 2003 var ráðist inn í Írak, George W. Bush hafði fyrirskipað innrás á Íraka vegna gruns um að kjarnorkuvopn væru undir höndum þeirra. Saddam hafði tekið á það ráð að fara í felur en 14. desember sama ár var hann settur í varðhald af bandaríska hernum. Hann ásamt samverkamönnum hans voru svo seldir áfram til Íraks til að sæta réttarhöldum. 1. júlí 2004 var Saddam fyrst áheyrður án þess að hafa réttarlöggæslumann sér við hlið. Þar með á fyrsta degi réttarhaldanna var augljóslega brotið á rétti hans. Talsmaður Amnesty international segir að félagið sé á móti dauðarefsingum þó sérstaklega þessari því augljóslegt var að réttarhöldin hafi verið gölluð. Bush Bandaríkjaforseti sagði stuttu eftir aftökuna að dauði hans væri stórt skref fyrir Írak í átt til lýðræðis. Er það í raun rétt?

Á að gjalda líf fyrir líf? Er sanngjarnt að taka líf saklausrar manneskju fyrir líf margra annarra? Í þessu tilfelli eru þeir látnu, 148 sjíta múslímar, ekki alsaklausir, Saddam myrti þá til að verja sjálfan sig eftir misheppnað morðtilræði af höndum sjítanna. Þarafleiðandi er spurningin sú hvort Saddam hafi ætlað sér að myrða þá fyrir tilræðið eða hvort 148 sjíta múslima hefðu kannski verið þyrmt lífi ef þeir hefðu ekki reynt að myrða Saddam Hussein, þáverandi forseta Íraks?

Ef gerð væri misheppnuð morðtilraun á George W. Bush myndi tafarlaust verða send tilskipun um að finna skyldi tilræðismanninn, hann myndi fara fyrir réttarhöld og svo dæmdur til dauða. Væri það ekki það sama og var gert við sjítana? Nema þá var öldin önnur, sjíta og súnní múslímar voru erkifjendur, samanber nasista og Gyðinga, Tommi og Jenni og Ísrael og Palestína. Árið 1982 var kannski ekki hugsað um að rétta yfir mönnum sem reyndu að myrða forseta landsins, en svona er lífið?

Í fljótu bragði má segja að fjölmiðlar hér vestanhafs ofýki fréttir og „snyrti“ þær til í þágu þeirra sem „við“ styðjum. Það hafa allir heyrt um hana Gróu á leiti, þessi sem var alltaf fyrst með fréttirnar, það má líkja fjölmiðlum við hana, blessunina. Það er ekki hægt að láta eitt menningarsamfélag útskýra annað, það er of mikill munur á þeim og skilningur er lítill sem enginn.

Á ekki allt fólk skilið annað tækifæri? Þótt þessir menn hafi átt skilið að deyja en kannski ekki á þennan hátt. En það var íraski dómstóllinn sem ákvað þetta, leyfði sér að brjóta lögin um rétt sakborninga. Hefði ekki ævilangt fangelsi án reynslulausnar verið betri kostur? Þá hefði ekki þurft að taka fleiri mannslíf. Þegar mannslíf eru tekið, án tillits um hvað maðurinn gerði, þá hækkar dauðatalan í sorgarsögu heimsins.

Ég er á móti dauðarefsingum, hengingum þar með töldum. Ég er á móti því að vanvirðing skuli hafa átt sér stað á aftöku Saddams, ég er á móti því að hæðst hafi verið að honum. En eins og síðustu rituðu orð hans hljómuðu: „Munið það að Guð hefur leyft ykkur til að vera dæmi ástarinnar, fyrigefningar og bróðurlegs sambýli … Ég kalla á ykkur til að hata ekki því hatur skilur ekki eftir sig bil fyrir manneksju til að vera réttláta og það blindar ykkur og lokar öllum dyrum hugsunar og heldur ykkur fjarri samhæfðri hugsun og að gera rétta hlutinn.
Ég kalla einnig á ykkur til að hata ekki fólk í öðrum löndum sem réðust á okkur og mismuna milli þeirra sem tóku ákvarðanirnar og fólksins.

Kæra trúaða fólk, ég kveð ykkur…“ Hann fékk ekki að leggja nein orð í belg eftir að dómurinn var fallinn og skrifaði því bréf. Bréf sem hefur líklegast sýnt það sem bjó á bakvið syndir þessa manns, bréf sem breytti til. Eins og kunnugt er: „Eins manns dauði er annars brauð.“


Virðingarfyllst, Kristjana