Hræðilegur samskiptagalli í íslenska heilbrigðiskerfinu.



Mér hreinlega blöskrar við því að komið sé fram við mig, 16 ára stelpu sem fullorðna í heilbrigðiskerfinu. Ég er ekki orðin 18 ára og þarafleiðandi er ég barn.

Í nóvember veiktist ég, og fór eiginlega samstundis til heimilislæknisins míns. Hún sagði mér að ég þyrfti að fara á sýklalyfjakúr, og ég fékk einn skammt af amoxicillin hylkjum. Það liðu 6 dagar og ég var að verða búin með skammtinn en hann virkaði ekki. Mamma hafði sagt við lækninn minn að ég væri ónæm fyrir þessum lyfjum, eftir að hafa verið veikt barn í æsku. Læknirinn vildi prófa, en þá +6 dagar að ég væri veik. Þannig að Pabbi fór með mig upp á læknavakt og ég fékk nýjan skammt af sýklalyfjum, Doxýtab, og beiðni til að fara niður í Domus Medica í lungnamyndatöku, þetta var kvöldið 29. nóvember. Daginn eftir, 30. nóvember fór ég í myndatökuna eftir skóla. Jæja, læknirinn sem sendi mig í myndatökuna sagðist ætla að hringja í mig til að segja mér niðurstöðurnar. Ég beið, dagar og vikur liðu. Ég var meira en minna veik yfir prófatörnina, sem tók mjög á, því ég var bara of þreytt. Og yfir hátíðarnar versnaði ég aftur. En það datt engum í hug að fara með mig til læknis aftur eða að hringja til 1. læknisins eftir niðurstöðum. 11. janúar leið mér það illa að pabbi fór með mig á vaktina á hans heilsugæslu, árbæjarheilsugæslunni. Það var 10. janúar. Já, hann sendir mig svo í aðra röntgen, á ennis- og kinnholum, þar sem ég hef verið aum þar, líka. Hann lét mig fá forðatöflur sem bera nafnið Clarinase og þær auka blóðflæði í höfuðið. Mamma var búin að hringja í heimilislækninn minn og hún var búin að fá sendar röntgen myndirnar af lungunum. Þá sá hún greinilega að ég hafi verið/og er með Lungnabólgu. Svo fór ég í röntgen 11. janúar, og hann hringir í pabba eftir helgina, og segir honum að ég sé LÍKA með stíflaðar ennis- og kinnholur. Þannig að ég fæ annað sýklalyf, Amoksiklav sem hann kveður að þær séu sterkastar sem geta mögulega verkað á allt. En málið er að Amoksiklav inniheldur 500 mg af Amoxicillin og Clavulanic sýru, þannig, að meirihluti efnisins í þessu lyfi er ég ónæm fyrir og ég er búin að taka heilan skammt af þeim og byrjuð á öðrum skammti. Það versta við þetta er að þetta hrjáir mig mjög mikið, Lungnabólga, eyrnabólga, stíflaðar kinn- og ennisholur og mjög slæm hóstaköst. Ég er búin með forðatöflurnar, og er hrædd um að Amoksiklavið muni ekkert virka á mig þar sem ég hef ekki farið neinum framförum. Ég fæ slæma hausverki líka. Er svo að fara til læknis á mánudag vegna þessa sama.

En já, þegar mamma hringir í heimilislækninn minn upp í Borgarnesi vegna myndanna tilkynnir hún henni að ég átti að fara í sjúkraþjálfunarmeðferð vegna hnésins, en ég datt í hálku fyrripart desember. Ég fór upp á slysadeild, þar sem ég var virkilega mikið kvalin, þetta gerðist 6. desember. Þá beið ég í 6 tíma uppi á slysó, þótt ég hafi verið sárkvalin og þannig, málið er að Slysadeildin uppá fossvogi er skipt svona: Bráðadeild, slysadeild og fyrir börn. Það er að segja að Börn hafa forganginn á bæði slysa og bráðadeildinni. Og ég er barn, ekki rétt? Samt hafði ég ekki neinn forgang og það fengu svona 17 að fara á undan mér, og öllum sem biðu og samt voru öll þeirra komin út áður en ég fékk nokkurntímann að fara inn. Og ég bara lét það framhjá mér fara, en ég var að fara í próf daginn eftir og það er kannski ekki gott að þurfa að bíða upp á slysadeild í staðinn fyrir að vera að læra undir sjálft prófið, en ég lét mig hafa það og beið í heilar sex klukkustundir. Og þegar ég fékk loksins að fara inn þurfti ég að bíða í klukkustund til viðbótar inn á litlu herbergi, auðvitað var maður orðinn hræðilega þreyttur og pirraður á að bíða í sársauka og kvölum, en mér finnst ég hafa verið mjög þolinmóð, því ég veit allveg um mannekluna sem er á sjúkrahúsunum þessa dagana. Og loksins kom inn læknir sem skoðaði hnéð, sem var hnjaskað… Ég hafði verið sniðug að kæla það niður svo ég yrði ekki eins bólgin en það hafði víst takmarkaða virkun þar sem hnéð var stokkbólgið og það var erfitt að beygja. Hann sendi mig í röntgen og já, ég kláraði hana og fór svo aftur niður á deild og beið aðeins meira. Endalaus bið. Og svo kom annar læknir sem sagði mér að ég væri mjög illa tognuð og ég ætti að hvíla mig aðeins. Hann setti hólk um hnéð og ég þurfti að bryðja íbúfen í nokkra daga vegna verkja og bólgu. En mér hreinlega blöskrar við því, að ég var nokkuð þolinmóð að bíða svona lengi og svo er ekki hægt að senda mig til sjúkraþjálfara STRAX, heldur bíða þangað til að ég get labbað en haltra hræðilega og þetta hrjáir mig þannig að mér er stöðugt illt í því.

Þetta er málið, eru þetta samskiptaörðuleikar eða bara gert til þess að kvelja mig?


Því ég tel mig hafa þónokkuð há sársaukamörk vegna þess já, ég hef bara þurft að þola svo mikið varðandi sársauka.

Og svona stendur það, ég er með ónýtt hné og er fárveik.

Ég hef lokið máli mínu.


-Kristjana