Fæturnir kikna
undan óbærilegum þrýstingi,
sál mín kremst,
tíminn stansar.

Spilað aftur,
aftur og aftur,
hringsnýst í huga mínum,
röddin öskrar.

Þrunginn andardráttur,
hvæs mannsins,
blés aftan á hnakka minn,
og ég grét.

Hver stund, sem ég lifi,
ég lifi með þessum orðum;
Mér var nauðgað.

Nauðgari, sálarmyrðari,
hræsni, skítur,
mannsins mein,
brotin bein,
melódískur taktur.
—–
Nauðgar þú?
Á hverjum degi,
níðst þú á minni máttar?
Þá nauðgar þú.
—–
Taktfast öskur í eyrum mínum hljóma enn.
Minning ein, traustið á þér mér brast.
Stend upp til að láta vita.
Stend upp til að leyfa öðrum að sjá.
Stend upp til að leyfa öllum að finna.
——-

“mér var nauðgað”
en orð mín eru lögð í vafa.
“mér var nauðgað”
en þið gefið mér aðeins skít.


-kristjana