Nýtt tækifæri, nýtt umhverfi.

Góðu dagarnir á enda. Ekki það að allir dagar séu slæmir, heldur að ekki allir dagar séu góðir heldur. Þegar hjarta mitt opnaðist aftur, eins og nýútsprungið blóm. Þegar ég opnaði mig fyrir þér, og þú tókst það sem þú vildir en þú skilaðir því alltaf til baka. Bestu vinir? Erum það. Sumir myndu segja „Varst þú ekki besta vinkona hans?“ Og þá svaraði ég hálfkökk tilbaka: „Ég er.“

Ég mun halda höfði mínu með reisn, til minningar um þig, hélst höfði þínu með reisn í gegnum allt það slæma og líka allt það góða. Hélst ró yfir þér þegar allir aðrir voru liggur við dansandi uppi á borðum. Ég nefndi það áðan að góðu dagarnir væru á enda, góðu dagarnir okkar þá. Tíminn sem við eyddum saman og hlutirnir sem voru sagðir.

Ég mun aldrei fyrirgefa mér að hafa ekki verið til staðar, þetta var eitthvað svo sláandi. Það var hringt og sagt þrjú orð, þrjú orð sem gjörsamlega eyðilögðu alla tilvist mína á þessarri jörðu, „hann er dáinn.“ Hvernig átti ég að bregðast við? Ég var á leiðinni upp á spítala til þín. Og þetta hlýja loft sem blés á móti mér inn í stofunni, ég vissi að það varst þú á ferðinni, það fór ekki á milli mála. Ég játa að ég hafi keyrt frekar greitt á leiðinni, en mundi orð þín um að ég ætti að fara varlega þegar kæmi að akstri. Ég gat lítið hugsað og þegar ég gat það hugsaði ég svo órökrétt.


Hey þú! Já þú. Þú þarna litla stelpan mín með ljósa hárið og bláu augun. Fyrirgefðu hvað ég er seinn á ferðinni. Ætlaði bara að skrifa smá kveðjubréf áður en ég færi, fyrir þig. Mér var lengi vel ætlað að deyja, og þú vissir það vel og veist það vel að ekkert af þessu sé þér að kenna, mundu það. Ekki taka þetta mikið inná þig, að ég hafi ekki náð að kveðja þig, ég hef varla þrótt til að skrifa þetta, en geri samt. Ég elska þig og mun alltaf gera, og ég vona að þú gerir það líka, ég vona að stundirnar sem við áttum saman hafi verið þér til fullnaðar og að þú hafir notið tíma okkar saman eins vel og mögulegt er, ég veit að ég naut þess. Stundirnar sem við lágum upp í sófa að gera ekki neitt, og heilu stundirnar liðu án þess að hvorugt okkar sagði orð, en samt var sagt svo mikið. Mundu svo hvað ég sagði þér daginn áður en ég var lagður inn, og aldrei skilja þau orð við þig.

Þinn vinur




Þú skrifaðir mér þetta og ég hef ekki skilið við þetta bréf síðan, með þinni handskrift. Og ég veit ekki af hverju, en þetta drífur mig áfram og orðin skilja aldrei við mig, þau eru á bakvið eyrun mín ef ég þarf á þeim að halda. En kæri vinur. Þetta er til minningar um þig.

Frá fyrstu ævikvöldum,
Næturs frost á dalinn rann.
Lífi þínu með Kvölum
Endaðir leik, ljós þitt brann.



Kristjana.



Vil taka það fram að þessi saga er ekki tengd neinum atburðum í lífi mínu né annarra, einfaldlega bara saga sem ég samdi.