Ég lít stundum á stjörnurnar
og ímynda mér
að vera meðal þeirra
skína jafn skært
og hver einasta þeirra
en samt líða eins
og ég sé einstakari
en allt í þessum heimi
af því að
það er einhver
sem starir upp
á stjörnurnar
og getur ekki
tekið augun af mér.