Og í myrkrinu læðist hún
Sérvitur og lúmsk.
Þróttlaus sem fjöður
hljóðlát sem flygill
máttlaus sem vindurinn
þrútin sem snjór.

Og í lífinu lék hún
í eigin leikriti.
Blekkingar og svik
sem einkenndu hennar ævi.
Andlit hennar hulið grímu
sem hún sjálf hefur búið til.

Og í skugganum er hún
heldur sér saman
þögul sem nóttin
skýr sem stjörnublik.
Kaffærð í lífsins visku
sem dregur úr henni allan kraft.

Endurtekningar
Vítahringur
Máttfara sál.
Hugur sem hætti að girnast.


-Kristjana