Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hversu lengi þarf maður að bíða ?

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hafðu strax samband við dýralækni og fáðu ráð hjá honum. kveðja, IceCat

Re: Gæludýrakirkjugarður :)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Eitthvað heyrði ég um að stæði í þessum kirkjugarði sem væri ca. 1 fermeter myndi kosta um 25 þús. Þegar liðin eru 5 ár er mokað yfir dýrin okkar og önnur jarðsett í staðinn. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, ég hef séð þetta inni í miðjum borgum í Bandaríkjunum og er það óhemjuvinsælt að gera þetta við dýrin sín. Ég er reyndar sjálf svo heppinn að búa í einbýlishúsi með stórum garði og þar eru dýrin mín, m.a. páfagaukurinn og gamla tíkin mín grafin þar sem þau ólu allan sinn aldur...

Re: Óréttlæti?

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég er sammála þeim sem skrifa þér hér að ofan. Þegar að maður tekur að sér gæludýr þá er það ákveðin ábyrgð og mamma þín hefði átt að huxa um það þegar hún tók köttinn á sínum tíma. Kettir lifa auðveldlega í 12-15 ár og stundum lengur. Ég er með eina 9 ára sem hefur farið með mér í gegnum 2 erfiða skilnaði, flutning til ömmu og afa, flutning til mömmu og pabba og lox flutning til mannsins sem ég hef búið með síðastliðin 2 ár og það hefur gengið ýmislegt á. Endilega reyndu ráðin hér að ofan...

Re: Fimm stykki

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Fylgjuát ???? Er það sem ég held að það sé ? Endilega skýrðu þetta betur út, ég hef aldrei verið við fæðingu kettlinga. Með kveðju, IceCat

Re: Sífellt gelt

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég hef heyrt um þessa aðferð, góður vinur minn sem á hund sem hann ræður ekkert við fór í einkatíma til Ástu og hún leiðbeindi honum nákvæmlega þetta. Honum fannst þetta skrýtið og asnalegt ráð en ákvað að prufa, persónuleiki hundsins snarbreyttist við þetta. Ég náttla veit ekki hvernig þinn hundir er/var en þessi ákveðni hundur var komin með annan fótinn í hundakirkjugarðinn. Prófar þú þetta ráð persónulega ? Eða gerðir þú aldrei neitt í því ? Ég sá í rauninni ekki tilganginn með þessu en...

Re: Dýravinir bara þegar okar dýr eiga í hlut?

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég er alls ekki á móti því að fólk séu grænmetisætur en það fer í taugarnar á mér þegar þær reyna að troða sinni skoðun upp á aðra. Ég kíkti aðeins á netið og þar eru náttla mjög skiptar skoðanir um “kjötætur” en allavega fann ég ýmislegt. Þarna er ég búin að sannfæra sjálfa mig um að borða ófeitt kjöt í litlum skömmtum með t.d. grænmeti sé ekki óhollt. Ég þýddi þetta til að allir myndu skilja það. Við eigum að borða kjöt þar sem í kjöti er járn sem er betra fyrir kroppinn heldur en er í...

Re: hjálp...

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Keyptu nógu mikið að nagleikföngum handa honum þar sem nagþörfin er mikil hjá litlum hvolpum. Okkar hundur gerði þetta svolítið þegar hann var yngri og þá var okkur bent á að æpa hátt og mikið þegar hann glefsar í mann svo að honum bregði. Það verður að venja hann af þessu strax þar sem ekki er víst að þetta hætti alveg þegar hann verður fullorðinn. Gangi þér vel, IceCat

Re: Sífellt gelt

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Passaðu þig bara á að skamma hann ekki með hávaða því þá finnst honum að þið séuð að “gelta” saman og skilur ekki skammirnir. Ef þú ert búin að þróa eitthvað merki sem þýðir NEI þá áttu að nota það og eins og þú segir, taka um trýnið á honum UM LEIÐ og hann byrjar að gelta, ekki eftir á því þá veit hann ekki af hverju þú ert að skamma hann. Svo náttla mæli ég með hvolpanámskeiði hjá Ástu í Gallerí Voff þar sem þú og hundurinn þinn lærið að umgangast hvort annað. Kveðja, IceCat

Re: Að taka ketti úr sambandi

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
“ Maður ætti að ákveða áður enn maður fær sér kött hvort maður ætlar að gelda hann eða aldrei gelda hann því það sem köttur aldrei upplifir mun hann ekki sakna. :I ” Alveg sammála ofangreindu. Aftur á móti hef ég ekki reynslu af því að gelda læðu eftir að hún hefur eignast nokkrum sinnum kettlinga. Mínar læður hafa alltaf verið geldar um ársgamlar án þess að eiga kettlinga. Gaman væri að fá að vita hvernig læður haga sér við svoleiðis aðstæður. kveðja, IceCat

Re: Að taka ketti úr sambandi

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þú segir að hin læðan þín hafi liðið illa í mánuð á eftir svona aðgerð. Það er algjört undantekningstilfelli að svo fari. Læður eru svona ca. viku að jafna sig, þetta er náttla svolítill uppskurður. En gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að gera læðunni þinni ? Með því að láta hana eiga oft þá aukast líkurnar á allskonar sjúkdómum. Ekki er hægt að stjórna því að hún eigi aftur eftir ár, náttúrunni er ekki hægt að stjórna. Pillan er gefin einu sinni í viku og þá er bara að gleyma henni ekki....

Re: Undarleg hegðun hjá kisu...

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Gagghljóðið er mjög eðlilegt fyrir kisur. Mínar sitja úti í glugga og gagga þegar þau sjá fugla fljúga fram hjá. Einnig hef ég séð þetta hjá eldri læðunni minni þegar hún situr undir tré og það er fugl í trénu. Allavega er þetta fullkomlega í lagi. Kveðja, IceCat

Re: Fóstureyðing?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæl aza, þú er alveg búin að svara þessu sjálf með því sem þú ert að skrifa hér inni. Ég er ekki kannski á móti fóstureyðingum en mér finnst þú eigir að eiga barnið. Vinkona mín fór í fóstureyðingu fyrir nokkrum árum og þetta hvílir mjög þungt á henni. Þú ert ennþá ung og getur alveg farið í nám þótt þú sért með lítil börn. Kveðja, Icecat

Re: hundar og kettir.

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæl, ég er með 1 hund og tvær kisur, sú eldri (9 ára) ignorar hundinn enda er hún eldri og hún ræður. Aftur á móti er ég svo með 1 sex mánaða kettling sem hundurinn leikur sér við og fær að kássast í eins og hann vill. Þau eru bestu vinir og ef þú kemur heim með 2gja mánaða gamlan kettling er mjög líklegt að hundurinn taki honum vel eins og segir hér að ofan. Ég myndi ekki hika við að fá mér kettling, að hafa dýr hjá sér auðgar svo lífið okkar. Ég bý í einbýlishúsi og hundurinn minn geltir...

Re: Öðruvísi matarlanganir/venjur á meðgöngu

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Híhí…þetta er skemmtilegt umræðuefni ! Ég er komin tæplega 6 mánuði með fyrstu meðgöngu og fyrstu 4 mánuðina borðaði ég svona 4-8 mandarínur á dag og nú seinustu 2 mánuði þá borða ég um 1-4 stór rauð epli á dag og er alveg hætt í mandarínunum. Ef það eru ekki til epli þá SKAL maðurinn minn fara út í búð og kaupa stór rauð epli því annars fer ég bara að hágráta, alveg stórfurðulegt ! Reyndar er ég farin að finna fyrir smá nammiþörf núna og er loxins farin að þyngjast eitthvað, þyngdist ekki...

Re: Pæling um ex maka og stjúpforeldra.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Vá, þið hafið sannanlega gengið í gegnum margt allar ! Ég á von á mínu fyrsta núna og bý með manninum og hef gert það í ca. 2 ár. Ég hef horft upp á sumar vinkonur mínar eignast börn með mönnum og svo hafa þau skilið og þessar vinkonur mínar hafa breyst í algjörar nornir. Þær hafa notað börnin til að kreista meira út úr feðrunum, neitað umgengnisrétti og farið í forræðismál og þess háttar eingöngu til að hefna sín á feðrunum. Ég hef aldrei botnað í þessu og ég vona að aldrei kom til þessa ef...

Re: Er hægt að kenna köttum?

í Kettir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Já það er hægt að kenna köttum ef maður er nógu þolinmóður og hefur nægan tíma. Kíkið á þessa síðu, þar eru nokkur Easy Cat Tricks sem hægt er að skoða. http://www.petsmart.com/articles/article_8315.shtml Kveðja, Icecat

Re: matgráðugir kisar

í Kettir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
OMG neinei, þetta er bara vatn í brúsa og ekkert annað, ég færi aldrei að spreyja einhverju öðru á kettina mína. Kettir hata vatn=vatn í brúsa ! Kveðja, IceCat

Re: passa huðina!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er svo aldeilis hissa varðandi þetta barnasjampó, ég á von á mínu fyrsta og þessu ætla ég að passa mig á ! Takk kærlega fyrir upplýsingarnar Kveðja, IceCat

Re: Grein sem allir hundaunnendur ættu að lesa !!!

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eins og ég sagði áður þá vill ég ekki verja Dalsmynni á nokkkurn hátt, einhver ástæða hlýtur samt að liggja að baki að dýralæknir sem skoðar ástandið þarna sé ekki búin að loka hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það að ég er ekki “innvikluð” í hundaræktun heldur hef ég mótað mínar eigin skoðanir á því af því sem ég hef séð. Varðandi Sjeffer hunda og aðra stóra “tísku” hunda sem sumir ungir menn fá sér til að vera töff þá var ég ekki að tala um einn mann heldur marga menn sem ég sé niðri á...

Re: Grein sem allir hundaunnendur ættu að lesa !!!

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég ætla ekki að verja fólkið í Dalsmynni en má ég minna á að margir sem eru í hundaræktun á Íslandi eru af því vegna gróðasjónarmiða og selja hvaða vitleysingi sem er hundana sína. Þú segir að góður hundaræktandi heldur allt að 20 hunda, hvernig er hægt að hreyfa þá og huxa um þá alla nóg ? Ég sjálf er með einn hund og tvær kisur og það er FULL vinna að huxa um þessi dýr, sérstaklega hundinn minn. Ég fer út að ganga einu sinni á dag í 1-2 tíma í hvernig veðri sem þar sem hún verður að hreyfa...

Re: Að drepa eða að vera drepinn.

í Half-Life fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hvað með ef maður breytir litnum á crosshairinu úr gulum í rauðan þar sem mar spilar oft borð sem crosshairið sést ekki og þá bara í snipermod. Er með svoleiðis á 4-4 fyrir Counterana, er það bannað ? Kveðja, IceCat aka WeedKill

Re: Grein sem allir hundaunnendur ættu að lesa !!!

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hmmmm…ég veit ekki hvað ég á að segja, Dalsmynnis ræktunin var í fréttunum um daginn þar sem einhverjar kærur voru bornar á eigendurnar þar. Ekkert kom í ljós við skoðun á aðstæðum ef ég man rétt. Ég segi það sama og Catgirl, hverjir eru þetta sem standa fyrir þessu og af hverju er þetta á ensku. Ég kann voða illa við þegar svona bréf eru birt opinberlega án þess að meiri upplýsingar komi fram. IceCat

Re: Hundur með hárlos!

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæl Jezzybelle, ég heyri að þú ert í sömu vandræðum og ég. Ég á einmitt von á barni og er með hund sem fer ofsalega úr hárum, lausnin er annaðhvort að kaupa sér þurrkara eða að breyta um fóður fyrir grey hundinn. Stórmarkaðsfóður er dýrara þar sem hundurinn borðar meira af því til langframa en hann þarf miklu minna af dýrarafóðrinu þar sem það er betur samsett. Ef þú skiptir um fóður þá tekur hundurinn ekki strax við sér með hárlosið heldur getur það tekið tíma fyrir hann að koma fitusýrunum...

Re: Fyrsta baðið!

í Kettir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Heyrðu slakaðu nú á, ég er ekki að dizza þig en ég er að halda fram minni skoðun. Gaman væri nú að heyra í frænku þinni og fá hennar skoðun á því af hverju hún baðar kisurnar sínar. Aldrei að vita hvort mar læri eitthvað nýtt. Svo er ég ekki að metast um hver hefur lengri reynslu heldur höfum við ÖLL okkar reynslu og skoðanir. Kveðja, IceCat

Re: Fyrsta baðið!

í Kettir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég þekki ekki frænku þína persónulega en ég hef ekki fundið fyrir því að þurfi að baða ketti reglulega, eins og ég sagði fyrr þá eru þeir sjálfhreinsandi í langflestum tilfellum ! Kettir eru einfaldlega ekki fyrir vatn og leitun er að köttum sem vilja láta baða sig af sjálfsdáðum. Þetta er einfaldlega mín og annarra reynsla hér á hugi.is og ég stórlega efast um að frænka þín viti endilega meir um kisur en við hin en ef þú vilt halda það, þá er það í fínu lagi mín vegna. Ég hef haldið sjálf í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok