Hundur með hárlos! Nú vantar mig smá aðstoð frá ykkur kæru hundaeigendur. Ég er með einn 2 ára blending (mamman kokteill en pabbinn hreinræktaður retriever). Þetta er vænasta grey en hann er ekki mín eign það er bróðir minn sem er eigandi að þessum hundi þó svo að þessi hundur sé nánast í minni umsjá og verður það næstu 2 mánuðina þar sem að bróðir minn er farinn til Spánar. Nú er vandamálið það að hann bróðir minn hefði nú aldrei átt að vera að fá sér þennan hund til að byrja með þar sem að hann er alls ekki duglegur að hugsa um hann og eins og ég segi þá hef ég séð um hundinn og þá frá því í haust þegar að við fórum að búa saman ég, bróðir minn og maðurinn minn. Bróðir minn gefur hundinum lélegt fóður og þá er ég að meina það allra ódýrasta sem fæst í stórmörkuðunum og hundurinn fer endalaust úr hárum og hárin eru bókstaflega allsstaðar. Ég þarf að ryksuga gólfin hérna minnst 3var í viku og eins kemur þvotturinn hárugur út úr þvottavélinni og þetta virðist fara nákvæmlega út um allt. Nú er ég að fara eignast barn eftir sirka viku og mér finnst ekki hægt að hafa þessi hár allsstaðar og langar til þess að gera eitthvað í málinu fyrir utan það að baða hann og greiða honum reglulega. Ég bar það undir bróður minn að skipta um fóður fyrir hundinn því ég veit að lélegt fóður veldur þessum hárlosum en þá segir bróðir minn mér það að þegar að hundurinn sé farinn að fara úr hárum þá sé ekkert hægt að gera til að laga það. Þetta er ég ekki alveg tilbúin að kaupa strax og langar því að fá að heyra frá ykkur, hafið þið einhverja reynslu eða þekkingu um þessi mál? Er ekkert sem ég get gert eins og bróðir minn vill meina? Reyndar held ég að hann segi þetta við mig því hann tími hreinlega ekki að kaupa betri mat ofan í hundinn. Ég verð að finna lausn á þessu vandamáli sem fyrst því eins og ég segi þá á ég að eiga eftir viku (áætlaður fæðingardagur 19. feb.) og mér finnst ég ekki geta verið með ungbarn í öllum þessum hárum og þá sérstaklega þar sem þvotturinn kemur hárugur út úr vélinni. Öll ráð eru vel þegin.