Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Tímabili sögunnar.

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Sæll, ertu ekki búin að lesa bækurnar hans Sven Hazel ? Hann var hermaður Þýskalands og nánast alltaf í fremstu víglínu og hann segir frá sér og félögum sínum sem að mestu héldu saman allt stríðið. Þetta eru svona “sannar” skáldsögur, hann ýkir mikið hvernig félagar hans voru en segir rétt frá atburðum eins og bardögunum við Casino klaustrið á Ítalíu og svo bardögum á austurvígstöðum við Rússa t.d. Mæli fullkomlega með þessum bókum, Sven og félagar hans voru engir nasistar nema einn og einn...

Re: Palestínubúar í sömu sporum og indíánar

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hey, ekki taka þessu svona alvarlega, ég var að vísa í greinina sem þú póstaðir hér áður, ekki að kenna þig við það sem þar kemur fram. I.

Re: Palestínubúar í sömu sporum og indíánar

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ekkert mál :) Ég er að flestu leyti sammála þér, sérstaklega með að báðar þjóðirnar eru síður en svo saklausar og margir einblína bara á aðra hliðina, þeas verja Ísraelsmenn eða Palestínumenn. Fólk virðist skiptast mjög í 2 hópa og setja leppann fyrir augun varðandi mótrök. Allavega er ég búin að læra heilmikið varðandi sögu Ísraels og Palestínu og sveiflast sitt á hvað í skoðunum, það er bara heilbrigt að gera það. Kær kveðja, IceCat

Re: Palestínubúar í sömu sporum og indíánar

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég þurfti ekki lengi að leita á netinu þar til ég fann heimasíðu sem rekur söguna um Palestínu aftur til ársins 1900 og er hún mjög fróðleg, ég sé enga ástæðu til að pósta því hér en mæli með að kíkt sé á síðuna http://www.palestinehistory.com/ og farið þar í History Timeline. Þar kemur fram undanfari alls þess sem Thule Sol hefur póstað hér á undan. Þá sér maður þessa spurningu: Which Came First - Terrorism or “Occupation”? í svolítið öðru ljósi heldur en frá Thule Sol. Kveðja, IceCat

Re: Háreyðingarkrem! HJÁLP!!

í Kettir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef átt við þetta vandamál að stríða nokkrum sinnum með gömlu læðuna mína og þá hef ég keypt þetta krem, allavega er það búið til úr maltextract og bara neytt þetta ofan í hana. Það þarf eiginlega 2 til, annan til að halda kisu og hinn til að opna munninn og sprauta upp í hana. Ekkert fóður er svo gott (9 lives eða hvað sem er) að það geti leyst þetta vandamál á sama hátt og kremið. Hef reyndar ekki prófað gras en að þrífa ælu er ekki skemmtilegt. Kveðja, IceCat

Re: Palestínubúar í sömu sporum og indíánar

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég á nú ekki til orð ! Það sem ég meinti varðandi halelújalesninguna er það að þessar upplýsingar sem sjálfsagt eru réttar koma bara frá einni hendi. Datt þér ekki í hug að leita betur á netinu til að koma með annan lista gerðan af einhverjum sem HLYNNTUR væri Palestínu ? Þú hlýtur að vera að misskilja mig einhvers staðar eða verið í æstu skapi þar sem í þessum fáu línum sem skrifaðar voru af mér kom hvergi fram að þú persónulega værir hlynnt einu eða neinu. Það sem ég var að huxa var hvort...

Re: Palestínubúar í sömu sporum og indíánar

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þetta er nú meiri halelúja lesningin, skyldi vera hægt að finna aðra eins upptalningu frá hendi þeirir sem hlynntir eru Palestínu ? Kveðja, IceCat

Re: Ungar Mömmur VS. Gamlar mömmur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Æ hvað ég skil þig vel, eggjahljóðin alveg að drepa þig :) Mamma mín var tæplega 19 ára þegar hún átti mig og ég var alltaf rosalega ánægð að eiga svona unga mömmu því hún var allt öðruvísi, frjálslegri og þess háttar en aðrar eldri mömmur. Reyndar finnst mér samt aldurinn ekki skipta öllu máli í þessu, það fer líka eftir hvað mamman man langt aftur í tímann þegar hún var unglingur og þannig. Ungar mömmur sem ég þekki í dag eru sumar ekkert skárri en 20 ára eldri mömmur. Sumar gleyma strax...

Re: 10 vinnsælustu tegundirnar í Ameríku árið 2001

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hmmm…þetta er merkilegar tölur, hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ALLAR hundategundirnar eru í falli ? Kettir verði sífellt vinsælari. Fólk er ekki jafn reiðubúið að borga fyrir hreinræktaða hvolpa og fær sér því blendinga og er því framboð jafnt og eftirspurn. Fólk hefur ekki tíma lengur til að rækta hunda enda er það mikil vinna. Hvað með aðrar hundategundir sem voru neðar í listanum, var einhver þeirra á uppleið ? Þetta er umhuxunarvert ! Kveðja, IceCat

Re: Gunnar Gunnarsson

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Greinin hérna fyrir ofan átti að vera svona: “…sérstaklega hrifin af AÐVENTU, las hana í skóla …”

Re: Almenningsálit á Scháfer

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Nákvæmlega, við getum aðeins barist gegn þess háttar fordómum með því að sýna fram á hið gagnstæða þeas að þessir hundar geta verið alveg jafnblíðir, hlýðnir og barngóðir eins og aðrir hundar. Kveðja, IceCat

Re: Gunnar Gunnarsson

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jújú…ég man þetta um leið og þú segir það en nafnið hefði alveg getað átt við hina bókina svosem :o) Allavega var Vikivaki mjög áhrifamikil og ég huxa ennþá um hana, ég er alveg á kafi í þjóðsögum og þess háttar þannig að það tengist. Bókin um Sjöundármorðin hét Svartfugl og var frábær líka. Aðventu var ég reyndar ekkert sérstaklega hrifin af, las hana í skóla á sínum tíma, hún gerði allavega ekkert fyrir mig. Kveðja, IceCat

Re: Dýraráðgjöf á visi.is

í Gæludýr fyrir 22 árum, 1 mánuði
Frá því að Dagfinnur opnaði hef ég farið þangað með dýrin mín, hund og 2 kisur. Alltaf hef ég hitt á Hörð dýralækni sem er mjög fær sem slíkur en einnig mjög harður ef honum líkar ekki hvernig ég haga mér við dýrin mín og alltaf tek í mark á honum. T.d. var læðan mín orðin alltof feitt og hann tók mig í bakaríið fyrir að vera ekki löngu búin að setja hana í megrun, mér líkar svona hreinskilni í fólki. Ég hef reyndar aldrei hitt á Guðbjörgu sjálfa og því get ég ekki dæmt hana fyrir hvernig...

Re: Gæludýra áhugamálið

í Gæludýr fyrir 22 árum, 1 mánuði
“…með tæur skóflandi í þig mat eins…” Þetta finnst mér nú frekar móðgandi. Það er mikið af Thailenskum konum á elliheimilum og sjúkrahúsum því íslenskar konur eru of góðar til að vinna þessi störf og vilja frekar vera aumingjar á atvinnuleysisbótum. Reyndar eru þessi störf afskaplega illa launum sem og sambærileg störf. Varðandi gæludýraáhugamálið get ég ekki verið sammála um að stofna sér áhugamál fyrir fugla, fiska oþh. Er ekki hægt að láta sér nægja áhugamálið Gæludýr ? Hundar og kettir...

Re: Almenningsálit á Scháfer

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er eins með scháfer hunda eins og alla aðra hunda, þeir geta verið grimmir ef þeim er kennt það, allir hundar í sæmilegri stærð hafa getu til að særa eða drepa annað fólk. En þegar hundar fá gott uppeldi og aga er yfirleitt ekki um svoleiðis að ræða, þeas það stafar ekki hætta af þeim. Því miður fyrir okkur sem eigum hunda er til fólk sem hefur ekki stjórn á hundunum sínum og eru svartir sauðir meðal hundaeigenda og við sem ölum hundana okkar sómasamlega upp geldum fyrir það. Eins og þú...

Re: Gunnar Gunnarsson

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Aðventan ? Er það ekki bókin þar sem maður er einn heima um aðventuna þar sem gamall kirkjugarður er og hann fær í heimsókn alla sem hafa verið grafnir á staðnum ? Það var bók sem ég gat ekki lagt frá mér og mér fannst alveg ótrúlega frumleg og vel skrifuð. Einnig var bókin þar sem hann skrifaði um Sjöundarár morðin virkilega góð, man bara ekkert hvað hún heitir. Kveðja, IceCat

Re: Dýraráðgjöf á visi.is

í Gæludýr fyrir 22 árum, 1 mánuði
Já, ég er löngu hætt að kíkja þarna inn, hann Hörður sem var áður en þessi kona kom er reyndar frábær dýralæknir en mig langar ekki til að lenda í þessari konu og því færði ég mig yfir til Dýralæknastofunnar í Garðabæ. Svörin hans voru þó skárri en þetta bull ! Kveðja, IceCat

Re: Sori Samfélags!

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jájá, ég er alveg sammála þér þarna og ágætt ef þetta virkar fyrir virkilega lokaða einstaklinga og þetta er rétt með einkamálin, ég gerði þetta í rauninni meira fyrir foreldra mína. Kveðja, IceCat

Re: Óásættanleg Friðartillaga Saudi-Araba

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er sammála, þó ég sé ekki hlynnt Ísraelsmönnum þeas ráðamönnum þar þá ganga þessar “friðartillögur” of langt og munu aldrei verða samþykktar. Ég huxa að stríð sé óhjákvæmilegt á þessu svæði og verður spurning um hvar BNA mun standa í því, þar sem Ísrael hefur gengið gegn þeirra vilja. Kveðja, IceCat PS. góð grein

Re: Útlendingar í Danmörku undirriti búsetuskilyrði

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það breytir ekki heiminum þótt þér finnist eitthvað úrelt og eitthvað annað ekki. Mér þykir virkilega leitt að ég hafi leiðst út í það að svara þér þar sem þú er ómálefnalegur og þröngsýnn. En það verða alltaf að vera til menn eins og þú sem opna augu manns fyrir því hvernig sumt fólk huxar og er stórhættulegt í sinni huxun. Sem betur fer sé ég í gegnum þig og ætla ekki að svara þínum furðulegu svörum og endurtekningum meir, það hefur ekkert upp á sig. Greinilegt er að þú hefur blað þar sem...

Re: Fordómar Gagnvart öllu!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
JHG, þarna er ég alveg sammála þér. Verst að Ísraelar eru komnir þarna nánast í sömu stöðu og Þjóðverjar voru í seinni heimstyrjöldinni og ekki seinna vænna en að við opnum augum fyrir því hvað Ísraelsmenn eru að gera Palestínu í dag. Kveðja, IceCat

Re: Útlendingar í Danmörku undirriti búsetuskilyrði

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
P4A skrifaði: “a) Af því að hann er gamall og aðrar reglur í dag. b) t.d. múslima og nýnasista og aðra sem boða hatur” a) Einhverra hluta vegna er þessi mannréttindasáttmáli ennþá í gildi og þó þér líki hann ekki getur þú ekki dæmt hann úreltan og það eru ekki aðrar reglur í dag. b) Ég hef ekki rekist á neinn nýnasista hér á Huga enda yrðu þeir fljótt púaðir niður. Múslimar boða ekki hatur frekar en kristnir en það má nefna að seinustu 1000 ár hefur kristnin sennilega verið ein blóðugasta...

Re: Útlendingar í Danmörku undirriti búsetuskilyrði

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ef ég er rasisti þá eru flestir íslendingar rasistar og þú stærsti megarasistinn ! Arabar eru ekki vondir við gyðinga þar þrátt fyrir helförina, trúarbókina og þess háttar kjaftæði. Þeir hafa ekki meiri rétt en aðrir í þessum heimi. Jerúsalem er t.d. einn helgasti staður múslíma og því hafa þeir sama rétt á að vera þar samkvæmt sögunni. Þegar Ísrael var stofnað eftir seinni heimstyrjöldina þá fengu þeir úthlutað ákveðið land en árið 1967 þá réðust Ísrealsmenn inn í Palestínu, drápu þá sem...

Re: Útlendingar í Danmörku undirriti búsetuskilyrði

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er kannski rétt hjá þér að sum ríki heims hafa strangari reglur sem minnka málfrelsi rasista en þá get ég sagt þér á móti að þar er verið að tala um rasista eins og þig sem fordæmir bæði ein trúarbrögð og ein kynþátt (íslam/arabar). Ég hef ekki séð neinn hér á Huga gera það nema þig og í Guðanna bænum ekki fara að koma með að þú fordæmir bara araba sem voru vondir við gyðingana eða að íslam séu vond trúarbrögð, þú endurtekur þig svo svakalega og kemur aldrei með nein rök á móti. Ég...

Re: Sori Samfélags!

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Að vera á irkinu barn að aldri, er það einkamál einhvers ? Þetta gerði ég í samráði við foreldra mína þar sem þau hafa ekki vit á tölvum. Því var einning lokað vegna þess að hann var farinn að eyða 6-8 tímum á sólarhring á irkinu og ég veit sem gamall irkari að maður verður háður þessu. Það má kannski nefna að nokkrum mánuðum seinna fékk hann irkið aftur en var gert grein fyrir að loggarnir hans voru lesnir og var það allt í lagi. “Irkið er gott af því leiti að börn/unglingar fá útrás fyrir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok