Ég á hund sem ég er búin að eiga í rúmlega 2 ár. Vandamálið er það að mig langar svo í kisu líka, en ég þori því ekki vegna þess að ég veit ekki hvernig hún Tinna mín yrði. Það búa held ég 2 kettir í götunni minni og hún verður alveg snælduvitlaus þegar hún sér kettina, hleypur á eftir þeim (gerir þeim ekkert) og vælir alveg á meðan. Hvernig ætli hún yrði ef ég myndi koma heim með annað dýr á hennar yfirráðasvæði? Í okt í fyrra átti hún hvolpa og einn þeirra fór á heimili þar sem hreinræktaður rúml 3ára köttur var og hún alveg elskar hvolpinn þó svo að hann ráði öllu þar núna. Hvað á ég að gera…..ætti ég að prófa??
Edilega komið með einhverjar hugmyndir…..
Kveðja Taxi4you.