halló

Mig vantar ráðgjöf….

Litli 6 mánaða hvolpurinn minn er farinn að gelta á ALLT. Ef hann liggur sofandi í körfunni sinni og eitthvað hljóð berst að utan, þá sperrist hann allur upp og byrjar að gelta. Ef dyrabjallan hringir þá geltir hann. Ef nýtt fólk kemur að honum sem hann þekkir ekki þá geltir hann. Ef ég keyri með hann niður Laugaveginn þá geltir hann á alla sem hann sér.

Hann er nú ennþá svo lítill að ég er að vona að ég geti stoppað þetta. Ég reyni alltaf að skamma hann og grípa um trínið á honum en hann virðist samt gleyma því jafnóðum.

Getur einhver miðlað reynslu í sambandi við þetta???

Kv. 325DP