málið er að ég á 3 ketti(og kærasta mín) og ég er að pæla hvernig maður getur alið þá almennilega upp… þeas mér finnst mjög pirrandi að þurfa battle-a við ketti þegar ég er að reyna þíða fisk í vaskinum og einnig þegar ég er að borða… þá koma þair eins og skot. ég er búinn að hafa það sem reglu fyrir mig að ýta þeim í burtu og ef það er einhver afgangur að gefa þeim hann eftir. En kærastan mín er oft að lauma til þeirra eina litla flís af kjúklingi og öðru…. er hún þá að eyðileggja mín tilraun til að venja þá af því að vera ræna mat frá manni með maður borðar ? eða er þetta bara eðlið í þeim og ekkert hægt að kenna þeim ?

Væri líka gaman að vita önnur góð ráð með annað sem hægt að kenna kisum :)