Halló öll og takk fyrir að nenna að kíkja á þessa grein mína.

Ég er með smá pælingu í gangi hérna, um foreldra og stjúpforeldra.
Ég á 4 ára stelpu og 1 árs strák, ég er ekki lengur í sambúð með pabba stelpunnar minnar en er í sambúð með pabba stráksins.
Eins og vill því miður oft gerast þegar að fólk sem á barn saman skilur, þá fórum við að rífast um allt mögulegt og ómögulegt í kringum uppeldi barnsins, og þetta var í raun komið út í algera vitleysu og löngu hætt að snúast um þarfir stelpunnar. Þetta snérist aðallega um mig og pabba hennar, og þrjósku okkar í garð hvors annars.
Sem betur fer hefur þetta mikið lagast, en þó er slatta langt í land hjá okkur.


Þessvegna langar mig að spyrja ykkur, og mér þætti mjög gott að fá svör frá sem flestum, það er alltaf gott að hafa ólík sjónarhorn til að hugsa útfrá.
Við hverju búist þið af fyrrverandi maka ykkar, eða við hverju myndið þið vilja búast ef að barnsfaðir/móðir væri ekki lengur með ykkur.
Hverjar eru ykkar kröfur í sambandi við td heimsóknir, dreifingu útgjalda í sambandi við börnin, ætti td bara að borga þetta tibbikal meðlag og láta það duga eða mynduð þið vilja deila kostnaði með fyrrverandi makanum.
Og til stjúpforeldra líka, er barnsmóðir/faðir maka þíns eitthvað “hostile” í þinn garð ?
Við hverju búast stjúpforeldrar af barnsmóðir/föður maka þeirra?
Og hvað finnst ykkur að væri hægt að gera til að gera þessar “pabbahelgar” sem ljúfastar og átakalausar sem hægt er fyrir börnin.

Og hvað er það sem hefur stungið ykkur sárast í kringum það að ganga í gegnum skilnað eða sambúðarslit með börnin ykkar ?

Meiningin með þessari grein er einfaldlega sú að opna augu mín, kannski annara og að fá sýn annara á þetta, það er margt sem ég skil ekki hjá mínum fyrrverandi, en ég myndi kannski skilja hann aðeins betur ef að ég myndi heyra sögur frá öðrum, sögur bara um eitthvað sem tengist þessu, sama hvað það er, þetta hjálpar allt held ég.

Afsakið líka ef að þetta er eitthvað óskiljanleg og illa orðuð grein, ég er hundþreytt þegar þetta er skrifað og heilinn ekki alveg í fullri virkni.


Zallý
———————————————–