Ég var að velta fyrir mér hvort það sé virkilega hægt að kenna köttum sniðuga hluti eins og það er hægt að kenna hundum ýmislegt skemmtilegt.

Ég veit að það er hægt að kassavenja þá og kannski láta þá svara nafninu sínu, en er það eitthvað meira?

Kötturinn minn kann að opna vel lokaða glugga, ég kenndi honum það ekki, hann lærði það sjálfur til þess að komast út.

En hvernig er hægt að kenna köttum svona hluti eins og hundar geta lært, sitja, liggja eða rúlla sér ef eigandinn segir þeim að gera svo?

Getur einhver sagt mér hvernig er best að kenna ketti einhverja hluti,hvort sem það er að kassavenja þá, kenna þeim nafnið sitt eða bara eitthvað sniðugt. Hvenær er best að láta þá læra? Þegar þeir eru kettlingar eða gamlir? Ég kannast nú við máltækið “Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja”. Á það ekki við ketti líka?

Vonandi að einhver viti eitthvað um “tamningar” á köttum ;)

Annars eru kettir þekktir fyrir að fara sínar eigin leiðir…