Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

heidur2
heidur2 Notandi frá fornöld 268 stig

Re: Gubbandi kisi

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er líklegast að kötturinn hefur borðað eitthvað sem fer illa í hann, sérstaklega ef þetta er útiköttur. Fylgstu vel með honum og haltu honum inni. Þú verður líka að sjá til þess að hann drekki nógu mikinn vökva, því það er ofþornun sem er aðalástæða þess að kettir deyja út af magakveisum. Ef hann verður mjög slappur eða það byrjar að koma froða í munninn þá skaltu fara strax með hann til dýralæknis því þá getur verið um eitrun að ræða. Kveðja Heiðrún

Re: smá hjálp með hár!

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þú getur prófað að gefa kettinum Mirracoat, sem er olía sem fæst í gæludýraverslunum. Hún er með allskonar olíum sem gerir feldinn þeirra betri og þar á meðal fer kötturinn minna úr hárum. Það getur líka verið að fóðrið sem þú ert að gefa honum fari illa í köttinn. Hvaða fóður gefur þú honum? Kveðja Heiðrún

Re: Heyrnarlaus köttur

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Mín heyrnarlausa kisa brýtur líka hluti. Finnst voða gaman að láta hluti bara vaða í gólfið og gerir þetta oft þegar hún er óánægð með eitthvað. Ég veit að hinir norsku skógarkettirnir sem hafa verið heyrnarlausir hafa ALLIR brotið hluti, þannig að það má segja að þetta sé bara hluti af því að eiga heyrnarlausan kött. Maður verður bara að sjá á eftir styttunum. Ég veit allaveganna að þær eru orðnar ansi fáar hjá mér. Mínir kettir bregða henni stundum, en hún ræðst bara á þá í staðin, enda...

Re: Maine Coon og Krummi

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Æ ruglaði þessu saman. Var að meina norðausturströndina. Takk fyrir að benda mér á þetta. HB

Re: Heyrnarlaus köttur

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Já hún er mjög loðin. Fer reyndar líka mikið úr hárum þannig að það er eiginlega bara hár af henni sem maður finnur þegar ég sópa húsið. Svo er líka mjög fyndið þegar hún er æst og ýfir hárin og skottin, hún stækkar eiginlega um helming við það. Það gæti verið að kötturinn þinn sé eitthvað blandaður skógarketti, en það gæti líka verið að hann sé blandaður öðrum síðhærðum kattarkynum, eins og persa eða angóru. Annars ákaflega erfitt að vita það nema ef mamman er skógarköttur, því það er svo...

Re: Blóðmaur á köttum

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Það er nú gott að heyra að kisi hefur það betra. Annars geta dýrabit og þá sérstaklega kattarbit valdið mikilli sýkingu. Hef oft haft mína ketti bitna af öðrum köttum og þeir hafa fengið mikla sýkingu í kringum bitið og þá oftast graftarkýli sem þarf að tæma. Oft eru þeir slappir og með hita fylgjandi sýkingunni. Fyrst fór ég alltaf með þá til dýralæknis, en það var alltaf gerður sami hluturinn. Stungið á kýlið og tæmt og síðan hreinsað og fúkkalyfjakúr. Núna geri ég þetta sjálf. Oftast...

Re: 2 spurningar

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Er kötturinn einn heima allan daginn? Það gæti verið rótin að vandanum. Ef kötturinn er einn heima á daginn þá sefur hann líklegast mestallan tímann, svo þegar þið komið heim þá vill hann vera með ykkur allan tímann og þegar það er komin nótt þá er minn vaknaður og vill félagsskap (enda eðlislægt því kettir eru náttdýr) og þess vegna kemur hann inn til þín og mjálmar því hann vill að þú vaknir og sýnir honum athygli. Þetta er gamall köttur og gamlir kettir eiga erfitt að höndla breytingar...

Re: Blóðmaur á köttum

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Blóðmaur er í útliti eins og poki á stærð við litlafingursnögl eða minni og er svona gráblár á litinn. Þeir festa sig oftast ofan við augu kattarins þar sem er lítill feldur. Á þessu stigi er hann ekki hættulegur fólki þar sem hann er fastur á kettinum og getur því ekki bitið mann. Til að losa blóðmaurinn á kettinum er best að setja edik á kjálkana hans (sem halda maurnum föstum við köttinn) eða mikið vatn, þá losar hann takið. Ég held að það sé rétt hjá mér að það megi alls ekki rífa hann...

Re: Hvað kostar að eiga ketti

í Kettir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það kostar eitthvað um 1500 kr. á mánuði gæðafóður fyrir einn kött. Ef þú ert með innikött þá verður þú að gera ráð fyrir kattarsandi. Góður kattarsandur er misjafnlega dýr. Sá besti og ódýrasti fæst í Dýrabæ, Hlíðarsmára 9 og þar fæst líka góður gæðamatur á góðu verði. Sandurinn heitir Cats best. Pokinn kostar 1100 og dugar í nokkra mánuði fyrir einn kött. Aðrar tegundir eru miklu dýrari og lélegri. Svo verður þú að bólusetja köttinn þinn og ormahreinsa einu sinni á ári. Það kostar...

Re: "Árás!"

í Kettir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Enn og aftur. Til hvers eruð þið inn á áhugamálið kettir þegar þið hafið engan áhuga á köttum. Þetta gerist alltaf þegar einhver kemur með grein. Einhverjir unglingaveikir hálfvitar með einhver komment sem þeim þykir mjög fyndin, en eru bara lýsing á þeirra litlausu og stafsetningarvillufylltu ómerkilegu tilveru. Ég er hér með hætt á þessu áhugamáli, verði ykkur að góðu. Heiðrún

Re: Bengalkisi fagur er

í Kettir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Óli í Nátthaga er einmitt með tvær læður sem hafa átt kettlinga og eru geldar. Ég held að hann selji þær á 25 þús. Heiðrún

Re: Kattavinur vikunnar

í Kettir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég er búin að fara yfir alla síðuna margoft en hef ekki ennþá fundið linkinn til að verða kattarvinur vikunnar. Gæti ekki verið að það séu engir eftir sem kattarvinir því linkurinn er horfinn. Heiðrún

Re: Gott líf hjá köttum

í Kettir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það sem hægt er að gera fyrir kettina í Kattholti er að koma í veg fyrir fjölgun katta með geldingu katta sem maður á, og þá er hægt að finna eigendur fyrir fullorðnu kettina þar. Það er líka alveg ótrúlegt að það finnist ekki eigendur þessa katta sem koma þangað. Þeir eru gæfir og vanir mönnum þannig að einhver hefur átt þá. Er fólki virkilega svona sama um gæludýrin sín? Þegar kötturinn er fullorðinn, er honum þá bara hent út og fenginn nýr kettlingur. Það er að mínu mati bráðnauðsynlegt...

Re: "Hugvekja" um kattarmat

í Kettir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Fóðrið fæst líka hjá Helgu Finns dýralækni í Skipasundi. Annars var ég í Dýrabæ í dag og það er mjög mikið úrval af bælum á góðu verði. Þær leggja svo lítið á vörurnar þessar elskur. Ég keypti líka kattardót og kattarklórutré sem var á mjög góðu verði. Heiðrún

Re: Bengalkisi fagur er

í Kettir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þú getur ekki fengið ógelda Bengallæðu. Nátthagi er eini staðurinn sem ræktar þá. Þú gætir keypt í útlöndum frjóa Bengallæðu og flutt hana inn, en það yrði mjög dýrt. Það er ekki að ástæðulausu að Óli í Nátthaga lætur ekki frá sér frjóar læður. Því að Bengalkötturinn er blandaður með asískum villiketti þá er stutt í villidýrið þeirra, og það er hætta á að ef Bengallæða myndi eignast kettlinga sem yrði ekki hugsað um og myndu lenda á vergang, þá yrðu það rosalega grimm og hættuleg dýr. Það er...

Re: Innflutningur á köttum-hvað kostar?

í Kettir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það kostar mikið. 1999 þegar ég var að kanna málið að flytja inn kött frá Danmörku, þá kostaði uppihaldið í hrísey um 90 000 fyrir utan flutningskostnað (flug til hríseyjar frá landi x, plús flutningur kattarins frá norðurlandi til heimilis þíns). Ég get ekki ímyndað mér að verðið hafi lækkað. Mig minnir að það megi ekki flytja inn kettlingafullar læður. Annars er einangrunarstöðin í Hrísey í símaskránni og það er alveg hægt að hringja í þá og spyrja um verð. Heiðrún

Re: Stírur?

í Kettir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ef kötturinn er með meiri stírur en vanalega þá getur hann verið veikur. Spurningin er hinsvegar hversu mikið. Hann getur einfaldlega haft kvef. Einkenni þess er mjög blautt nef, hást mjálm og hósti. Svo getur verið að það sé eitthvað sem erti augu hans. Svo getur hann verið með alvarlega sýkingu, en ef hann er mjög slappur þá myndi ég ekki hika við að fara með hann til dýralæknis. Annars held ég að hann sé bara með kvef ef hann er hress að öðru leyti. Annars er til sjúkdómur erlendis í...

Re: Yfirgangur "sumra" kattaeigenda

í Kettir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég er sammála flestu í þessari grein þrátt fyrir að ég eigi sjálf 5 ketti. Þegar ég bjó í Reykjavík þá átti ég 3 ketti og ég hafði þá alltaf inni. Það voru margar ástæður fyrir því, s.s. að það er mjög hættulegt fyrir ketti í Reykjavík að vera úti, því það er svo mikið af bílum og svo er mikið um að fólk sé að pína útiketti eins og hægt er að lesa um í greinum hér á Huga. Ég hugsaði líka um að ég vildi ekki að kettirnir mínir væru að trufla nágranna mína, þannig að besta lausnin var að hafa...

Re: Gefins tveir yndislegir innikettir

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þær eru báðar vanar því að fara alls ekkert út. Þær gera bara þarfir sínar í kattarkassa, og með góðum sandi er það ekkert mál. Ég er með 6 ketti þar af eru 4 innikettir og það er ekkert mál að vera með kassa. Annars er sú yngri komin á nýtt heimili en það vantar ennþá heimili fyrir þessa skottlausu, þannig að endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á henni. Síminn minn er 551 7576 og netfangið er heidrunb@simnet.is Heiðrún

Re: Gefins tveir yndislegir innikettir

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Nei ekki ennþá en get reddað því. Heiðrún

Re: Gefins tveir yndislegir innikettir

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég verð að segja að ég skil ekki í öllu þessu fólki sem hengur hérna á þessu áhugamáli sem er illa við ketti. Það hljóta að vera til áhugamál á Huga sem passa kannski betur fyrir þau. Annars er skiljanlegt að það sé verið að bögga áhugamálið, enda kennarar í verkfalli og allar gelgjurnar hafa ekkert annað að gera nema vera til leiðinda. Farið frekar í Kringluna og verið til leiðinda þar. Heiðrún

Re: Nafn óskast!

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég átti einu sinni gráan kött sem ég kallaði Grámann, svo er Snúður alltaf klassískt eða Askur, Móði, Magni.

Re: smá heilræði væru vel þegin

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Að mínu mati er cats best frá Dýrabæ, Hlíðarsmára 9 besti og ódýrasti sandurinn, Pokinn kostar 1100 og dugar í 1 mánuð pr. 2 ketti eða lengur. Hann er líka rosalega lyktareyðandi og er hægt að sturta klumpunum í klósettið því hann er gerður úr jurtatrefjum sem eyðast í náttúrunni. Heiðrún

Re: Lausn gegn hárlosi hjá köttum

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Já yfirleitt fara norskir skógarkettir mikið úr hárum. Heiðrún

Re: Hvað kostar að bólusetja kettling?

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þú þarft að borga komugjald og síðan fyrir bólusetningu. Komugjaldið er mismunandi eftir stöðum svona 2000-3000, svo kostar bólusetningin um 1000 kr. Annars er þetta mjög mismunandi eftir stöðum þannig að ég myndi hringja til að vita verðið. Þú veist vonandi að þú þarft að bólusetja þá tvisvar, síðari bólusetningin eftir mánuð, og þá bara einu sinni á ári eftir það. Svo væri líka sniðugt hjá þér að biðja um sprautu sem ormahreinsar, ég þarf allaveganna ekki að borga fyrir hana. Gangi þér vel Heiðrún
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok