Þetta hefur í mörg ár farið alveg hryllilega í taugarnar á mér og í ljósi umræðu sem fór af stað svona “on the side” á öðrum þræði hér þá ákvað ég að skrifa þessa grein.
Sjálfur á ég hund, yndislegan og ljúfan hund sem geltir ekki einusinni. Ég fer með hann út að labba einusinni til tvisvar á dag og þríf eftir hann skítinn, ef ég ætla að leyfa honum að hreyfa sig eitthvað af viti þá fer ég með hann útfyrir borgarmörkin svo hann geti sprett úr spori án þess að angra neinn því ég geri mér alveg grein fyrir því að fullt af fólki er skíthrætt við hunda. Fyrir að fá að halda þetta dýr sem gerir engum neitt, angrar engan og kemur hreinlega ekki nálægt neinum nema fjölskyldu minni og vinum þarf ég að borga ákveðna upphæð á hverju ári.

Í húsi í sömu götu og ég bý í, er einhvers konar griðastaður fyrir ketti, og er oft bíll merktur Kattholti þar fyrir utan, ég hef svosem ekkert á móti því en þetta hefur það í för með sér að það eru MJÖG margir kettir þarna í kring, þeir pissa og skíta útum allt, m.a. annars í garðinn minn (sem btw er með ca. 2 metra girðingu allan hringinn, það dugar til að halda hundinum mínum inni en ekki köttunum úti)

Ég er reyndar að ljúga þegar ég segi að þetta hafi gengið áfallalaust fyrir sig, því oft gerist það að þegar ég er með hundinn í kringum húsið þá heyri í hvæs í kringum mig og mér stendur oft ekki alveg á sama og þaðan af síður hundinum mínum því hann er skíthræddur við ketti eftir að köttur réðist á hann þegar hann var hvolpur útí garði hjá systur minni, og mér er sama hvað hver segir - meðal köttur er mun grimmari og vægðarlausari en meðal hundur.

Ef maður reynir svo að ræða þetta á skynsamlegan hátt við kattaeigendur þá fær maður nákvæmlega sömu svörin og ein sem dirfðist að kvarta yfir kattarskítnum í sandkassanum sínum, þetta væri hennar vandamál sem hún ætti að fyrirbyggja með því að t.d. “kenna barninu sínu að borða ekki sand” o.s.frv.

En til þess að draga þetta saman þá er það mitt vandamál ef að:

a) kötturinn þinn kúkar í sankassann minn

b) kötturinn þinn kemur inn til mín af því að ég bý í kjallara og er ekki búinn að gera viðeigandi ráðstafanir til vernda mig og mína fjölskyldu fyrir kettinum þínum og hann kúkar og pissar, tala nú ekki um ef barnið mitt er með kattaofnæmi, þá er eins gott að taka upp veskið því enginn er óhultur, ekki einusinni inná sínu eigin heimili.

c) kötturinn þinn ræðst á hundinn minn þar sem hann er í bandi útí garði, veit ekki alveg hverning það er mér að kenna en ég bíð spenntur eftir svörunum hér

ég gæti reyndar alveg bætt við þennan lista en þetta er orðið nógu langt.

Að auki verða flestir kattareigendur brjálaðir ef minnst er á að greiða einhver gjöld af köttunum.

Ef við tökum svo mig sem dæmi:

a) það er ætlast til þess að ég þrífi upp skítinn eftir hundinn minn hvert sem ég fer

b) ef að einhver ræðst á hundinn minn og hann snýst til varnar og tekur á móti þá er það mér að kenna, ég þarf að borga bætur og lóga hundinum - á þessu eru engar undantekningar.

c) ég þarf að passa að hundurinn minn sé hvergi laus nema utan borgarmarkanna og á fyrirfram ákveðnum svæðum

Fyrir þessa “þjónustu” er ég svo skyldugur til að borga mínu bæjarfélagi peninga.

Ég spyr nú bara, hvar er sanngirnin í þessu og er ekki kominn tími til að ábyrgir kattaeigendur reyni að taka smá ábyrð á dýrunum sínum, mér finnst mun eðlilegra að það sé til sjóður sem ég get sótt í pening til að verja heimilið mitt og eignir fyrir köttunum ykkar heldur en að ég þurfi að gera það sjálfur og þurfa svo að hlusta á það hversu asnalegt það er af mér að nenna ekki að skreppa í Byko og kaupa nagla, stela einhverju spýtnadrasli og leggjast á hnén og gera leiktæki barnanna minni “kattheld”??