Hæ Kisuhugarar

Ég fór á kattarsýninguna eins og vanalega og hitti þar konu sem sagðist hafa prófað olíu fyrir ketti með hárlos og hún þrælvirkaði víst. Ég keypti eina flösku fyir síðhærða köttinn minn sem fer alveg rosalega úr hárum. Hún er búin að fá þessa olíu í 3 daga og ég sé rosalegan mun. Hún fer miklu minna úr hárum og feldurinn er ekki lengur eins fíngerður. Ég veit að það er ótrúlegt að sjá svona mikinn mun eftir svona fáa daga en þetta er staðreynd.

Þessi olía er notuð innvortis og bara hálf til ein tsk. fyrir kött á dag. Virka efnið í þessari olíu er Flaxseed olía, ýmsar aðrar olíur og vítamín. Ég hef séð að það er líka Flaxseed olía í kattarmatnum sem ég nota, og það magn virðist duga á stutthærðu kettina mína en síðhærði kötturinn virðist þurfa meira magn.

Þessi olía fæst í Furðufuglar og fylgifiskar Bleikargróf 15 og Hafnarstræti 17 og líka hjá mörgum dýralæknastofum. Hún heitir Mirra-coat 03 og kostar um 1200 kr. flaskan sem dugar lengi fyrir einn kött.

Endilega látið líka vita ef þið hafið notað þessa olíu og ef hún hefur virkað.

Kveðja
Heiðrún