Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

heidur2
heidur2 Notandi frá fornöld 268 stig

Re: Góð ráð til að koma köttum saman

í Kettir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það gæti verið gott að kynna þær aftur fyrir hvor annarri í afslöppuðu umhverfi, en ef þær eru úr sama goti þá ætti þeim að koma vel saman, eins og öllum kattarsystkinum. Annars er búið að biðja mig um að taka 3 ára læðu, sem er geld, og ég ætla að venja hana við hópinn um helgina. Það verður spennandi að vita hvernig það fer. En ég er að undirbúa vaskhúsið fyrir hana ef hún vill ekki venjast strax hinum köttunum. Heiðrún

Re: Mikilvægi á gæðum fóðurs fyrir ketti

í Kettir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Mér finnst persónulega Everclean dreifast jafn mikið og Cats best. Nema Everclean er úr hörðu efni og óþægilegt að stíga á kornin, en Cats Best er með mjúkum trefjum, annars leysi ég þetta vandamál með því að hafa mottu fyrir framan kassana. Kveðja Heiðrún

Re: Mikilvægi á gæðum fóðurs fyrir ketti

í Kettir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er bara framleidd ein tegund af kattarmat í Solid Gold merkinu, en Icy er 6 ára gömul og virðist þrífast vel af þessum mat. Hún kom til mín með mjög mattann og upplitaðan feld, en hann er alveg búinn að jafna sig. Maður verður bara að passa að gefa þeim ekki of mikið, því það er svo mikil næring í matnum. Annars er skondið að þú sagðir að þú vildir ekki borga fyrir kettina. Einu kettirnir sem ég hef keypt eru íslensku húskttirnir, því ég fékk þá úr Kattholti og þurfti að borga fyrir...

Re: Mikilvægi á gæðum fóðurs fyrir ketti

í Kettir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Jú, Royal Canin er góður matur, eins og flestallur matur sem er seldur í dýrabúðum. Lýsingin á kattarsandinum er eins og á Everclean pökkum. Báðar ágætis vörur, en dýrari hlutfallslega heldur en maturinn og sandurinn sem ég er með. Kveðja Heiðrún og dýragarðurinn.

Re: Kattamatur eða mannamatur

í Kettir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það er ekki hægt að gefa köttum eingöngu grænmeti. Þá fer köttum að vanta vítamín sem er eingöngu í kjöti og deyja því á nokkrum vikum, annars er flestur kattamatur með grænmeti líka með kjötinu, því að náttúrulegur matur katta sem eru mýs og fuglar innihalda líka grænmeti. þ.e.a.s. magainnihald smádýranna sem kötturinn étur. Þannig ef kötturinn á að fá öll nauðsynleg næringarefni þá á maturinn að innihalda grænmeti og kolvetni. Heiðrún og dýragarðurinn

Re: Kisurnar mínar.........

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
5 kg er eðlilegt fyrir kött. Hvað er Brandur gamall? Kettir eru vanalega bestir í því að þvo sér sjálfir þannig að sjampó ætti bara að nota í neyð (þ.e.a.s. ef köttur hefur lent í einhverju sem hann nær ekki af sér). Ég á snjóhvítann norskan skógarkött og það kemur fyrir að hún verði gráleit ef hún fer í einhver óhreinindi en hún nær alltaf að þrífa það burt. Maður þarf í rauninni ekki að klippa klærnar af köttum sem eru aktívir og vanir að fara út. Ef kötturinn er bara inniköttur þarf að...

Re: Að sætta kisu og \

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hann er samt ekkert sáttur að hann sé í rúminu með mér. Þegar Múddi (högninn) liggur og vill knúsa með mér þá setur hann rassinn á sér þétt ofan á andlit sambýlismannsins og lætur eins og hann sjái hann ekki. kveðja Heiðrún og dýragarðurinn

Re: Að sætta kisu og \

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Frábær grein og góð ráð sem þú gefur. Ég á einmitt högna sem er rosalega fælinn við alla nema mig, meira að segja sambýlismanninn líka. Ég lét hann alltaf sjá um að gefa honum og viti menn, 1 og hálfu ári seinna þá má hann loksins klappa högnanum og knúsa hann og kyssa. Það svínvirkar að láta kallana sjá um að gefa kisunum að éta. kveðja Heiðrún og dýragarðurinn

Re: Kittý fundin - orðin klikk!

í Kettir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég held að hún jafni sig alveg. Múddi minn var einu sinni týndur í 4 daga og var mjög villtur þegar við fundum hann. En hann jafnaði sig á nokkrum dögum. Ef þú ert bara góður við hana og sýnir henni fram á hið góða líf innandyra, þá ætti hún að taka alla í sátt aftur.

Re: Kynning

í Kettir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
nafn: Heiðrún aldur: 27 kettir: Þormóður kallaður Múddi (aðalköttur) hvítur og bröndóttur íslenskur högni 2 ára. Snælda hvít og svört (skjöldótt) læða 1. árs Ljósálfa Afródíta hvít og heyrnarlaus norsk skógarkattalæða 1. árs.

Re: Nýjar fréttir af Afródítu

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég ætla að koma 23. júní og líklega fjölskylda mín líka. Ætli það sé mögulegt að ég megi koma með Afródítu ef hún er í bandi?

Re: Nýjar fréttir af Afródítu

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já þeir eru hættir að bregða henni. Múddi vill nú alltaf þefa af rassinum á henni og hún samþykkir það. Hann var víst að reyna að koma á einhverri goggunarröð með því að slá hana en það endaði með því að hann var kominn með 2 klóruför á nebbanum en hún engin. Svo lamdi hann hana á hausinn þegar hún borðaði úr dallinum hans en hún lamdi hann bara til baka, þannig að hann er hættur öllum svoleiðis stælum núna og byrjaður að lúffa fyrir henni.

Re: súrsætur kjúklingur með cous-cous

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það er hægt að nota venjulega súrsæta sósu en það er betra að nota þessa í litlu krukkunum með engu gumsi í.

Re: Kettlingar

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Út af hverju ertu að láta læðuna þína eignast kettlinga þegar þeir verða bara drepnir ef þeir fara ekki til nýrra eigenda. Gæti verið að einhverjir aumki sig yfir þessi grey ef þú hótar að drepa þá annars, en mér finnst það dálítið smekklaust.

Re: Nýja heyrnarlausa kisan mín

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það er víst verið að reyna að græða heyrnartæki í heyrnarlausa ketti, en það er allt á byrjunarstigi. Annars fer ég með köttinn út að labba og henni líkar það vel og er mjög þæg í ólinni sinni. Ef þeim er kennt að ganga í ól frá unga aldri þá gengur það upp, annars ekki.

Re: Nýja heyrnarlausa kisan mín

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég veit að hún er heyrnarlaus því að hún sýnir engin viðbrögð við hljóðum duh.

Re: Gulbröndótt læða!!!

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Læður geta verið gulbröndóttar, en óalgengara að högnar séu þrílitir (svartir/gráir, gulir og hvítir). Þeir högnar sem hafa þá liti eru oftast ófrjóir, fylgir víst genunum við þessa liti.

Re: Nýja heyrnarlausa kisan mín

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Alls ekki sammála. Þessi köttur hefur það bara mjög fínt og þjáist ekki neitt.

Re: Gott kattarfóður

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Allir kettirnir mínir eru innikettir en fara mjög lítið úr hárum. Hárlos fer víst líka eftir ljósmagni, þess vegna er það meira um vor og snemma sumars. Þá eru þeir að losa vetrarfeldinn og eins á haustin þegar þeir losa sumarfeldinn.

Re: Kattaeigendur!

í Kettir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
sammála síðasta ræðumanni!!!!!

Re: Kettir og önnur gæludýr

í Kettir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Þar sem ég leigi út herbergi í minni íbúð öðrum og það er leyft að hafa gæludýr þá hafa alls verið 4 hundar á mínu heimili gegnum tíðina. Fyrst kom leiðinlegur og heimskur Doberman (sem var ekkert hugsað um) og hann vildi elta kettina. Svo kom Garri sem er svo veraldarvanur og kurteis hundur og kettirnir mínir elskuðu hann. Meira að segja Múddi líkaði vel við hann og þegar eigandi hans flutti þá leituðu kisurnar að honum út um allt. Svo var einn hvolpur sem var hérna um tíma og Snælda fannst...

Re: Búið og gert

í Kettir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Það er td. Hills science plan sem fæst í allskonar tegundum. Mæli með hairball control. Eyðir öllum hárum í maga kisu. Pokinn kostar um 2000 kr. og er um 4 kg (eða 5 man það ekki nákvæmlega. Fæst hjá Dagfinni og dýralæknastofu Garðabæjar. Svo er það Solid gold. Þeir kosta 1200 kall pokinn og er með 2-3 kg. Nota tvo poka fyrir 3 ketti á mánuði. Það fæst hjá Helgu Finns dýralækni í Skipasundi.

Re: Búið og gert

í Kettir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Það er reyndar regla þegar maður skiptir um fóður hjá köttum að blanda það gamla með því nýja þangað til það gamla er búið. Það hindrar að kettirnir fái í magann við fóðurskiptin eða vilji ekki nýja fóðrið, þannig að ég ráðlegg þér að blanda það. Iams er mjög gott fóður ætla ekki að efa það, en það er með því dýrasta sem ég hef keypt og það endist mjög stutt í einu hver poki. Það eru til fóður sem eru jafngóð eða betri en Iams og kosta minna hlutfallslega.

Re: Dýralæknar

í Kettir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Fer með kettina mína til Helgu Finns. Mér finnst hún mjög fín og kann vel á ketti.

Re: Nýbökuð kisumamma veit ekki meir......

í Kettir fyrir 22 árum
Ef þú gefur honum gott fóður þá á hann ekki að fitna. Eins og ég hef verið að hamra á undanfarið þá er fóður í dýrabúðum eða hjá dýralæknum eina sem er nógu gott. Mínir kettir eru alltaf með fóður í skálunum sínum en samt fitna þeir alls ekki. Það gæti líka verið að kettlingurinn sé með orma. Þá virðist maginn vera mjög stór og útþaninn. Annars verður maður að ormahreinsa kettina sína tvisvar á ári og oftar ef þeir eru útikettir. Ég hef lesið að það sé allt í lagi með að hafa kettling aðeins...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok