Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

heidur2
heidur2 Notandi frá fornöld 268 stig

Re: Matur etc etc

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ef þú ert með gott þurrfóður þá má alveg láta alltaf vera mat í skálinni. Flestir kettir kunna sér hófs og borða bara það sem þeir þarfnast. Ef þú ert með blautfóður þá myndi ég skipta yfir í gott þurrfóður, það er bæði ódýrara og kettinum líður betur, minna hárlos og flottari feldur. Annars er ekki hægt að hafa alltaf blautmat í skál, bæði skemmist hann fljótt og kettir vilja oftast klára blautmatinn, enda mikið krydd í honum sem þeir eru sólgnir í. Passaðu ef þú ert með þurrfóður að hafa...

Re: Hjálp! veit ekkert hvað ég er að gera!

í Kettir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég vona að ég geti hjálpað þér. Það sem köttur þarfnast aðallega er matur, ferskt vatn (skipta um vatn daglega) og staður til að gera þarfir sínar. Matur: Það er betra að gefa kettinum gott fóður sem fæst í dýraverslunum eða hjá dýralækni. Fóður sem fæst í stórmörkuðum er ekki eins gott. Það er líka svipaður kostnaður við fóður, því gott fóður er mjög drjúgt, og þú færð heilbrigðari kött og losnar við hárlos og meltingartruflanir. Ég persónulega mæli með Solid Gold fóðri sem fæst í Dýrabæ...

Re: Næsta sýning verður 9 og 10 október

í Kettir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég ætlaði að sýna tvær Bengallæður í flokki geldinga, en önnur læðan mín fékk eyrnamaur eða eyrnabólgur. Ég er búin að láta sprauta gegn eyrnamaur tvisvar sinnum á alla strolluna, það dugði ekki á þessar tvær sem voru með skít í eyrunum, þá voru þær settar á vikukúr með eyrnadropum, þá þarf að bíða 10 daga og svo endurtaka í 7 daga. Ég var bara ekki viss hvort ég væri búin að koma í veg fyrir þessar sýkingar fyrir sýningu, þannig að ég ákvað að fara bara á næstu sýningu. Ekki gaman að koma...

Re: Þunglyndur köttur

í Kettir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það getur hreinlega verið að honum leiðist einum. Ég á 5 ketti og er með 3 í pössun. Þegar ég fékk mér fyrsta köttinn minn fyrir 3 árum síðan þá var greinilegt að honum leiddist að vera einum, þó að ég væri heima allan daginn og lék mér mikið með hann og sýndi honum mikla athygli. Ég fór þess vegna aftur í Kattholt og spurði þá hvort ég gæti ættleitt aðra kisu og tók það fram að hún þyrfti að vera góð við aðra ketti. Þegar hún kom svo heim þá vildi högninn minn bara leika við hana, og hann...

Re: Fréttir af köttum sem er verið að passa 3

í Kettir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Er ekki viss hversu lengi þessi matur hefur fengist á Íslandi, en ég kynntist honum 2001 þegar Helga Finns dýralæknir benti mér á hann. Þá held ég að hann hafi fengist í einhvern tíma.

Re: Fréttir af köttum sem er verið að passa 3

í Kettir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég gef þeim mat sem heitir Solid Gold og fæst í Dýrabæ, Hlíðarsmára 9 (rétt hjá Nings í Smáranum). Ég er búin að nota hann í næstum því 3 ár og mjög góð reynsla af honum. Þessi matur er bara með lífrænt ræktað lambakjöt, og önnur hráefni. Engin viðbætt dýrafita, salt, sykur eða annað uppfyllingarefni. Undirstaðan í honum er lambakjöt, brún hrísgrjón og síld, svo er alls konar góður matur í honum. T.d. Yucca, sem er planta sem lætur hægðirnar hjá köttunum lykta minna, bláber til að styrkja...

Re: Köttur sem fer úr hárum

í Kettir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég nota persónulega solid gold sem fæst í dýrabæ hlíðarsmára 9. Ég er búin að nota þennan mat í 3 ár og hann gerir feld kattanna alveg frábæran. Annars fer það eftir köttum hversu mikið þeir fara úr hárum. Ég á norskan skógarkött sem fer mjög mikið úr hárum, og svo er ég með aðra ketti sem fara næstum því ekkert úr hárum. Heiðrún

Re: Nýjar fréttir af kisum sem er verið að passa

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Báðir mínir útikettir hafa alltaf verið bjöllulausir og hafa aldrei veitt fugl svo ég viti til þó að það séu fáir staðir á landinu með annað eins fuglalíf og hérna. Snælda kom einhverntímann með lifandi mús, en það er það eina sem ég hef séð þá veiða. Svo er Múddi atgangsharður í flugum og fiðrildum, sérstaklega hunangsflugum sem honum finnst mjög góðar á bragðið. En efast um að bjalla á honum kæmi í veg fyrir þær veiðar. Ég skora á þig að kaupa þér stóra bjöllu og prófa að vera með hana um...

Re: Nýjar fréttir af kisum sem er verið að passa

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þetta fóður fær maður í Dýrabæ, Hlíðarsmára 9. Ég er með sérkjör hjá þeim en pokinn kostar í búðinni 3190 ef ég man rétt. Þetta er rosalega gott gæðafóður. Það er t.d. engin aska í því eins og er í science plan. Það eru engin rotvarnarefni í því og allar afurðir í því eru lífrænt ræktaðar. Uppistaðan í því er lambakjöt, brún hrísgrjón og einhverskonar síld. Lambakjötið er betra en kjúklingur upp á hárlos. Svo eru allskonar hlutir í því, t.d. yucca sem er planta sem veldur því að skíturinn...

Re: Nýjar fréttir af kisum sem er verið að passa

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er ekkert svo dýrt. Ef ég geri ráð fyrir að hver köttur borði um 40-60 gr á dag þá er það ca 500 gr. á dag. Og ég er með kattarmatspoka upp á 6.8 kg sem endist þá ca. 12-13 daga ef ég áætla ríflega og hann kostar 2880, þannig að það kostar 212 kr á dag að fæða 10 ketti. Mér finnst það nú ótrúlega lítið þannig að ég myndi segja 300 kr. á dag. Það er bara svo miklu ódýrara að fóðra með gæðaþurrfóðri heldur en blautmat. Svo fá kettirnir oft harðfisk og rækjur. Heiðrún og dýragarðurinn

Re: Vantar nafn...

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er til fullt af góðum kisustelpunöfnum. T.d. Embla, Hrefna, Lilja, Snælda, Branda, Skotta, Kría, Mónika o.s.frv.

Re: pössun fyrir ketti

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Já ég er með 3 herbergi þar sem þeir geta verið í. Núna eru komnar 2 dömur og eru þær í sitt hvoru herberginu og virðast una sér vel. Ég spyr fólk náttúrulega hvort það sé ekki öruggt að þeir séu ekki með neina smitsjúkdóma og þeir þurfa helst að vera bólusettir og ormahreinsaðir. Heiðrún

Re: pössun fyrir ketti

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég veit ekki hvað ég get tekið marga, það verður bara að koma í ljós, kannski svona 4-5 ketti fyrir utan mína, en svo ef þetta eru kettir sem eru vanir að vera saman þá gæti ég tekið fleiri. Þetta verður bara allt að koma í ljós. Heiðrún

Re: pössun fyrir ketti

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Kisupartý er það sem ég kalla það ef það er enginn heima og opinn gluggi, þá getur komið fyrir að það komi inn fullt af köttum og leggi undir sig húsið og reki jafnvel köttinn sem á heima þar út. Verst ef ógeldir högnar komast inn því þeir vilja alltaf merkja hluti og lyktin er ógeðsleg af því. Heiðrún

Re: pössun fyrir ketti

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það getur verið allt í lagi að skilja köttinn eftir og að það sé litið til hans daglega ef fólk fer ekki lengi í burtu. Samt verður að taka með í reikninginn að það getur ýmislegt komið fyrir útikisur og þeir vilja oft halda kisupartý, þar sem allir kettirnir í hverfinu koma. Það getur líka ýmislegt komið fyrir inniketti, það getur verið ótrúlegt hvað þeir geta komið sér í, sérstaklega ef þeir eru í skemmdarverkastuði vegna einmanaleika. Ein læðan mín festi t.d. hausinn í hanka á tösku og...

Re: pössun fyrir ketti

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er nýorðin 29 ára. Ég gleymdi líka að segja að ég er heima allan sólarhringinn. Ef ég skrepp eitthvað þá er það vanalega 3-5 tímar í hæsta lagi, þannig að ég er eiginlega alltaf við heima. Ég ætla líka að setja auglýsingu í fréttablaðið og sjá hvort einhverjir vilja pössun fyrir kettina. Ég fékk eiginlega þessa hugmynd þegar maður las um að flestum köttum er lógað á sumrin því fólk fær enga pössun fyrir þá. Það vantar algerlega þessa þjónustu, þó að hún sé í Kattholti þá skil ég alveg...

Re: Svoldið smeikur

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Það sem breytist hjá geldum högna er að hann verður heimakærari, gæfari og kelnari. Högnar eru yfirleitt mjög fljótir að jafna sig eftir geldingu og ég tel að það sé betra fyrir högna að vera geldur heldur en ógeldur. Ógeldir högnar fara yfirleitt á flakk og lenda í grimmilegum slagsmálum og eru með þessa kynferðislegu þörf sem fær þá til að gera ýmislegt sem er hættulegt, eins og að fara langt frá heimili sínu eða týnast svo mánuðum eða árum skiptir. Það er yfirleitt keyrt á þessa högna eða...

Re: Vesen

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Besta aðferðin til að fá þá til að hætta að stela mat, er að banna þeim það. Ég á kött sem stal hreinlega af disknum manns. Svo kenndi ég henni að ef ég sagði “bíða prúð og góð” þá fékk hún mat ef hún beið prúð og góð. Ekki vera hrædd um að segja “nei” við köttinn. Það er líka gott að berja í borðið þegar maður segir nei, og setja hann niður af borðinu. Kettir þurfa að fá aðhald eins og önnur dýr og þeir eru fljótir að læra hvað má og hvað má ekki. Taktu fyrir þessa hegðun eins fljótt og...

Re: Bardaga dísin Gullbrá

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég á 5 ketti sem koma allir úr sitthvorri áttinni og er líka að passa einn kettling. Aðferðin sem maður notar til að koma tveim köttum saman, er að gefa þeim góðan tíma. Þar sem að það er greinilegt að þinn köttur er ekkert sérlega vel við aðra ketti þá þarft þú að passa hvað þú gerir. Það er líklega best að hafa kettlinginn í lokuðu herbergi fyrst um sinn, og láta þau venjast lyktinni af hvor öðrum gegnum dyrnar og með því að láta eitthvað sem kettlingurinn hefur sofið á til hennar. Svo...

Re: kisur úti eða inni?

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er sammála að halda köttum inni í Reykjavík. Er einmitt að passa kettling sem á heima í Reykjavík og varð undir bíl og það þurfti að taka allt skottið af henni. Það er sagt að meðalaldur útikatta í Reykjavík er 4 ár vegna þess að það er keyrt yfir svo marga. Annars á ég heima á Eyrarbakka, á 5 kettir. Tveir fá að fara út eins og þeim langar, en hinir 3 eru inni, en fá að fara út í bandi. Ein af þeim sem er innikisa er heyrnarlaus, þannig að það er ekki óhætt að setja hana út, ein er...

Re: Kattholt!

í Kettir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég er sammála, kisurnar í Kattholti eru yndislegar. Það er líka allt í lagi að ættleiða eldri kisu, því eins og allir vita eru kettir ótrúlega aðlögunarhæfir, þannig að þeir verða alveg yndislegir. Ég á sjálf tvo ketti úr Kattholti, Múdda og Snældu. Múddi var meira að segja köttur sem maður gæti sagt að væri rosalega taugaveiklaður og hræddur við allt, enda mjög líklegt að hann hafi lent í einhverjum hremmingum áður en hann kom í Kattholt. Hann var 1 árs þegar ég fékk hann, og hann var...

Re: Hvað heitir kötturinn þinn ?

í Kettir fyrir 20 árum
Kettirnir mínir heita Múddi (Þormóður), Snælda, svo koma Afródíta sem við köllum hvítu kisu, svo Icy spicy og Vicky, en síðustu þrír kettirnir eru með ræktendanöfn. Heiðrún

Re: hmm..

í Kettir fyrir 20 árum
Já þeir gera það svo sannarlega. Vanalega er það Silent but deadly, sjaldan sem maður heyrir einhver hljóð. Kettir virðast prumpa meira af Whiskas kattarmat heldur en betri kattarmat, þannig ef hann er að borða svoleiðis þá verður þú bara að taka því og líka því að skíturinn hans lyktar alveg rosalega. Heiðrún

Re: Góð ráð til að koma köttum saman

í Kettir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Afslappandi umhverfi gæti verið t.d. úti og þú værir með leikfang sem þær eru báðar með áhuga á eins og eitthvað með fjöðrum eða bandspotta með pappír á endanum. Reyndu síðan að láta þær leika sér saman, það er mjög afslappandi fyrir þær að leika sér saman. Heiðrún

Re: Hárlos

í Kettir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það gæti verið bæði út af mjólkinni og matnum. Sumir kettir þola ekki mjólk og þá geta þeir farið úr hárum. Hvernig fóður gefur þú honum? Ef þú gefur honum fóður sem er keypt í matvörubúð þá er það ekki gott fóður. Kauptu heldur matinn í dýrabúð, sá matur er mikið betri fyrir köttinn og mikið drýgri þannig að þú sparar ekki neinn pening á því að kaupa ódýrari mat. Heiðrún
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok