Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

heidur2
heidur2 Notandi frá fornöld 268 stig

Re: Megrunarkúr

í Kettir fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Þú getur náttúrulega gefið kisunni þinni minna að borða. Kettir eru yfirleitt fljótir að grennast þannig ef þú gefur henni minna þá ætti hún að grennast fljótt. Annars er líka hægt að kaupa sérstakt megrunarfóður, en passaðu að það sé með mikið af próteini og lítið af fitu því ef það er of lítið af próteini í því þá léttist kötturinn ekki.

Re: Breima kettir

í Kettir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ef kötturinn er að breima þá er það læða. Högnar breima ekki en ef þeir eru ekki geldir þá fara þeir næstum því undantekningarlaust á flakk og geta horfið svo mánuðum skiptir. Ef þetta er læða sem er að breima þá fer hún yfirleitt ekki frá heimilinu, en það geta farið að koma högnar frá öðrum bæjum. Læður breima yfirleitt í 5-7 daga og breima næstum því í hverjum mánuði, þannig að það þarf að setja hana á getnaðarvörn, eða láta taka hana úr sambandi. Eins ef þetta er högni þá þarf að gelda hann.

Re: HJÁLP!!?

í Kettir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég myndi ekki láta köttinn fara fyrr en það er búið að gera alvöru ofnæmispróf. Það er nú bara þannig að ef fólk fer með einkenni ofnæmis til læknis þá spyrja þeir yfirleitt hvort það sé dýr á heimilinu, og ef svo er þá segja læknarnir alltaf að ofnæmið sé af völdum katta, hunda eða kanína o.s.frv. Ég heyrði líka einu sinni að kona fór til læknis með ofnæmiseinkenni og þegar hann fékk að vita að hún væri með ketti, þá fékk hún næstum því skipun að láta lóga þeim öllum frá honum. Þar sem...

Re: Drinkvell gosbrunnur....

í Kettir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Nei það er ekki hægt að fá Drinkwell kattarbrunn á Íslandi. Reyndar á ég einn svoleiðis, en ég pantaði hann í gegnum netið og það var MJÖG dýrt. Gætir prófað www.shop.usa þannig að það myndi kosta minna að flytja brunninn. Ég á 6 ketti og þeir elska þennan brunn. Ég held að þeir drekki samanlagt meira en líter á dag í þessum brunni, sem er mikið meira heldur en þeir gerðu, en yfirleitt drekka kettir allt of lítið og það getur gert þá veika. Sem sagt búin að eiga þennan brunn síðan í...

Re: Hvítir kettir

í Kettir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Það er alls ekki rétt að hvítir kettir fái einhvern eyrnasjúkdóm sem veldur heyrnarleysi. Sumir hvítir kettir eru heyrnarlausir og ef þeir eru með blá augu líka þá eru 50% líkur á að þeir verði heyrnarlausir. Ástæða þess er að genið sem ræður hvíta litnum fylgir líka galli sem veldur því að sumir hvítir kettir FÆÐAST heyrnarlausir. Heyrnarleysið hjá hvítum köttum hefur ekkert með veikindi að gera, heldur er þetta fæðingargalli hjá sumum hvítum köttum (og það á alls ekki við bara albínóa sem...

Re: ódýr hunda- og kattamatur, framhald

í Kettir fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Techni-cal er ágætis fóður, en mér finnst það frekar dýrt. Kveðja Heiðrún

Re: Hvernig á að kynna ketti ?

í Kettir fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Þumalputtareglan er að fara rólega í hlutina, leyfa þeim að fylgjast með hvor öðrum úr fjarlægð og brjóta svo ísinn með því að veifa dóti fyrir framan þau bæði. Þá slaka þau á og veita dótinu athygli og gleyma að vera vond við hvort annað. Virkar oftast og 7 mánaða köttur og 1 árs læða ættu að geta orðið vinir. Annars getur þetta tekið smá tíma, en á endanum þá verða kettir yfirleitt vinir. Kveðja Heiðrún

Re: Norskur skógarköttur?

í Kettir fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Minn norski skógarköttur er líka innikisa þar sem hún er heyrnarlaus. Hún hefur vanist á að fara út í bandi og finnst rosalega gaman að vera úti. Vandamálið er samt að hún er alltaf brjáluð í að komast út og tekur þessi nettu fýlu- og skemmdarköst ef hún fær ekki að fara út, fyrir utan það að finnast við vera mjög leiðinleg við hana. Sumir kettir sætta sig við að fara bara út í bandi, en því fylgir sú hætta að hann finni smjörþefinn af útiverunni og vilji alltaf komast út. Málið er að ef...

Re: hvað er að fólki?

í Kettir fyrir 16 árum
Það er alveg heill hellingur af köttum og hundum sem deyja á hverjum degi um allan heim. Og ekkert endilega ungir og hraustir, heldur mikið af dýrum sem eru gömul og veik sem eru svæfð. Það er talað um að það séu t.d. nokkrar milljónir katta og hunda sem deyja í hverri viku í Bandaríkjunum. Það er víst rosa vesen að losna við líkin. Sum eru brennd, önnur notuð í landfyllingar, og sum jafnvel brædd til að nota í fóður. Og þetta er sannleikurinn hvort sem ykkur líkar betur eða verr. Þannig sú...

Re: Kattarnöfn?

í Kettir fyrir 16 árum
Mínir kettir heita: 1. Múddi (er skírður Þormóður, múddi bara gælunafn) 2. Snælda, ég veit að þetta er algengt kisunafn, en bara svo gamalt og fallegt og svo er þessi kisa svo snælduleg. 3. Ljósálfa Afródíta, það er ræktunarnafnin (hún er hreinræktaður norskur skógarköttur), annars köllum við hana alltaf “hvíta kisa”, því hún er alveg heyrnarlaus þannig að hún heyrir hvort sem er ekki nafnið sitt. 4. Nátthaga Vicky, hún er hreinræktaður Bengal og er skírð eftir einhverri Vicky sem vann...

Re: ódýr hunda- og kattamatur, framhald

í Kettir fyrir 16 árum
Ég vinn í dýrabúð, þannig að hluti af starfi mínu er að selja t.d. Proformance fóðrið. Það er ekki ástæða þess að ég mæli með því, enda fæ ég sko engar prósentur við að selja þetta fóður. Ástæða þess að ég mæli með þessu fóðri er að ég er persónulega með mjög góða reynslu af þessu fóðri, og veit um svo marga sem hafa líka góða reynslu. Þetta fóður er að mínu mati besta fóður sem ég hef persónulega prófað og hvað er að því að deila þeirri reynslu með öðrum, spyr ég bara. Kveðja Heiðrún

Re: ódýr hunda- og kattamatur, framhald

í Kettir fyrir 16 árum
Flest dýrafóður hjá dýralæknum og dýrabúðum eru góð, þó þarf líka að kanna innihald og þessháttar, því ekki allur matur hjá þessum aðilum er mjög góður. Án þess að lasta aðra þá mæli ég með t.d. með Proformance (sem fæst í furðufugla og fylgifiska búðunum), aðallega út af því að ég nota þann mat fyrir mína 6 ketti og þeir hafa aldrei verið svona rosalega fallegir á feldinn og virðist líða vel af þessum mat. Svo er hann líka mikið ódýrari en annar matur. 2 kg af Proformance kattamat kostar...

Re: ódýr hunda- og kattamatur, framhald

í Kettir fyrir 16 árum
Fékk svar hjá öðru dýraspjalli þar sem sagt er að innflytjendur dýramats þurfa að gera grein fyrir innihaldi og þessháttar við landbúnaðarráðuneytið, en ég veit ekki hversu strangir þeir eru við það.

Re: ódýr hunda- og kattamatur, framhald

í Kettir fyrir 16 árum
Vil helst ekki nefna nein nöfn, svo það sé ekki hægt að ásaka mig um að skíta einhverja framleiðendur út, en jú ég myndi skipta um mat ef þú notar pedigree.

Re: Hvað er raunverulega í ódýru hunda- og kattafóðri?

í Kettir fyrir 16 árum
Dýrafóður í dýrabúðum er yfirleitt gott. T.d. er proformance sem er selt í furðufugla og fylgifiska búðunum mjög gott og líka frekar ódýrt. Heiðrún

Re: Hvað er raunverulega í ódýru hunda- og kattafóðri?

í Kettir fyrir 16 árum
Proformance fóðrið hjá Furðufugla & Fylgifiska búðunum er mjög ódýrt miðað við gæði. 2 kg af kattamat kostar 1250 (án afsláttar) og 3 kg af hundafóðri er líka á 1250, svo er hægt að fá 7.5 kg á 2900 og 22.7 kg á 7200. Í næstu viku kemur ný sending og þá verður hægt að kaupa líka 10 kg poka af kattarmat á 5200 og 22.7 kg á 9900. Ég er búin að hafa mína 6 ketti á Proformance í ca. 4 mánuði og hef fundið fyrir gríðarlegri breytingu. Ég var með þá á gæðafóðri í 4 ár, þar sem allt í fóðrinu var...

Re: Hvað er raunverulega í ódýru hunda- og kattafóðri?

í Kettir fyrir 16 árum
Ég er heldur ekki að tala um gæludýrafóður sem er dýrt og vandað, heldur eingöngu fóður sem er selt í matvöruverslunum og er ódýrt.

Re: Hvað er raunverulega í ódýru hunda- og kattafóðri?

í Kettir fyrir 16 árum
Það er yfirleitt betra hráefni í dýrara fóðrinu, en það sem maður á að gera er einfaldlega að lesa innihaldslýsinguna. Ef maður sér t.d. animal protein, meat and bone meal, animal by-product meal og þessháttar þá getur það verið óvandað hráefni sem er notað.

Re: Hvað er raunverulega í ódýru hunda- og kattafóðri?

í Kettir fyrir 16 árum
Hérna er síða sem veitir ágætis upplýsingar: http://www.messybeast.com/cat-food-industry.htm

Re: Vill ekki taka töflurnar sínar

í Kettir fyrir 16 árum
Prófaðu að mylja þær niður og blanda duftinu saman við eitthvað sem henni finnst rosalega gott. T.d. smá blautmat eða lifrarkæfu. Svo myndi ég hafa samband við dýralækni því kettir fá kvef svo rosalega sjaldan, þannig að slefið gæti verið ofnæmisviðbrögð. Kveðja Heiðrún

Re: Diesel Er lasinn. Hvad er ad???

í Kettir fyrir 16 árum
Sjúkdómseinkenni orma er mattur og þurr feldur sem er í miklu losi. Kettirnir horast þó þeir borði mikið, og svo sér maður yfirleitt ormana í hægðum og ælu. Þú getur farið í venjulegt apótek held ég alveg örugglega og fengið ormakúr fyrir kisuna, sem eru yfirleitt einhverskonar töflur. Ef þú ferð með hann til dýralæknis þá er hægt að fá sprautu gegn ormum. Ég átti heima í Danmörku í 4 ár og var líka með kött, og það er svo mikið af flóm, skovflaad og ormum sem kettirnir geta smitast af...

Re: Diesel Er lasinn. Hvad er ad???

í Kettir fyrir 16 árum
Ég er sammála að þetta er líklega næringarskortur. Ef þú kaupir kattafóðrið út í búð þá er sá matur of lélegur næringarlega séð til að hann geti þrifist af honum. Kauptu frekar gæðafóður í dýrabúð eða hjá dýralækni. Lestu svo greinina sem ég er að senda á hugi/kettir, þá færðu að vita hvað er í rauninni í þessum búðarmat. Kveðja Heiðrún

Re: Á hvaða aldri mega kettir fara út ?

í Kettir fyrir 16 árum, 1 mánuði
Það eru svo sem engin mörk á því hvenær kettir mega fara út. Mín reynsla er samt sú að best er að hafa köttinn inni sem lengst. Kettlingar geta verið óttalegir kjánar og lenda oft undir bílum þar af leiðandi eða lenda í öðrum slysum. Ef kettinum er haldið nógu lengi inni þá byrja þeir yfirleitt ekki að veiða. HB

Re: Catnip

í Kettir fyrir 16 árum, 1 mánuði
Kannast vel við catnip. Nokkrar staðreyndir um það: - um 80% katta sýna viðbrögð við catnip, hin 20% virðast ekki sýna nein viðbrögð við jurtinni. - Catnip gefur frá sér sömu lykt og breimandi læða og þess vegna hefur hún svona mikil áhrif á hegðun katta. - Catnip er algerlega skaðlaust köttum. Þó þeir fari í vímu af plöntunni þá verða þeir ekki háðir henni. - Því oftar sem maður gefur köttunum catnip því minni vímuáhrif hefur hún. Ef það líður langt á milli catnipvímu hjá köttum því...

Re: Helvítis kattar óféti!

í Kettir fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þú getur fengið svona vírnet eins og þú talaðir um t.d. í MR-búðinni eða öðrum hestabúðum. Það er hægt að fá ýmsar gerðir og það er tiltölulega auðvelt að klippa netið til með réttu græjunum og þessi net eru líka mjög ódýr. Ég á meira að segja ca. 2 metra af svona neti og þú getur fengið það ef þú vilt. Sendu bara pm. HB
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok