Ég hef tekið það að mér að reyna að fá heimili fyrir tvær læður því eigandinn er of veikur til að hugsa um þær.

Ein læðan heitir Rósa Nótt og hún er kolsvört með gul augu og annað einkenni við hana sem maður kemst ekki hjá því að sjá er að það vantar á hana skottið sem hún missti þegar hún lenti undir bíl. Það virðist samt ekki há henni, og hún er mjög blíð og vön öðrum köttum, en samt með lítið hugrekki gegn stríðni katta. Hún er u.þ.b. 1 árs og er á pillunni og ekkert vandamál með að gefa henni hana. Hún er ekki fullvaxin enn, en ég held að hún verði í stærra lagi. Hún er líka með rosalega fallegan feld, skínandi svartan. Hún er 100% kattakassavön og heldur sér mjög hreinni. Henni finnst líka mjög gaman að leika sér og er fjörug.

Hin læðan heitir Hrefna og er u.þ.b. 5 mánaða. Hún er ennþá kettlingur en samt í rosa gelgju en sækir mikið í mann. Hún er mjög falleg á litinn, einhvernveginn gul-brún-bröndótt og svo hún er með brún augu með grænu í. Hún er mjög blíð og malar ekkert smá hátt og svo mjálmar hún í falsettu. Það er rosalega fyndið að sjá hana þegar hún er bara að labba eða eitthvað og þá byrjar hún að mala út af engu af því hún er svo ánægð kisa. Þetta er svona köttur sem maður man alltaf eftir út af því að hún er svo yndisleg og spes köttur. Hún er víst 1/4 persi og því með þykkan og mjúkan feld sem hún heldur mjög hreinum. Hún er líka 100% kattakassavön og mjög hreinleg. Hún leikur sér mjög mikið og vill mikið vera hjá manni.

Þær eru báðar innikettir svo það er hægt að hafa þær í íbúð og þær yrðu bara ánægðar þó þær fengju aldrei að fara út, og að sjálfsögðu geta þær líka vanist að vera úti.

Ég hefði viljað taka þær báðar að mér en ég á fyrir 5 ketti og ég held líka að það ætti ekki að vera erfitt að finna heimili fyrir svona yndislegar læður.
Heiðrún