Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Aviation Headphones

í Flug fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Voðalegt pjatt er þetta, farðu bara á netið, t.d. Sportys Pilot shop eða eitthvað álíka og fáðu þér David Clark, búinn að eiga sama headsettið (H10-13.4) og það svínvirkar og er ekki alltof dýrt, það er eiginlega fyrst núna eftir 8 ár og tæpa 1000 tíma sem það er aðeins farið að sjá á því.

Re: Að kaupa sér vinnu.

í Flug fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þetta er leiðinleg þróun og persónulega finnst mér að það ætti ekki að bjóða uppá þetta því menn eru að gera þetta upp á von og óvon. Það vill svo til að það er töluverð eftirspurn eftir mönnum með B-737 tékk þannig að ef menn eru svona þokkalega með á nótunum að þá fá þeir vinnu hjá einhverjum flugrekanda. Svo býður Atlanta mönnum að kaupa tékkinn gegn því að þeir fá tveggja ára ACE samning sem hljóðar upp á $175 á dag og engin frí. En mér skilst að það sé verið að endurskoða þessa...

Re: Flug og eldgos

í Flug fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég er búinn að fljúga allavegana þrisvar í kringum eldgos með ljósmyndara. Þetta getur náttúrulega verið algjört caos í kringum þetta en málið er að koma sér bara upp í samráði við hina einhverskonar umferðarhring sem allir halda svo. Svo er líka eitt sem kom mér kannski ekki á óvart en manni brá samt alveg þokkalega við það en það eru gassprengingarnar sem koma uppúr fjallinu (Heklu) og lenda á vélinni eins og höggbylgja. Það lá stundum allt á reiðiskjálfi þegar þessar sprengingar koma...

Re: TF-BRO

í Flug fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Æ, frekar mynd ég nú kaupa mér einhverja almennilega Cessnu fyrir sama pening sem væri hægt að lenda nánast hvar sem er en að kaupa LazyBoy á uppsprengdu verði.

Re: Tíminn til að klára verklega...

í Flug fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ekki er ég nú sammála þessu, þó að það vissulega hjálpi til hjá sumum!

Re: Tíminn til að klára verklega...

í Flug fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Svona gegnur það bara fyrir sig því miður, það er mjög slæmt að detta út útaf því að maður á ekki pening, ef maður ætlar sér þetta á annað borð verður bara að bíta á jaxlinn og slá lán fyrir því sem uppá vantar því annars lendir þú bara í ennþá meira veseni með það að klára restina. Með von um gott gengi grizzly

Re: Ego-tripp Flugleiða.

í Flug fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hehe!!! Eins og ég sagði að þá hef ég ekkert fyrir mér í þessu um að maðurinn sé í Geirfugli en víst að maðurinn talar svona mikið útfrá því að hann sé í flugklúbbi að þá fannst mér ykkar ágæti klúbbur vera sá eini sem hægt væri að kalla flugklúbb með einhverju viti þó þeir séu fleirri. En varðandi ykkar ágæta klúbb að þá er ég ekki búinn að útiloka hann, ég tými bara ekki að selja flugvélina mína strax, ég kem kannski til ykkar síðar. Gott að vita að maður sé eftirsóttur!!!

Re: Ego-tripp Flugleiða.

í Flug fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Alltaf jafnfyndið að sjá svona fýlugreinar. Mig grunar án þess að ég hafi nein rök fyrir því að þú sért meðlimur í hinum ágæta flugklúbbi Geirfugli. Yfirskriftin á þessum flugdegi er 100 ára afmæli flugs í heiminum, 60 ára afmæli Þristsins og svo eru líka 45 ár síðan að landgræðsluflugið hófst og svo loks 30 ára afmæli Flugleiða. Sú fullyrðing þín um að þeir fái sína bestu starfsmenn úr flugklúbbum finnst mér líka ansi stórt tekið upp í sig. Þeir hafa ráðið menn allstaðar af hvort sem þeir...

Re: Bransinn - lesblinda

í Flug fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég hef nú sjaldnast sem stjórnandi hérna litið á þetta sem einhverja keppni í stafsetningu!

Re: Tækifæri lífs þíns!

í Flug fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þetta var ein mesta synd í íslenskri skráningarsögu loftfara þegar Eggið missti stafina sína og varð TOC!!! Gott að sjá þá aftur!

Re: Flugkonur í fjarska.

í Flug fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Talar þú að handan eftir að hafa fæðst árið 1850 með tilheyrandi karlrembu eða ertu bara svona vitlaus??? Kvennmenn eru sko allsekki síðri flugmenn en karlar ef þú heldur það. Wake up to the reality!!!

Re: 100 tímar á tveggja hreyfla flugvél

í Flug fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þetta er allt spurning um reynslu og hvort sem sú reynsla er fengin hérna heima eða einhversstaðar annarsstaðar held ég að skipti ekki öllu máli. Ég fór á sínum tíma sjálfur til USA og flaug rúmlega 110 tíma á twin og sé allsekki eftir því þó að það hafi kostað, þetta er reynsla sem ég mun búa að allan minn flugmannsferil. Ég fór til FL innritaði mig í sérstakt prógram hjá alveg ágætis flugskóla í Vero Beach og flaug þarna út um allt suðausturhorn Bandaríkjanna í öllum tegundum af loftrými...

Re: Flugvél með merkjum Flugfélags Íslands á bakinu í Stykkishólmi

í Flug fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Flugfélagið sem fær trimmingarnar sínar á vélina borgar málinguna. Þetta er töluvert stundað erlendis að gera svona og er líka ágætis tenging flugfélaganna við flugskólana.

Re: Nýr klúbbur

í Flug fyrir 21 árum
And so what!!! Það er ekki eins og það sé flókið að vera með svona flugklúbb!!!

Re: Flugöryggisnámskeið

í Flug fyrir 21 árum
Það er klukkan 14 á Hótel Lofleiðum og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.

Re: PPL/IR hæfnipróf

í Flug fyrir 21 árum
Ég held alveg örugglega að það sé krafa að vélin sé IFR certified til þess að þú megir taka IR PFT á hana.

Re: Rétt, þetta er enginn dans á rósum!

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mér finnst þetta mjög raunsætt hvernig þú lítur á þetta, það er ekki bara tímafjöldinn sem skiptir máli heldur gæði tímanna. Það er lítið mál t.d. að fara til USA og næla sér í 1000 tíma með því að fljúga C-152 í kringum sama vatnið í nokkra mánuði t.d.

Re: Hugarflug

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það er bara alltaf eitthvað örvæntingarástand sem myndast þegar ráðið er. Eins og t.d. núna þá var ráðning hjá Flugfélagi Íslands (5 manns) og þeir sem fengu ekki vinnu verða hálf örvæntingarfullir um það að þeir séu nú barast ekki að fá vinnu! Svo eru menn náttúrulega misþolinmóðir en það er mín skoðun að þolinmæði þrautir vinnur allar. Sjáiði t.d. lækna sem sérmennta sig, þeir eru að læra framyfir þrítugt og eru svo bara á ágætislaunum eftir það. Það bara þýðir ekkert þetta viðhorf að...

Re: Hugarflug

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mikið er ég rosalega sammála þessu, mér finnst neikvæðni alltof ríkjandi í þessum bransa, ekki það að hún sé nýtilkomin heldur þyrfti að eiga sér stað ákveðinn hugarfarsbreyting almennt! grizzly - Alveg ótrúlega bjartsýnn á ástandið"

Re: Allar bensínflugvélar á Íslandi eru jarðbundnar!!

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jú sem myndar svo vapour lock í leiðslum t.d.

Re: Allar bensínflugvélar á Íslandi eru jarðbundnar!!

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég kynnti mér þetta aðeins hvað uppgufunarþrýstingur er og þá komst ég að því að ef það ætti að opna fyrir eitthvað að þá væri það flug á vélum sem eru með gravity flow (eiginlega allar Cessna vélar) Það sem getur gerst er að það myndist uppgufunarlás (enska: vapour lock) sem getur orðið til þess að t.d. bensíndælur nái ekki að dæla bensíni. Svo hefur aukinn hiti áhrif þarna líka þannig að ég sé ekki hvernig þetta ætti að geta gerst við þetta hitastig sem er núna þessa dagana. Svo er það...

Re: Allar bensínflugvélar á Íslandi eru jarðbundnar!!

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
JÆJA….!!!! Hættum nú að metast um það hvort þetta sé grein eða ekki! Ræðum frekar kjarna málsins sem er sá að FMS er að höggva af okkur hendurnar (flugvélarnar) af ástæðu sem þeir greinilega segja að sé í þágu flugöryggis sem er gott og blessað. Þetta vil ég hinsvegar vita 1. Afhverju núna? 2. Er þetta ekki sama bensínið og við höfum verið að fá hingað til? 3. Hvað varð til þess að þessi ákvörðun var tekin um að banna allt flug á flugvélum sem nota 100LL 4. Afhverju er allt flug bannað, ekki...

Re: Allar bensínflugvélar á Íslandi eru jarðbundnar!!

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ástæðan fyrir því að ég samþykkti þetta sem grein er einfaldlega sú að flestir okkar eru að fljúga flugvélum sem nota 100LL bensín! Venjulega fara samt svona skrif á korkinn og þau eru þar líka!

Re: Atlanta námskeið

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Flugskólinn er milliliður, það er nánast sama fyrirkomulagið á þessu og á 737 námskeiðinu.

Re: Atlanta námskeið

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég skil alveg afhverju þeir eru með þetta fyrirkomulag en væri ekki frekar að þau myndu gera samning við viðkomandi flugmann að hann væri bundinn í einhver ár, annars yrði hann að borga tékkinn. Atlanta lenti nú í heilmiklum vandræðum með einhverja menn sem eru núna Flugleiðamenn eftir að hafa borgað undir þá tékk á að mig minnir 737 og TriStar og þeir fóru svo til Flugleiða um leið og það var ráðið þar. Mér finnst að það að ef þetta er þróunin að menn þurfi að sjá um þetta sjálfir að þá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok