komið þið sæl(ir)…

Ég er einn af þeim sem á eftir að klára verklega partinn af ATPL og fékk að vita það frá FMS að reglugerðinn íslenska segir til um að maður verði að klára innan 36 mánaða frá því að maður kláraði fyrsta ATPL bóklega prófið!!

Þetta þótti mér furðuleg regla, þannig að ég ákvað að kynna mér þetta aðeins betur og samkv. JAR-FCL 1 section 1.495 þar stendur orðirétt:

“A pass in the theoretical knowledge examinations given in accordance with JAR -FCL 1.490 will be accepted for the grant of the CPL(A) or IR(A) during the 36 months from the date of gaining a Pass in all the required examination papers”

Þessari grein var breytt núna í sumar þann 1.7.2003 (þannig að það er ekki búið að innleyða hana í íslensku reglugerðina) og eins og þarna kemur þarna fram þá fer það ekkert á milli mála að það eru 36 mánuðum eftir að maður klárar bóklegu prófin ekki bara fyrsta prófið!!!

Starfsmenn skírteinisdeildarinnar segjast verða að fara eftir þeirri reglugerð sem kveður á um að maður verði að klára innan 36 mánaða frá fyrsta bóklega prófinu en ég er með fyrirspurn um þetta mál hjá lögfræðini FMS og læt ykkur fylgjast með… eins ef það eru fleyri hérna tæpir á tíma… endilega taka höndum saman og þrýsta á þetta mál

með baráttu kveðju…