Alveg síðan Flugskóli Íslands byrjaði að merkja sínar vélar í litum flugfélaganna hef ég verið stórhissa á þessu framferði. Ótrúlegt að flugfélög eins og Íslandsflug, Flugfélag Íslands og Atlanta skuli samþykkja þetta. Það er nú kannski ekki beint góð auglýsing fyrir þessu félög þegar vélar merktar þeim brotlenda og myndir af vélunum í litum flugfélaganna birtast í fjölmiðlum eins og nú með TF-FTL á Stykkishólmi.
Hvað finnst ykkur annars um þetta?