Bransinn…Já blessaður bransinn. Endalaus uppspretta vangaveltna okkar ágæta minnihlutahóps sem kallast “wannabees”. Við þráum það heitar en lífið sjálft að losna úr viðjum okkar og klæðast glæstum skrúða “beesins”. En er þrá okkar of heit? Fórnum við sjálfsvirðingu okkar í viðleitni okkar? Þessu og fleiru ætla ég að stikla á í von minni að vekja upp þarfa umræðu meðal stéttarinnar.

Eitt sinn var ég spurður: “Hvernig veistu að flugmaður er staddur í veislunni? Svar: Hann segir þér það”….þegar ég heyrði þessa skrítlu þá varð mér hugsað til þess að í raun og veru er hégóminn okkar versti óvinur. Flugmenn þreytast seint á því að tala um sjálfa sig, við erum oft þeirrar skoðunnar að nám okkar og starf séu það flókin að eldflaugasérfráðing þurfi til….og ábyrgðin, maður minn, hún er slík að annað hvort rennur ís eða prozak í æðum vorum.

Staðreyndin er sú að hægt er að kenna apa að fljúga. Bóklega námið er vissulega krefjandi, en flestir með góða greind og samviskusöm vinnubrögð geta klárað með góðum árangri. Flestir eru góðir, en nokkrir prímatar slæðast með. En kemur það að sök? Í raun ekki. Sem betur fer er flugmannsskýrteinið oftast ekkert annað en ávísun á framhaldsmenntun undir leiðsögn flugstjóra, þar sem flugmaðurinn mun vonandi kynnast flestu sem upp getur komið.

En hvernig kemur þessi ýmind stéttarinnar til. Hvers vegna er horft til okkar með einlægri aðdánun(oft). Erum við þrautþjálfað, afburðavelgefið og samviskusamt fólk eins og margur heldur? Eða er um hreina tálsýn að ræða, og þá af hverju? Hluti skýringarinnar er þessi: Það er löng hefð fyrir því að flugfélög tilkynni fjölmiðlum það, ef til stendur að ráða flugmenn, þá fylgir jafnframt sögunni að umsækjendur er margfalt fleiri en stöðugildin. Af því má draga eftirfarandi ályktun: Hinir ráðnu hljóta að vera langhæfastir, top of the crops, créme du la créme. En er það satt og rétt?

Skoðum ráðningarferlið. Það er eins misjafnt eins og ráðningarnar eru, allt frá fáránlegri sýndarmennsku þar sem tíminn og umgjörðin tekur geimferðastofnun fram, niður í “shot gun” ráðningarferli. Eitt er víst, tímabil ráðningar eru spennandi tímar hjá “wannabees” þeir hringja meira sín á milli en ástsjúkar skólastelpur. Pælingarnar endalausar…”Hann er með marga instrument tíma-hlýtur að komast inn””Hún flaug turboprop í USA-örugg”o.s.f.v. En jafnfljót og við erum að gleyma þá rifjast raunvöruleikinn skjótt upp fyrir okkur.

Þegar ráðningunni er lokið þá skal ég veðja að hinir “heppnu” raðast í eftirfarandi flokka:
1. Vel ættaðir. 2. Vel efnaðir, kaupa þjálfun. 3. Aðrir-ef eitthvað er eftir.
Og er eitthvað athugavert við það. Mega flugfélögin ekki hafa þetta eins og þeim sýnist?
Jú að sjálfsögðu mega þau það og það gera þau. En mikið væri það gott ef viðurkennt væri hvernig leikurinn gengi fyrir sig. Þá þyrftu menn ekki að eyða tíma og peningum til þess að t.d. fara í instrument pft, eða kaupa kassatíma í þeirri veiku von að auka líkur sínar. Mikið væri gott ef sýndarmennskunni lyki og ráðið yrði eftir ofangreindum flokki án mikils umstangs.

Í mínum huga gera margar ráðningar enga alvöru tilraun til þess að kynnast þeim kostum er ég tel prýða góðan flugmann. Þættir eins og dómgreind, hæfni til mannlegra samskipta og hæfni til ákvörðunnartöku.
Ekki dettur mér til hugar að halda því fram að hinir heppnu hafi ekki þessa kosti, eða séu almennt ekki hæfir. En hæfastir eru þeir ekki. En það skiptir ekki máli. Meðalmennskan dugir fullkomnlega í þetta starf, enda starfsþjálfunin næg.

En hvað gerum við “wannabeein”? Ekkert. Bölvum í hljóði og höldum áfrám að reyna. Kannski verða heilladísirnar með okkur næst, ef við höldum okkur á mottunni og reynum að auka líkur okkar með því að bæta á okkur góðum tímum-eins og að það skipti máli. Einnig höfum við tekið að okkur öll möguleg og ómöguleg störf sem rampurinn hefur uppá að bjóða, í þeirri von um að einhver muni nafn okkar einhvertíma-og stundum virkar það og bætist þá við sem fjórði flokkur fyrrnefndrar skilgreiningar. Ef við erum heppin þá komust við í skak hjá litlum “operator” sem greiðir okkur sultarlaun, veitir okkur lítil frí og svíkur okkur um skatt og teljumst við þá mjög heppin og erum eins konnar “semi-wannabe”

Kæru kollegar-tölum um hlutina eins og þeir eru, það er okkar eina frelsun. Ég auglýsi eftir alvöru umræður um framtíð okkar stéttar.
Minni hégóma-meiri sjálfsvirðingu.

Freki