Ágætu flugmenn og flugáhugamen á Huga.is. Er ekki yfirleitt sagt að öll umræða sé af hinu góða, hún þarf að vera réttmæt og byggð á heilindum. Á þessum ágæta netmiðli hefur flug-umræðan verið mjög neikvæð og einkenst af “frústreruðum” nýútskrifuðum flumönnum sem eru undrandi á því að þeir séu ekki komnir í vinnu.

Fyrst langar mig að koma inn á sögu ráðninga á Íslandi. Það er regin misskilningur að það hafi verið dans á rósum að vera flugnemi hér á landi á síðustu áratugum. Á þessum árum kenndu menn fleiri hundruði tíma, ef ekki þúsunir tíma áður en kallið kom. Menn kenndu til einka-,atvinnuflugmannsréttinda, blindflug og á fjölhreyfla vélar. Nú til dags eru menn orðnir þreyttir og pirraðir um leið og menn ljúka flugnámi. Er ekki svolítið “naive” að halda að það sé eðlileg framganga að ljúka námi, fara til USA og kaupa tíma, fara strax á MCC, kaupa einhverjar Þotu-áritanir og halda svo að það verði slegist um þá! …þetta virkar ekki svona, það hefur marg sinnis sýnt sig að flugkennarar hafa átt auðveldara með að komast í vinnu en þessum sem liggur svona mikið á. Þetta snýst ekki bara um flugtímafjölda, heldur gæði tímanna sem flognir hafa verið.

Annað, öll þessi neikvæða gagnrýni á Flugskóla Íslands. Ég get ekki betur séð en að skólinn sé á réttri braut. Niðustöður prófa hjá nemendum skólans er orðin mjög sambærileg öðrum stærri skólum í hinum aðildarríkjum JAA (Oxford, British Aerospace…). Hvaða JAR flugrekandi eða flugskóli átti ekki í byrjunarörðugleikum eftir gildistöku JAR-sins, það sátu allir við sama borð. Skólinn virðist vera að stækka og dafna, hann hefur orðið í dag réttindi til þess að kenna til ýmissa réttinda.

Nýjasta námskeið Flugksóla Íslands, tegundarþjálfum á B767 hefur verið harðlega gagnrýnd á þessum miðli. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér málið ofan í kjölinn, en þykist þó vita menn skrifi undir ákveðinn samning þar sem komandi vinnufyrirkomulag og kjör eru útlistuð. Auðvitað verða menna að vega og meta hvort þetta henti þeim. Fyrir flugmann sem lengi er búinn að bíða, tiltölulega mikið floginn og búinn að greiða niður eitthvað af hans skuldum og finnst hann kominn á síðast séns, þá bara “go for it”! En fyrir nýútskrifaðann flumann, ungann að aldri…“take it easy”! Náðu þér í flugkennaraáritun og taktu þér tíma í þetta. Er ekki bara jákvætt að Flugksólinn í samvinnu við Atlanta skuli bjóða mönnum upp á þessa option, það er svo ykkar að meta hana.

Með von um líflega umræðu!

Godzilla!