Heilir og sælir Huga-menn (úps og konur)!

Nú er Flugskóli Íslands að halda 767 námskeið fyrir Atlanta. Sex sæti eru laus fyrir desperate wannabees. Þ.e. sætið kostar þig 2,5 millur og þú ert að flugskólans sögn nokkuð öruggur með vinnu hjá Atlanta. Ef grafist er meira fyrir tilætlan Atlanta þá vilja þeir algjörlega þvo hendur sínar af málinu. Þeir segja að þú sitjir námskeiðið algjörlega á eigin ábyrgð og ef þú færð vinnu hjá þeim ferð þú á ACE samning. Samt ætlar flugskólinn að halda sálfræði próf og prófa menn í simma til að velja menn á námskeiðið. Fyrir hvern? Ekki hafa þeir gert það við þá sem fara á 737 námskeið. Hingað til hafa Atlanta menn ráðið hvern sem er af götunni með tékk, no questions asked. Síðan ætla þeir að þykjast vera professional að hafa sálfræðipróf og simmatékk. Fyrir tékk sem þú ert að borga sjálfur. Þú hlýtur að vera að grínast!

Þeir sem hafa farið til Landsbankans og beðið um hærri yfirdrátt á flugreikninginn hafa fengið þvert nei með þeim skýringum að þeir láni ekki fyrir starfsþjálfun. Það sé fyrirtækjanna að gera það. Þeir vita væntanlega hvernig í pottinn sé búið hjá Atlanta. Tveggja vikna uppsagnarfrestur og lánið komið í vanskil.
Ég spurðist fyrir að ganni um námskeiðið þar sem ég er með 1000 tíma og í kringum 130 twintíma og allt current. Ef ég er svo “heppinn” að vera valinn á námskeiðið 3.mars fæ ég næstum engan fyrirvara, þ.e. verð látinn vita um mánaðamót hvort ég fái inn á námskeiðið. Bing bam, áttu 2,5 millur og getur þú tekið þér mánaðarfrí í vinnu og jafnvel sagt upp. Þetta er allsherjar rugl.

Mig grunar að þeir 20-30 sem sótt hafa um viti alls ekki hvað hangir á spýtunni. Kannski vinna? Hvaða kjör? Hve lengi fæ ég vinnu? Ég vona að þetta reynist happafengur fyrir kollega mína, en grunar því miður að einhver verði með svöðusárt ennið. Svo mikil er skítafýlan af þessu. Þú ert með tveggja vikna uppsagnarfrest og 175 USD á dag. Flestir sem ég þekki færu á hausinn ef þeir fengju ekki vinnu með auka 2,5 millur á bakinu. Þ.e. þeir sem eru með önnur fluglán sem ég geri ráð fyrir að flestir séu með. Ég veit að ég færi á hausinn ef ég tæki lán og yrði svo sagt fljótlega upp hjá Atlanta. En það er ekki þeirra vandamál þó þeir setja þig út á Guð og gaddinn.

Þetta er leiðindaþróun og setur stórt spurningamerki við hvernig vinnuveitandi Atlanta muni vera. Auðvitað á að ráða hæfustu mennina en ekki þá með þykkasta veskið eða áhættufíklana. Það er sjálfsagt mál að menn séu á lægri launum meðan tékkurinn er borgaður upp en ekki láta menn veðsetja sig og fjölskyldu sína í botn sem dregin er niður í svaðið ef illa fer. En hvað segið þið Huga fólk, er þetta forsvaranlegt eða bara merki um það sem koma skal? Ég hef allavega ekki áhuga á að starfa á þessum formerkjum. Þetta er að verða skítabransi og ég segi stop við svona vitleysu. Það getur einhver annar unnið þetta. Ég sé bara til hvort ég nenni að halda skírteininu við þegar svona árar. Hreinlega búinn að fá nóg! En þið sem takið sénsinn á þessu, gangi ykkur vel!

kveðja
lowpass (sem er orðinn frekar pirraður og blankur)