Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ég vissi það (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég vissi það… … áður en ég týndist í fallegustu augum sem ég hef séð … áður en ég sá bros allra brosa … áður en ég upplifði alla þína fegurð og útgeislun … áður en ég hlustaði á þig tala um þín hjartans mál, líkt og þú værir að lesa sálu mína … áður en ég sá þig að ég væri að falla fyrir þér En núna… er ég algjörlega fallinn!

Stemningin (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Rigningin úti en rökkrið nær inn reykurinn liðugur gælir við kinn Regnið við rúðuna talar Djarflegar ljóstýrur dansa um húm draga upp skugga á veggi og rúm Draumurinn daðrandi hjalar Kisan er fljótlega komin til þín karmað frá okkur hún tekur til sín Kötturinn kúrir og mala

Tvær um eina (hækur) (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 12 mánuðum
1. Lítil viðkvæm rós áhuga minn veiddi strax í byrjun sumars 2. Ég málaði mynd af þér í huga mínum það var regnbogi

Djöflabox (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég bölva þér! Þú bindur mig í dróma þinn Þú sópar burtu innblæstri mínum Þú deyfir niður huga minn, hjarta og sál Þú bælir niður tilfinningar mínar Þú vilt gera mig að heimskum Ameríkana Þú sviptir mig lífsreynslu og gefur mér falsmyndir í staðinn Þú stelur frá mér ímyndunaraflinu Þú rænir mig frumlegri hugsun Þú breytir mér í vélmenni Þú slekkur á mér Þú stjórnar lífi mínu Ég bölva sjálfum mér fyrir að leyfa þér það! Ekki lengur!

Fiðrildið (8 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Þú komst inn í líf mitt og slepptir fiðrildi lausu inn í huga mér Alltaf þegar ég reyni að hugsa um eitthvað annað byrjar fiðrildið að flögra Það fangar athygli mína blíðlega og færir hana aftur að þé

Þögnin (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Þögnin bankar uppá hjá okkur eins og gamall fjölskyldumeðlimur sem oft hefur verið til vandræða Í stað þess að vísa henni burt með lélegum afsökunum eins og svo oft áður bjóðum við henni inn til okkar Þar sem við sitjum brosandi með hana á milli okkar fyllandi hjörtu okkar gleði uppgötvum við loksins hvað við höfum verið að fara á mis við

Ógnarveður (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Magnþrunkin og drungaleg grá eins og hatur gnæfa skýin yfir mig í allar áttir eins langt og augað eygir Hóta rigningu á hverri stundu líkt og óvinaher sem getur ráðist til atlögu hvenær sem er Í örvæntingu leita ég um alla skýjaþyrpinguna að smá glætu þar sem einn lítill sólargeisli getur sloppið í gegn en ég finn ekkert Svalt lognið er stillt en rafmagnað Er stormurinn væntanlegur?

Vormorgunn (einn á ferli) (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Líkt og ljósmynd í framköllunarvökva birtist umhverfið smátt og smátt þegar morgunninn sameinar nótt og dag í löngum, hægum kossi

Hæka (2) (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Lítið fagurt blóm í miðjum steinabeði veit tilgang lífsins

Höfnun (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég opnaði sál mína og beraði huga minn fyrir þér en þú bara hlóst og sagðir: “þú ert með opna buxnaklauf!”

Skurður (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég felli niður skóginn til að fá betra aðgengi að lindinni helgu því hver vill fá sprek í drykkjarvatnið sitt?

Afsökunarbeiðni (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég afdrep fann forðum í örmunum þínum og ást þín svo hlýlega skein kringum mig Ég fann þig samt hvergi í framtíðarsýnum mínum og fór því að vanrækja þig Með afskiptaleysi ég ýtti mér frá þér og ekkert ég hlustað' á hjarta mitt þá Ég hélt að þú yrðir að eilífu hjá mér en hefði átt sannleikann mikla að sjá Fyrirgefðu mér fagra mín flónið sem ég var Núna hef ég nýja sýn og nýjar væntingar Ég vaknað' einn dag upp af vondum draumi og verri þá reyndist raunveruleikinn Ég hafði þá glatað í lífsins...

Þetta kvöld (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég man eftir þessu kvöldi það var flipp flipp flipp flipp flippað kvöld ég flaug þetta kvöld Ég man að það byrjaði á því að ég sat úti í garðinum og var að rífast við tré Ég var að segja við tréð að ástæðan fyrir því að það sæi ekki neitt væri ekki vegna þess að það væri myrkur úti eða vegna þess að tréð hefði engin augu heldu vegna siðblindu þess Tréð var ósammála mér Ég hafði þó sigur að lokum Ég man að ég stóð upp og hneygði mig fyrir rigningunni sem klappaði fyrir mér og bað um meira Og...

Spurningar án svara (6 álit)

í Heimspeki fyrir 21 árum
Í fyrra tók ég heimspekiáfanga sem valgrein á seinasta ári mínu í menntaskóla. Þetta er lokaritgerðin mín frá þeim áfanga, mér datt svona í hug að henda henni hingað inn og gá hvort hún fái einhver viðbrögð - - - - - - - - - - - - - - - - - - - > Í upphafi heimspekinnar reyndu fyrstu heimspekingarnir að finna svör við ýmsum spurningum sem lengi höfðu plagað menn. Þetta voru aðallega spurningar um náttúruna, úr hverju heimurinn væri og annað álíka. Fyrstu heimspekingarnir voru þannig...

Kvikmyndaendirinn (8 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ungi myndarlegi pilturinn hefur rétt í þessu uppgötvað að hann elskar í raun ungu myndarlegu stúlkuna Eftir mikinn miskilning og margar fléttur hefur hann nú áttað sig en hann er að missa hana frá sér Því hún er nefnilega á förum akkúrat á þessari stundu og stödd á flugvellinum Hann flýtir sér eins og hann getur hraðar sér á flugvöllinn hleypur í gegnum mannþröngina Sér hana þar sem hún stendur við biðröðina sem liggur að innrituninni í flugvélina hún er næst Hann hleypur að henni nær að...

Haika (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég var að lesa umræðuna um Haiku á korkinum. Ég var að velta því fyrir mér hvort eftirfarandi vísukorn næði að skilgreinast sem Haika: ——– Öll mín harmatár megna ei að lífga við dauða blómið mitt

Til þín (2) (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þetta ljóð er til þín þú ert fegursta blómið í Grasagarðinum þú ert litrík og ilmar af lífi og teygir þig upp til sólarinnar sem lifandi minnismerki um sköpunargáfu hennar þetta ljóð er til þín Þetta ljóð er til þín þú ert kapallinn í mínu lífi sem gengur alltaf upp þú ert púsluspilið sem raðast upp af sjálfu sér þú ert ljósmyndin sem fangar hið fullkomna augnablik þetta ljóð er til þín Þetta ljóð er til þín þú ert súrefnið mitt öll mín skynfæri fagna þér þú ert rjómaís á heitum sumardegi þú...

Ekki í okkar nafni! (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég fór á mótmælafundinn á Lækjartorgi í gær. Þar kom andinn yfir mig og á leiðinni heim kviknaði hugmyndin að þessu ljóði. Ég veit að það hafa verið send inn mörg ljóð um stríðið á þessa síðu en ég vildi bara taka það fram að hugmynd mín kom ekki þaðan heldur af þessum fundi. Ég veit að stuðlun er ábótavant og hrynjandi mætti vera betri en ég held að þetta gæti verið ágætt til söngs, allavegana vildi ég hafa þetta svona hrátt —– Ekki í okkar nafni! Þegar Bush var eitt sinn úti að labba og...

Til þín (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hertu nú upp hugann vina mín inní hjartanu leynast svörin þín leyfðu draumum þínum að blómstra dátt dreifðu þeim svo í rétta átt um réttan veg muntu rata þá ríkulega borgun einnig fá vandamálin virka stór inní þér þau væla í kór notfærðu þér fína umhyggjuna mína ræðum raunirnar yfir bjór mundu vinan að þú heldur ávallt til haga innsæinu þínu, en hafðu einnig í minni nætur jafnt sem nýta eða ónýta daga nóg áttu'af vinum, sem vaka'yfir sálu þinni ——- svo smá einkahúmor í lokinn: 'ekki verða...

Tveir heimar (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Tveir heimar berjast um yfirráð yfir mér Ég bý á landamærunum og fylgist með Reglulega heimsæki ég annan hvorn staðinn en sný þó alltaf að lokum aftur á landamærin Þangað til eitthvað fær mig til að flytja…

Hinn Dökki Engill (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Djöflar og árar þig elta grimmt þú barðist við einn þeirra og hafðir sigur en sá sigur var dýru verði keyptur Ástin og geðveikin slást um huga þinn Guð bankar á dyrnar og vill komast inn hvort er það merki um ást eða geðveiki? Myrkur þitt lýsir okkur hinum Ást þín er okkur innblástur Trúarjátning þín fær efasemdamanninn mig til að efast um efann Nú flýgur þú aftur þótt fljúgir þú lágt en það er bara betra því þá ertu nær okkur sem trúum á þig Kall bátmannsins heyrist enn og ber anda þínum...

Náttúruverndarsinnar (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hugsjónin var hörð sem ál í hjörtum brunnu friðunarbál í náttúrunni skyldi aldrei við neinu hreyfa Mörgum fannst það versta mál og mótmæltu af allri sál þeim stjórnmálamönnum er stóriðju vildu leyfa En ráðamaður sem öllu réð reyndist hugsa bara um féð honum þótti hugmyndin fjandi góð Hinir hugsuðu'um blómið og tréð en höfðu það þó aldrei séð sögðust bera í brjósti hag fyrir landi og þjóð Stjörnurnar áfram stara á stórbrotinn veraldarhjara yfir náttúruperlum í norðri þær ávallt vaka Þjáningar...

Ég vildi að ég gæti (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég vildi að ég gæti spilað fegurstu lög á hljóðfæri þá myndi ég ávallt spila til þín fingur mínir dansa um hljóðfærið fyrir þig Ég vildi að ég gæti samið ástarlög til þín þá yrði hver einasta nóta tileinkuð þér innblástur minn væri óþrjótandi er ég hugsaði til þín hvert einasta lag yrði fegursta lag í heimi Ég vildi að ég gæti samið fullkomin ljóð þá sendi ég þér ástarljóð eitt á dag með öllum mínum tilfinningum og hvert ljóð væri fegurra en það fyrra og hvert orð óður til þín Það er ekki...

Við mýrina (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Tvö skærbjört augu fylgja mér inní eilífðina. Einn snarpur koss er kveðjan mín úr þessum heimi. Með bros á vör keyri ég bjartsýnn út úr þessu ævintýri.

Hlíðin (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Grösug hlíðin, græn og fögur grætur að morgni daggartárum. Geymir í minni margar sögur af mannanna ástum og hjartasárum. Gætur hún hefur á gömlum bæ sem grafinn er neðan við hana. Og bíldrusla, eitt bilað hræ, þar bíður af gömlum vana. Í norðri særinn lengra nær en nokkurt auga eygir. Fjall eitt aðrar áttir fær, fagurt það hátt sig teygir. Sól færist yfir fjall að morgni færir með sér yl og birtu. Þurrkast fjallabarmurinn forni og finnur sína sumarskyrtu. Í dalnum ríkir dásemdarfriður af...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok