Hertu nú upp hugann vina mín
inní hjartanu leynast svörin þín
leyfðu draumum þínum að blómstra dátt
dreifðu þeim svo í rétta átt
um réttan veg muntu rata þá
ríkulega borgun einnig fá

vandamálin virka stór
inní þér þau væla í kór
notfærðu þér fína
umhyggjuna mína
ræðum raunirnar yfir bjór

mundu vinan að þú heldur ávallt til haga
innsæinu þínu, en hafðu einnig í minni
nætur jafnt sem nýta eða ónýta daga
nóg áttu'af vinum, sem vaka'yfir sálu þinni

——-
svo smá einkahúmor í lokinn:

'ekki verða hungurmorða,
fáðu þér að borða.'