Djöflar og árar þig elta grimmt
þú barðist við einn þeirra
og hafðir sigur
en sá sigur var dýru verði keyptur

Ástin og geðveikin
slást um huga þinn
Guð bankar á dyrnar
og vill komast inn
hvort er það merki
um ást eða geðveiki?

Myrkur þitt
lýsir okkur hinum
Ást þín
er okkur innblástur
Trúarjátning þín
fær efasemdamanninn mig
til að efast um efann

Nú flýgur þú aftur
þótt fljúgir þú lágt
en það er bara betra
því þá ertu nær okkur
sem trúum á þig

Kall bátmannsins
heyrist enn
og ber anda þínum vitni
að eilífu