Merkilegar pælingar og skemmtileg grein. Ég sé þó að sumt af þessu er þýtt úr ensku og hefði betur mátt fara, en þú ert auðvitað ungur að aldri svo það er skiljanlegt. Ég verð hins vegar að setja út á að vöndur er ekki rétt þýðing yfir “wand”, heldur er rétta orðið sproti. Þú skilur eflaust hvað ég á við þegar þú hugsar um orðið blómavöndur. Ketill er heldur ekki rétt orð yfir “cauldron”, þar sem um pott er að ræða. Katlar eru notaðir til að hita vatn í, t.d. fyrir te og svoleiðis....