Eins og fram kemur oftar en ekki er sagt að 1 af hverjum 10 stelpum verði lessa. Ein góð vinkona mín sýnir alla takta og allt bendir til þess að hún verði lessa! Tek það strax fram að ég hef enga fordóma gagnvart lessum og er algjörlega sátt við vinkonuna. Málið er bara það að hún gengur yfirleitt yfir strikið við okkur allar vinkonurnar og eigum við erfitt með að taka því brosandi:/ Hún kemur alltaf of nálægt manni og þegar við tölum við hana þarf hún alltaf að snerta okkur og svo þegar við förum í bæjinn og erum út í sjoppu, erum við vinkonuhópurinn alltaf að tala um hvað allir strákar eru flottir og hver hefur flottasta rassinn og fallegasta brosið og þar fram eftir götum… Þá tekur hún aldrei þátt í því og pælir ekkert í því. Henni finnst allir strákar (nema kanski Josh Hartnett og frægir gaurar) ekki flottir og eins og hún vilji aldrei eignast strák sem er meira en vinur. Hún hefur aldrei átt kærasta og þegar við vinkonurnar erum að tala um hverjum við erum hrifnar af og fleira þá snýr hún bara út úr eða fer í símann! Hún í rauninni forðast að tala um stráka. Við vitum ekki alveg hvernig við eigum að bera okkur nálægt henni HJÁLP! og stelpur ef þið hafið lent í svona hvað gerðuð þið??
Þetta er fín vinkona og allt það og viljum við alls ekki missa vináttu hennar. Okkur finnst erfitt að umgangast hana og erum við ekki vissar um að hún sé búin að FATTA að hún hafi meiri áhuga á stelpum. Hvað eigum við að gera? Hún spurði okkur um daginn hvort við værum að forðast hana og þá fanst okkur þetta búið að ganga of langt!! Vonum að fá góð svör/leiðbeningar um hvernig við eigum að taka á þessum vanda :)
Takk Takk