Ég hef komist að því að ástæðan fyrir því að mósi minn nagar allt sem barnið á er út af því að hann er afbrýðisamur út í það að við tökum strákinn alltaf með okkur út um allt. Ég er byrjuð að vinna aftur og hef ekki tíma fyrir hann eins og ég hafði næstum allt síðasta ár, og þar af leiðandi sýnir hann afbrýðsemí sýna svona. Um daginn fór ég í smá frí og gat sinnt honum eins og ég var vön, fór með hann í langa göngutúra og svona, og þá hætti hann alveg að naga hluti sem strákurinn á, um leið og ég gat farið með hann í göngu á hverju kvöldi, sem ég get ekki þegar ég er að vinna. Ég get ekki farið með hann út á daginn þar sem ég einfaldlega ræð ekki við hann úti á daginn.
Svo við höfum ákveðið að gefa hann. Hann er eins og hálfsárs blanda af Labrador og Border collie. Honum vantar gott heimili þar sem hann getur fengið þá hreyfingu sem hann þarf og jafnvel meiri athygli en ég hef gefið honum. Hann er rosalega lífsglaður hundur og elskar að fá gesti í heimsókn. Hann er ekki einn af þeim sem ræðst á ketti, hann reynir að vísu að leika við þá en ber vissa virðingu fyrir þeim (það voru kettir á efri hæðinni hjá okkur í gömlu íbúðinni sem komu alltaf inn.) og eitt skiptið þá kom annar kötturinn inn þegar hann var að borða, um leið og hann sá kisuna þá hætti hann að borða og fór alveg upp að hurðagættinni í eldhúsinu og leyfði kisunni að borða matinn sinn. Ef einhver getur veitt honum gott heimili, þar sem fær það sem hann þarfnast endilega hafið samband við mig á spotta@mi.is ég tek það fram að ég vil bara að hann fái gott heimili. Hann þarfnast mikillar hreyfingar og það þarf að vera hægt að gefa honum það sem hann þarfnast.

kv.
spotta :(